Litli drengurinn í Garðabæ kvaddur í dag: „Maxi gerði engum neitt mein“

Í dag kvöddu fjöl­skyldu­með­lim­ir, vin­ir og skóla­fé­lag­ar kær­leiks­rík­an, frum­leg­an, hjálp­sam­an og hug­mynda­rík­an strák í Garða­bæ. Hann skil­ur eft­ir sig góð­ar minn­ing­ar og mik­inn sökn­uð.

Litli drengurinn í Garðabæ kvaddur í dag: „Maxi gerði engum neitt mein“
Minnast Maxa Minningarorðin um Maximilian Helga Ívarsson lýsa vingjarnlegum og góðum dreng, sem bjó yfir sköpunargáfu og húmor.

Fjöldi fólks minntist í dag unga drengsins sem fannst látinn í Garðabæ í síðustu viku. 

Drengurinn hét Maximilian Helgi Ívarsson. Hann var nemandi í Sjálandsskóla í Garðabæ. Bæði fjölskyldan hans, skólastjórnendur, vinir og aðrir aðstandendur minnast hans í minningargrein í Morgunblaðinu í dag með hlýjum orðum.

Sár söknuður í vinahópnum

Í gegnum tíðina hefur hann æft sund, lært á gítar og náð gula beltinu í karate með vinum sínum. Hann stefndi á áframhaldandi æfingar í karate með haustinu. Vinafjölskylda hans lýsir hæfileikum, húmor og góðum vinskap.

„Þegar við kynntumst Maxa var hann yndislegt krútt og góður strákur en eftir því sem árin liðu fórum við líka að sjá húmorinn í þessum trausta vini og klára strákaskotti sem hoppaði svo léttilega á milli pólsku, ensku og íslensku eftir því við hvern hann talaði. Daginn áður en hann hvarf frá okkur vann hann keppnina um frumlegustu kökuna í félagsmiðstöðinni en hann hafði bakað köku úr tómatsúpu!“

Þau segja djúpt skarð hafa verið höggvið í vinahópinn, en eftir standa áhrif hans á vini og aðra samferðamenn.

„Við sögðum við strákana nýlega og trúðum því alltaf að þeir yrðu alla ævi perluvinir“

„Við sögðum við strákana nýlega og trúðum því alltaf að þeir yrðu alla ævi perluvinir, líka þegar þeir yrðu unglingar og fullorðnir menn. Við vorum ekki í nokkrum vafa um það. En lífið er svo hræðilega hverfult og nú getum við bara þakkað fyrir tímann með Maxa á meðan við glímum við söknuðinn eftir þessum ljúfa og góða vini og framtíðinni sem við héldum að við ættum eftir að eiga með honum. Í vinahópinn er höggvið djúpt skarð en áhrif Maxa á húmor þeirra og sterka vináttu vara.“

Færði stolt, hlýju og gleði

Systur hans og makar þeirra lýsa honum sem ljósi sem muni lifa og ylja þeim um ókomna tíð. „Það var ást við fyrstu sýn. Gullfallegi litli bróðir okkar með stóru góðlegu augun. Síðan þá hefur þú alltaf fyllt okkur stolti, fært okkur svo mikla hlýju og endalausa gleði,“ skrifa þau. 

Hann var bæði dýravinur og góður með börn. „Þú varst einnig yndislega ljúfur og góður frændi og krakkarnir litu mikið upp til þín. Okkur er minnisstætt hvað þú varst þolinmóður, góður og lékst mikið við þau.“

Þá lýsa bekkjarfélagar og kennarar honum með sama hætti, hann hafi verið umburðarlyndur, ljúfur og frumlegur.

„Elsku Maxi okkar var mjög góður bekkjarfélagi og traustur vinur. Hann var jákvæður, ljúfur og góður strákur. Hann gafst aldrei upp, var góður í skólanum, nægjusamur, fyndinn og kurteis. Hann var einnig frumlegur, hjálpsamur, listrænn og hugmyndaríkur. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar um hann, t.d. þegar hann gerði tómatsúpukökuna í kökukeppninni og vann frumlegustu kökuna og gerði flotta Minecraftverkefnið af Sjálandsskóla. Þegar við lékum okkur í gryfjubolta, pógóbolta og bjuggum til snjókastala saman. Maxi gerði engum neitt mein og allir voru vinir hans. Hann tók engu persónulega og var aldrei leiður.“

Skólastjórinn í Sjálandsskóla tekur undir þau orð. „Maxi var vinmargur og hann átti góða og trausta vini. Bekkjarfélagarnir minnast hans sem drengsins sem gerði engum neitt mein, eins og þau orða það svo fallega.“ 

Útförin fór fram í dag kl. 13 frá Vídalínskirkju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár