Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ráðgjafanefnd Gerðarsafns segir af sér í stuðningi við Jónu Hlíf

Full­trú­ar í ráð­gjafa­nefnd­inni segja sig úr henni vegna stöð­unn­ar. Segja Jónu Hlíf Hall­dórs­dótt­ur hafa set­ið und­ir „gegnd­ar­laus­um árás­um, einelti og und­ir­ferli“

Ráðgjafanefnd Gerðarsafns segir af sér í stuðningi við Jónu Hlíf
Styðja safnstjórann Ráðgjafanefnd Gerðarsafns segir Jónu Hlíf, fráfarandi safnstjóra, hafa segið undir gegndarlausum árásum og einelti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ráðgjafanefnd Gerðarsafns hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sú staða sem komin er upp í Gerðarsafni í Kópavogi, með brotthvarfi safnstjórans Jónu Hlífar Halldórsdóttur. Jafnframt styður ráðið ákvörðun Jónu Hlífar, að segja upp störfum.

Jóna Hlíf sagði upp störfum sem forstöðumaður Gerðarsafns síðastliðinn fimmtudag, líkt og greint var frá í Stundinni. Ástæða þess eru samstarfsörðugleikar Jónu Hlífar við sinn næsta yfirmann, Soffíu Karlsdóttur, samstarfsörðugleikar sem Jóna Hlíf lítur á sem einelti í sinn garð. Forveri Jónu Hlífar í starfi sagði einnig upp störfum vegna framgöngu Soffíu í sinn garð.

Lýsa áhyggjum af framtíð Gerðarsafns

Ráðgjafanefnd Gerðasafns er safnstjóra til ráðgjafar um málefni tengd uppsetningum sýninga og kaupum á listaverkjum. Í yfirlýsingunni, sem beint er til lista og menningarráðs Kópavogsbæjar, er farið fögrum orðum Jónu Hlíf og starf hennar í Gerðarsafni, sem hún er sögð hafa sinnt af mikilli alúð, fagmennsku og framsýni.

„Frá fyrsta degi hefur hún haft hag myndlistarinnar að leiðarljósi, hag listamanna og hag Gerðarsafns sem menningarstofnunar. Jóna Hlíf hefur lagt vinnu og hugkvæmni í að byggja upp barna- og fjölskyldustarf til að opna safnið og heim myndlistarinnar fyrir almenningi. Sýningarhald síðustu ára hefur verið sérlega öflugt, framsækið og mikilvægt fyrir myndlistina í landinu.

„Þrátt fyrir þetta kraftmikla starf hefur safnstjórinn orðið fyrir gegndarlausum árásum“

Þrátt fyrir þetta kraftmikla starf hefur safnstjórinn orðið fyrir gegndarlausum árásum, einelti og undirferli í samvinnu sinni við yfirmenn sína hjá Kópavogsbæ sem hafa hamlað framförum og þróun. Fyrirrennari safnstjóra sagði einnig starfi sínu lausu eftir stutta setu í starfi vegna samskonar samstarfsörðugleika. Báðir voru safnstjórarnir valdir úr stórum hópi umsækjenda og óumdeildir fagmenn innan fagsviðs myndlistar.“

Brotthvarf Jónu Hlífar sé því áfall og ráðgjafanefndin lýsit áhyggjum af framtíð safnastarfs í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, verði faglegur metnaður ekki látinn ráða í starfi safnsins. Í ljósi stöðunnar sjái nefndarmenn sér ekki lengur fært að sitja í ráðgjafanefnd safnsins og segja sig úr henni. Um er að ræða fólk sem hefur mikla vigt innan íslenska myndlistarheimsins. Í nefndinni sátu Ólöf Nordal, myndlistarmaður og prófessor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Jón B. K. Ransu, myndlistarmaður og deildarstjóri við listmálarabraut Myndlistaskólans í Reykjavík og Björg Stefánsdóttir, sérfræðingur í menningarmálum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár