Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ráðgjafanefnd Gerðarsafns segir af sér í stuðningi við Jónu Hlíf

Full­trú­ar í ráð­gjafa­nefnd­inni segja sig úr henni vegna stöð­unn­ar. Segja Jónu Hlíf Hall­dórs­dótt­ur hafa set­ið und­ir „gegnd­ar­laus­um árás­um, einelti og und­ir­ferli“

Ráðgjafanefnd Gerðarsafns segir af sér í stuðningi við Jónu Hlíf
Styðja safnstjórann Ráðgjafanefnd Gerðarsafns segir Jónu Hlíf, fráfarandi safnstjóra, hafa segið undir gegndarlausum árásum og einelti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ráðgjafanefnd Gerðarsafns hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sú staða sem komin er upp í Gerðarsafni í Kópavogi, með brotthvarfi safnstjórans Jónu Hlífar Halldórsdóttur. Jafnframt styður ráðið ákvörðun Jónu Hlífar, að segja upp störfum.

Jóna Hlíf sagði upp störfum sem forstöðumaður Gerðarsafns síðastliðinn fimmtudag, líkt og greint var frá í Stundinni. Ástæða þess eru samstarfsörðugleikar Jónu Hlífar við sinn næsta yfirmann, Soffíu Karlsdóttur, samstarfsörðugleikar sem Jóna Hlíf lítur á sem einelti í sinn garð. Forveri Jónu Hlífar í starfi sagði einnig upp störfum vegna framgöngu Soffíu í sinn garð.

Lýsa áhyggjum af framtíð Gerðarsafns

Ráðgjafanefnd Gerðasafns er safnstjóra til ráðgjafar um málefni tengd uppsetningum sýninga og kaupum á listaverkjum. Í yfirlýsingunni, sem beint er til lista og menningarráðs Kópavogsbæjar, er farið fögrum orðum Jónu Hlíf og starf hennar í Gerðarsafni, sem hún er sögð hafa sinnt af mikilli alúð, fagmennsku og framsýni.

„Frá fyrsta degi hefur hún haft hag myndlistarinnar að leiðarljósi, hag listamanna og hag Gerðarsafns sem menningarstofnunar. Jóna Hlíf hefur lagt vinnu og hugkvæmni í að byggja upp barna- og fjölskyldustarf til að opna safnið og heim myndlistarinnar fyrir almenningi. Sýningarhald síðustu ára hefur verið sérlega öflugt, framsækið og mikilvægt fyrir myndlistina í landinu.

„Þrátt fyrir þetta kraftmikla starf hefur safnstjórinn orðið fyrir gegndarlausum árásum“

Þrátt fyrir þetta kraftmikla starf hefur safnstjórinn orðið fyrir gegndarlausum árásum, einelti og undirferli í samvinnu sinni við yfirmenn sína hjá Kópavogsbæ sem hafa hamlað framförum og þróun. Fyrirrennari safnstjóra sagði einnig starfi sínu lausu eftir stutta setu í starfi vegna samskonar samstarfsörðugleika. Báðir voru safnstjórarnir valdir úr stórum hópi umsækjenda og óumdeildir fagmenn innan fagsviðs myndlistar.“

Brotthvarf Jónu Hlífar sé því áfall og ráðgjafanefndin lýsit áhyggjum af framtíð safnastarfs í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, verði faglegur metnaður ekki látinn ráða í starfi safnsins. Í ljósi stöðunnar sjái nefndarmenn sér ekki lengur fært að sitja í ráðgjafanefnd safnsins og segja sig úr henni. Um er að ræða fólk sem hefur mikla vigt innan íslenska myndlistarheimsins. Í nefndinni sátu Ólöf Nordal, myndlistarmaður og prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Jón B. K. Ransu, myndlistarmaður og deildarstjóri við listmálarabraut Myndlistaskólans í Reykjavík og Björg Stefánsdóttir, sérfræðingur í menningarmálum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár