Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Litli drengurinn í Garðabæ kvaddur í dag: „Maxi gerði engum neitt mein“

Í dag kvöddu fjöl­skyldu­með­lim­ir, vin­ir og skóla­fé­lag­ar kær­leiks­rík­an, frum­leg­an, hjálp­sam­an og hug­mynda­rík­an strák í Garða­bæ. Hann skil­ur eft­ir sig góð­ar minn­ing­ar og mik­inn sökn­uð.

Litli drengurinn í Garðabæ kvaddur í dag: „Maxi gerði engum neitt mein“
Minnast Maxa Minningarorðin um Maximilian Helga Ívarsson lýsa vingjarnlegum og góðum dreng, sem bjó yfir sköpunargáfu og húmor.

Fjöldi fólks minntist í dag unga drengsins sem fannst látinn í Garðabæ í síðustu viku. 

Drengurinn hét Maximilian Helgi Ívarsson. Hann var nemandi í Sjálandsskóla í Garðabæ. Bæði fjölskyldan hans, skólastjórnendur, vinir og aðrir aðstandendur minnast hans í minningargrein í Morgunblaðinu í dag með hlýjum orðum.

Sár söknuður í vinahópnum

Í gegnum tíðina hefur hann æft sund, lært á gítar og náð gula beltinu í karate með vinum sínum. Hann stefndi á áframhaldandi æfingar í karate með haustinu. Vinafjölskylda hans lýsir hæfileikum, húmor og góðum vinskap.

„Þegar við kynntumst Maxa var hann yndislegt krútt og góður strákur en eftir því sem árin liðu fórum við líka að sjá húmorinn í þessum trausta vini og klára strákaskotti sem hoppaði svo léttilega á milli pólsku, ensku og íslensku eftir því við hvern hann talaði. Daginn áður en hann hvarf frá okkur vann hann keppnina um frumlegustu kökuna í félagsmiðstöðinni en hann hafði bakað köku úr tómatsúpu!“

Þau segja djúpt skarð hafa verið höggvið í vinahópinn, en eftir standa áhrif hans á vini og aðra samferðamenn.

„Við sögðum við strákana nýlega og trúðum því alltaf að þeir yrðu alla ævi perluvinir“

„Við sögðum við strákana nýlega og trúðum því alltaf að þeir yrðu alla ævi perluvinir, líka þegar þeir yrðu unglingar og fullorðnir menn. Við vorum ekki í nokkrum vafa um það. En lífið er svo hræðilega hverfult og nú getum við bara þakkað fyrir tímann með Maxa á meðan við glímum við söknuðinn eftir þessum ljúfa og góða vini og framtíðinni sem við héldum að við ættum eftir að eiga með honum. Í vinahópinn er höggvið djúpt skarð en áhrif Maxa á húmor þeirra og sterka vináttu vara.“

Færði stolt, hlýju og gleði

Systur hans og makar þeirra lýsa honum sem ljósi sem muni lifa og ylja þeim um ókomna tíð. „Það var ást við fyrstu sýn. Gullfallegi litli bróðir okkar með stóru góðlegu augun. Síðan þá hefur þú alltaf fyllt okkur stolti, fært okkur svo mikla hlýju og endalausa gleði,“ skrifa þau. 

Hann var bæði dýravinur og góður með börn. „Þú varst einnig yndislega ljúfur og góður frændi og krakkarnir litu mikið upp til þín. Okkur er minnisstætt hvað þú varst þolinmóður, góður og lékst mikið við þau.“

Þá lýsa bekkjarfélagar og kennarar honum með sama hætti, hann hafi verið umburðarlyndur, ljúfur og frumlegur.

„Elsku Maxi okkar var mjög góður bekkjarfélagi og traustur vinur. Hann var jákvæður, ljúfur og góður strákur. Hann gafst aldrei upp, var góður í skólanum, nægjusamur, fyndinn og kurteis. Hann var einnig frumlegur, hjálpsamur, listrænn og hugmyndaríkur. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar um hann, t.d. þegar hann gerði tómatsúpukökuna í kökukeppninni og vann frumlegustu kökuna og gerði flotta Minecraftverkefnið af Sjálandsskóla. Þegar við lékum okkur í gryfjubolta, pógóbolta og bjuggum til snjókastala saman. Maxi gerði engum neitt mein og allir voru vinir hans. Hann tók engu persónulega og var aldrei leiður.“

Skólastjórinn í Sjálandsskóla tekur undir þau orð. „Maxi var vinmargur og hann átti góða og trausta vini. Bekkjarfélagarnir minnast hans sem drengsins sem gerði engum neitt mein, eins og þau orða það svo fallega.“ 

Útförin fór fram í dag kl. 13 frá Vídalínskirkju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár