Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ráðgjafanefnd Gerðarsafns segir af sér í stuðningi við Jónu Hlíf

Full­trú­ar í ráð­gjafa­nefnd­inni segja sig úr henni vegna stöð­unn­ar. Segja Jónu Hlíf Hall­dórs­dótt­ur hafa set­ið und­ir „gegnd­ar­laus­um árás­um, einelti og und­ir­ferli“

Ráðgjafanefnd Gerðarsafns segir af sér í stuðningi við Jónu Hlíf
Styðja safnstjórann Ráðgjafanefnd Gerðarsafns segir Jónu Hlíf, fráfarandi safnstjóra, hafa segið undir gegndarlausum árásum og einelti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ráðgjafanefnd Gerðarsafns hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sú staða sem komin er upp í Gerðarsafni í Kópavogi, með brotthvarfi safnstjórans Jónu Hlífar Halldórsdóttur. Jafnframt styður ráðið ákvörðun Jónu Hlífar, að segja upp störfum.

Jóna Hlíf sagði upp störfum sem forstöðumaður Gerðarsafns síðastliðinn fimmtudag, líkt og greint var frá í Stundinni. Ástæða þess eru samstarfsörðugleikar Jónu Hlífar við sinn næsta yfirmann, Soffíu Karlsdóttur, samstarfsörðugleikar sem Jóna Hlíf lítur á sem einelti í sinn garð. Forveri Jónu Hlífar í starfi sagði einnig upp störfum vegna framgöngu Soffíu í sinn garð.

Lýsa áhyggjum af framtíð Gerðarsafns

Ráðgjafanefnd Gerðasafns er safnstjóra til ráðgjafar um málefni tengd uppsetningum sýninga og kaupum á listaverkjum. Í yfirlýsingunni, sem beint er til lista og menningarráðs Kópavogsbæjar, er farið fögrum orðum Jónu Hlíf og starf hennar í Gerðarsafni, sem hún er sögð hafa sinnt af mikilli alúð, fagmennsku og framsýni.

„Frá fyrsta degi hefur hún haft hag myndlistarinnar að leiðarljósi, hag listamanna og hag Gerðarsafns sem menningarstofnunar. Jóna Hlíf hefur lagt vinnu og hugkvæmni í að byggja upp barna- og fjölskyldustarf til að opna safnið og heim myndlistarinnar fyrir almenningi. Sýningarhald síðustu ára hefur verið sérlega öflugt, framsækið og mikilvægt fyrir myndlistina í landinu.

„Þrátt fyrir þetta kraftmikla starf hefur safnstjórinn orðið fyrir gegndarlausum árásum“

Þrátt fyrir þetta kraftmikla starf hefur safnstjórinn orðið fyrir gegndarlausum árásum, einelti og undirferli í samvinnu sinni við yfirmenn sína hjá Kópavogsbæ sem hafa hamlað framförum og þróun. Fyrirrennari safnstjóra sagði einnig starfi sínu lausu eftir stutta setu í starfi vegna samskonar samstarfsörðugleika. Báðir voru safnstjórarnir valdir úr stórum hópi umsækjenda og óumdeildir fagmenn innan fagsviðs myndlistar.“

Brotthvarf Jónu Hlífar sé því áfall og ráðgjafanefndin lýsit áhyggjum af framtíð safnastarfs í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, verði faglegur metnaður ekki látinn ráða í starfi safnsins. Í ljósi stöðunnar sjái nefndarmenn sér ekki lengur fært að sitja í ráðgjafanefnd safnsins og segja sig úr henni. Um er að ræða fólk sem hefur mikla vigt innan íslenska myndlistarheimsins. Í nefndinni sátu Ólöf Nordal, myndlistarmaður og prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Jón B. K. Ransu, myndlistarmaður og deildarstjóri við listmálarabraut Myndlistaskólans í Reykjavík og Björg Stefánsdóttir, sérfræðingur í menningarmálum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár