Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Litli drengurinn í Garðabæ kvaddur í dag: „Maxi gerði engum neitt mein“

Í dag kvöddu fjöl­skyldu­með­lim­ir, vin­ir og skóla­fé­lag­ar kær­leiks­rík­an, frum­leg­an, hjálp­sam­an og hug­mynda­rík­an strák í Garða­bæ. Hann skil­ur eft­ir sig góð­ar minn­ing­ar og mik­inn sökn­uð.

Litli drengurinn í Garðabæ kvaddur í dag: „Maxi gerði engum neitt mein“
Minnast Maxa Minningarorðin um Maximilian Helga Ívarsson lýsa vingjarnlegum og góðum dreng, sem bjó yfir sköpunargáfu og húmor.

Fjöldi fólks minntist í dag unga drengsins sem fannst látinn í Garðabæ í síðustu viku. 

Drengurinn hét Maximilian Helgi Ívarsson. Hann var nemandi í Sjálandsskóla í Garðabæ. Bæði fjölskyldan hans, skólastjórnendur, vinir og aðrir aðstandendur minnast hans í minningargrein í Morgunblaðinu í dag með hlýjum orðum.

Sár söknuður í vinahópnum

Í gegnum tíðina hefur hann æft sund, lært á gítar og náð gula beltinu í karate með vinum sínum. Hann stefndi á áframhaldandi æfingar í karate með haustinu. Vinafjölskylda hans lýsir hæfileikum, húmor og góðum vinskap.

„Þegar við kynntumst Maxa var hann yndislegt krútt og góður strákur en eftir því sem árin liðu fórum við líka að sjá húmorinn í þessum trausta vini og klára strákaskotti sem hoppaði svo léttilega á milli pólsku, ensku og íslensku eftir því við hvern hann talaði. Daginn áður en hann hvarf frá okkur vann hann keppnina um frumlegustu kökuna í félagsmiðstöðinni en hann hafði bakað köku úr tómatsúpu!“

Þau segja djúpt skarð hafa verið höggvið í vinahópinn, en eftir standa áhrif hans á vini og aðra samferðamenn.

„Við sögðum við strákana nýlega og trúðum því alltaf að þeir yrðu alla ævi perluvinir“

„Við sögðum við strákana nýlega og trúðum því alltaf að þeir yrðu alla ævi perluvinir, líka þegar þeir yrðu unglingar og fullorðnir menn. Við vorum ekki í nokkrum vafa um það. En lífið er svo hræðilega hverfult og nú getum við bara þakkað fyrir tímann með Maxa á meðan við glímum við söknuðinn eftir þessum ljúfa og góða vini og framtíðinni sem við héldum að við ættum eftir að eiga með honum. Í vinahópinn er höggvið djúpt skarð en áhrif Maxa á húmor þeirra og sterka vináttu vara.“

Færði stolt, hlýju og gleði

Systur hans og makar þeirra lýsa honum sem ljósi sem muni lifa og ylja þeim um ókomna tíð. „Það var ást við fyrstu sýn. Gullfallegi litli bróðir okkar með stóru góðlegu augun. Síðan þá hefur þú alltaf fyllt okkur stolti, fært okkur svo mikla hlýju og endalausa gleði,“ skrifa þau. 

Hann var bæði dýravinur og góður með börn. „Þú varst einnig yndislega ljúfur og góður frændi og krakkarnir litu mikið upp til þín. Okkur er minnisstætt hvað þú varst þolinmóður, góður og lékst mikið við þau.“

Þá lýsa bekkjarfélagar og kennarar honum með sama hætti, hann hafi verið umburðarlyndur, ljúfur og frumlegur.

„Elsku Maxi okkar var mjög góður bekkjarfélagi og traustur vinur. Hann var jákvæður, ljúfur og góður strákur. Hann gafst aldrei upp, var góður í skólanum, nægjusamur, fyndinn og kurteis. Hann var einnig frumlegur, hjálpsamur, listrænn og hugmyndaríkur. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar um hann, t.d. þegar hann gerði tómatsúpukökuna í kökukeppninni og vann frumlegustu kökuna og gerði flotta Minecraftverkefnið af Sjálandsskóla. Þegar við lékum okkur í gryfjubolta, pógóbolta og bjuggum til snjókastala saman. Maxi gerði engum neitt mein og allir voru vinir hans. Hann tók engu persónulega og var aldrei leiður.“

Skólastjórinn í Sjálandsskóla tekur undir þau orð. „Maxi var vinmargur og hann átti góða og trausta vini. Bekkjarfélagarnir minnast hans sem drengsins sem gerði engum neitt mein, eins og þau orða það svo fallega.“ 

Útförin fór fram í dag kl. 13 frá Vídalínskirkju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár