Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Litli drengurinn í Garðabæ kvaddur í dag: „Maxi gerði engum neitt mein“

Í dag kvöddu fjöl­skyldu­með­lim­ir, vin­ir og skóla­fé­lag­ar kær­leiks­rík­an, frum­leg­an, hjálp­sam­an og hug­mynda­rík­an strák í Garða­bæ. Hann skil­ur eft­ir sig góð­ar minn­ing­ar og mik­inn sökn­uð.

Litli drengurinn í Garðabæ kvaddur í dag: „Maxi gerði engum neitt mein“
Minnast Maxa Minningarorðin um Maximilian Helga Ívarsson lýsa vingjarnlegum og góðum dreng, sem bjó yfir sköpunargáfu og húmor.

Fjöldi fólks minntist í dag unga drengsins sem fannst látinn í Garðabæ í síðustu viku. 

Drengurinn hét Maximilian Helgi Ívarsson. Hann var nemandi í Sjálandsskóla í Garðabæ. Bæði fjölskyldan hans, skólastjórnendur, vinir og aðrir aðstandendur minnast hans í minningargrein í Morgunblaðinu í dag með hlýjum orðum.

Sár söknuður í vinahópnum

Í gegnum tíðina hefur hann æft sund, lært á gítar og náð gula beltinu í karate með vinum sínum. Hann stefndi á áframhaldandi æfingar í karate með haustinu. Vinafjölskylda hans lýsir hæfileikum, húmor og góðum vinskap.

„Þegar við kynntumst Maxa var hann yndislegt krútt og góður strákur en eftir því sem árin liðu fórum við líka að sjá húmorinn í þessum trausta vini og klára strákaskotti sem hoppaði svo léttilega á milli pólsku, ensku og íslensku eftir því við hvern hann talaði. Daginn áður en hann hvarf frá okkur vann hann keppnina um frumlegustu kökuna í félagsmiðstöðinni en hann hafði bakað köku úr tómatsúpu!“

Þau segja djúpt skarð hafa verið höggvið í vinahópinn, en eftir standa áhrif hans á vini og aðra samferðamenn.

„Við sögðum við strákana nýlega og trúðum því alltaf að þeir yrðu alla ævi perluvinir“

„Við sögðum við strákana nýlega og trúðum því alltaf að þeir yrðu alla ævi perluvinir, líka þegar þeir yrðu unglingar og fullorðnir menn. Við vorum ekki í nokkrum vafa um það. En lífið er svo hræðilega hverfult og nú getum við bara þakkað fyrir tímann með Maxa á meðan við glímum við söknuðinn eftir þessum ljúfa og góða vini og framtíðinni sem við héldum að við ættum eftir að eiga með honum. Í vinahópinn er höggvið djúpt skarð en áhrif Maxa á húmor þeirra og sterka vináttu vara.“

Færði stolt, hlýju og gleði

Systur hans og makar þeirra lýsa honum sem ljósi sem muni lifa og ylja þeim um ókomna tíð. „Það var ást við fyrstu sýn. Gullfallegi litli bróðir okkar með stóru góðlegu augun. Síðan þá hefur þú alltaf fyllt okkur stolti, fært okkur svo mikla hlýju og endalausa gleði,“ skrifa þau. 

Hann var bæði dýravinur og góður með börn. „Þú varst einnig yndislega ljúfur og góður frændi og krakkarnir litu mikið upp til þín. Okkur er minnisstætt hvað þú varst þolinmóður, góður og lékst mikið við þau.“

Þá lýsa bekkjarfélagar og kennarar honum með sama hætti, hann hafi verið umburðarlyndur, ljúfur og frumlegur.

„Elsku Maxi okkar var mjög góður bekkjarfélagi og traustur vinur. Hann var jákvæður, ljúfur og góður strákur. Hann gafst aldrei upp, var góður í skólanum, nægjusamur, fyndinn og kurteis. Hann var einnig frumlegur, hjálpsamur, listrænn og hugmyndaríkur. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar um hann, t.d. þegar hann gerði tómatsúpukökuna í kökukeppninni og vann frumlegustu kökuna og gerði flotta Minecraftverkefnið af Sjálandsskóla. Þegar við lékum okkur í gryfjubolta, pógóbolta og bjuggum til snjókastala saman. Maxi gerði engum neitt mein og allir voru vinir hans. Hann tók engu persónulega og var aldrei leiður.“

Skólastjórinn í Sjálandsskóla tekur undir þau orð. „Maxi var vinmargur og hann átti góða og trausta vini. Bekkjarfélagarnir minnast hans sem drengsins sem gerði engum neitt mein, eins og þau orða það svo fallega.“ 

Útförin fór fram í dag kl. 13 frá Vídalínskirkju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár