Khedr-fjölskyldan ekki flutt úr landi

Fjöl­skyld­an fannst ekki þeg­ar stoð­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hugð­ist fram­kvæma brott­vís­un.

Khedr-fjölskyldan ekki flutt úr landi
Ekki flutt úr landi Khedr-fjölskyldan fannst ekki þegar átti að flytja hana nauðuga úr landi í morgun. Mynd: Sema Erla Serdar

Ekki tókst að vísa egypsku Khedr-fjölskyldunni úr landi í morgun. Fjölskyldumeðlimir reyndust ekki vera á fyrirfram ákveðnum stað þegar stoðdeild ríkislögerglustjóra hugðist flytja þau úr landi. Í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra segir að ekki sé vitað um dvalarstað fjölskyldunnar en málið sé enn á borði stoðdeildar. Ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið.

Til stóð að flytja fjölskylduna úr landi í morgun, með flugi Icelandair til Amsterdam. Sú flugvél fór í loftið klukkan 7:31 í morgun, án fjölskyldunnar. 

Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús D. Norðdal, lýsti því í samtali við Stundina fyrr í morgun að hann hefði ekki náð sambandi við fjölskylduna í allan gærdag og ekki í morgun heldur. Sömu sögu hafði Sema Erla Serdar, formaður Solaris samtakanna, sem hefur barist fyrir því að fjölskyldan fái vernd hér á landi. 

Stundin óskaði upplýsinga frá ríkislögreglustjóra í morgun, símleiðis, um stöðu mála varðandi brottvikninguna. Upplýsingafulltrúi embættisins sagðist myndi hringja til baka með upplýsingar en það hefur enn ekki gerst. Embættið sendi hins vegar tilkynningu frá sér með ofangreindum upplýsingum og þar er tiltekið að ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár