Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

152. spurningaþraut: Þrístjóraveldi, hryllingsmynd, Casablanca og Góða sálin í Sesúan

152. spurningaþraut: Þrístjóraveldi, hryllingsmynd, Casablanca og Góða sálin í Sesúan

Og hér er þrautin frá í gær.

***

Aukaspurning sú hin fyrri:

Hvað er að gerast á þessari nokkuð svo ískyggilegu mynd?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða fugl ávarpar Jónas Hallgrímsson í kvæðinu „Ég bið að heilsa“?

2.   Hvað hét eiginmaður Viktoríu Bretadrottningar? 

3.   Í hvaða landi er borgin Casablanca?

4.   Hver leikstýrði hryllingsmyndinni The Shining frá árinu 1980?

5.   Hvað hét eignarhaldsfélag Björgólfs-feðga, sem hélt utan um eigur þeirra í Landsbankanum og fór í þrot eftir fall bankans í hruninu 2008?

6.   Hver skrifaði leikritin Góða sálin í Sesúan, Kákasusíski krítarhringurinn, Mutter Courage og börn hennar, Púntilla og Matti, og mörg fleiri?

7.   Hvernig lét Irma Grese lífið?

8.   Hvers konar dýr er alligator?

9.   Hvaða piltur frá Vestmannaeyjum spilaði fótbolta með liðum eins og Standard Liege, Bayern München og Stuttgart?

10.   Fistlétt spurning úr Rómarsögu: Árið 43 fyrir Krist mynduðu þeir Oktavíanus (síðar Ágústus) og Markús Antoníus hið svonefnda „seinna þrístjóraveldi“ með þriðja manni. Hvað hét þessi þriðji maður?

***

Aukaspurning, sú hin síðari:

Hvað heita ungu tvíburarnir sem maðurinn á þessu málverki Nicolas Mignard hefur fundið úti í skógi og kemur með heim í kot sitt?

 ***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þröst.

2.   Abert.

3.   Marokkó.

4.   Stanley Kubrick.

5.   Samson.

6.   Bertholt Brecht.

7.   Hún var tekin af lífi fyrir glæpi sem hún framdi sem fangavörður í útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöld.

8.   Náfrændi krókódílsins.

9.   Ásgeir Sigurvinsson.

10.   Lepidus.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni hníga þau Ceausescu-hjónin til jarðar þegar þau voru tekin af lífi á jóladag 1989 eftir að hafa verið steypt af valdastóli í Rúmeníu.

Nóg er að hafa eftirnafn þeirra hjóna og vita að myndin sýnir aftöku þeirra. Önnur atriði þarf ekki.

Á neðri myndinni má sjá piltana Rómúlus og Remus úr goðsögninni um upphaf Rómaborgar.

***

Og hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár