Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Litli drengurinn í Garðabæ kvaddur í dag: „Maxi gerði engum neitt mein“

Í dag kvöddu fjöl­skyldu­með­lim­ir, vin­ir og skóla­fé­lag­ar kær­leiks­rík­an, frum­leg­an, hjálp­sam­an og hug­mynda­rík­an strák í Garða­bæ. Hann skil­ur eft­ir sig góð­ar minn­ing­ar og mik­inn sökn­uð.

Litli drengurinn í Garðabæ kvaddur í dag: „Maxi gerði engum neitt mein“
Minnast Maxa Minningarorðin um Maximilian Helga Ívarsson lýsa vingjarnlegum og góðum dreng, sem bjó yfir sköpunargáfu og húmor.

Fjöldi fólks minntist í dag unga drengsins sem fannst látinn í Garðabæ í síðustu viku. 

Drengurinn hét Maximilian Helgi Ívarsson. Hann var nemandi í Sjálandsskóla í Garðabæ. Bæði fjölskyldan hans, skólastjórnendur, vinir og aðrir aðstandendur minnast hans í minningargrein í Morgunblaðinu í dag með hlýjum orðum.

Sár söknuður í vinahópnum

Í gegnum tíðina hefur hann æft sund, lært á gítar og náð gula beltinu í karate með vinum sínum. Hann stefndi á áframhaldandi æfingar í karate með haustinu. Vinafjölskylda hans lýsir hæfileikum, húmor og góðum vinskap.

„Þegar við kynntumst Maxa var hann yndislegt krútt og góður strákur en eftir því sem árin liðu fórum við líka að sjá húmorinn í þessum trausta vini og klára strákaskotti sem hoppaði svo léttilega á milli pólsku, ensku og íslensku eftir því við hvern hann talaði. Daginn áður en hann hvarf frá okkur vann hann keppnina um frumlegustu kökuna í félagsmiðstöðinni en hann hafði bakað köku úr tómatsúpu!“

Þau segja djúpt skarð hafa verið höggvið í vinahópinn, en eftir standa áhrif hans á vini og aðra samferðamenn.

„Við sögðum við strákana nýlega og trúðum því alltaf að þeir yrðu alla ævi perluvinir“

„Við sögðum við strákana nýlega og trúðum því alltaf að þeir yrðu alla ævi perluvinir, líka þegar þeir yrðu unglingar og fullorðnir menn. Við vorum ekki í nokkrum vafa um það. En lífið er svo hræðilega hverfult og nú getum við bara þakkað fyrir tímann með Maxa á meðan við glímum við söknuðinn eftir þessum ljúfa og góða vini og framtíðinni sem við héldum að við ættum eftir að eiga með honum. Í vinahópinn er höggvið djúpt skarð en áhrif Maxa á húmor þeirra og sterka vináttu vara.“

Færði stolt, hlýju og gleði

Systur hans og makar þeirra lýsa honum sem ljósi sem muni lifa og ylja þeim um ókomna tíð. „Það var ást við fyrstu sýn. Gullfallegi litli bróðir okkar með stóru góðlegu augun. Síðan þá hefur þú alltaf fyllt okkur stolti, fært okkur svo mikla hlýju og endalausa gleði,“ skrifa þau. 

Hann var bæði dýravinur og góður með börn. „Þú varst einnig yndislega ljúfur og góður frændi og krakkarnir litu mikið upp til þín. Okkur er minnisstætt hvað þú varst þolinmóður, góður og lékst mikið við þau.“

Þá lýsa bekkjarfélagar og kennarar honum með sama hætti, hann hafi verið umburðarlyndur, ljúfur og frumlegur.

„Elsku Maxi okkar var mjög góður bekkjarfélagi og traustur vinur. Hann var jákvæður, ljúfur og góður strákur. Hann gafst aldrei upp, var góður í skólanum, nægjusamur, fyndinn og kurteis. Hann var einnig frumlegur, hjálpsamur, listrænn og hugmyndaríkur. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar um hann, t.d. þegar hann gerði tómatsúpukökuna í kökukeppninni og vann frumlegustu kökuna og gerði flotta Minecraftverkefnið af Sjálandsskóla. Þegar við lékum okkur í gryfjubolta, pógóbolta og bjuggum til snjókastala saman. Maxi gerði engum neitt mein og allir voru vinir hans. Hann tók engu persónulega og var aldrei leiður.“

Skólastjórinn í Sjálandsskóla tekur undir þau orð. „Maxi var vinmargur og hann átti góða og trausta vini. Bekkjarfélagarnir minnast hans sem drengsins sem gerði engum neitt mein, eins og þau orða það svo fallega.“ 

Útförin fór fram í dag kl. 13 frá Vídalínskirkju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár