Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íbúð á 345 milljónir til sölu í Reykjavík

Dýr­ustu íbúð­ir Ís­lands­sög­unn­ar eru komn­ar á sölu og fást á allt að 345 millj­ón­ir króna. Fleiri bað­her­bergi en svefn­her­bergi eru í dýr­ustu íbúð­un­um. 70 lúxus­í­búð­ir koma á sölu.

Íbúð á 345 milljónir til sölu í Reykjavík
Bryggjugata Dýrasta gata Reykjavíkur. Mynd: Davíð Þór

„Ég er búinn að vera fasteignasali í yfir tuttugu ár og þessi vara hefur ekki verið á markaði. Þetta er eitthvað annað,“ segir Óskar Harðarson, fasteignasali hjá Mikluborg, sem í dag setti formlega á sölu dýrustu íbúðir Íslandssögunnar, við Bryggjugötu í miðborg Reykjavíkur.

Bryggjugatan liggur samsíða höfninni milli miðborgarinnar og Hörpu. Íbúðirnar eru með útsýni yfir Reykjavíkurhöfn og eru við hliðina á fimm stjörnu hóteli, Reykjavik Edition, sem ráðgert er að verði opnað næsta vor.

Um 1,5 milljónir króna á fermetrann

„Kaupendahópurinn er efnaðir einstaklingar. Þeir eru heima og erlendis. Það hefur ekki verið byggt fyrir þennan hóp síðan Skugginn var byggður,“ segir Óskar.

Árið 2015 var sagt frá því í fréttum að dýrustu íbúðir landsins væru í turni í Skuggahverfinu. Þannig var 136 fermetra íbúð við Vatnsstíg 14–16 sett á sölu á 95 milljónir króna, eða yfir 700 þúsund krónur á fermetra. Það er ekki mikið miðað við dýrustu íbúðir landsins fimm árum síðar. Um 1 til 1,6 milljónir króna eru settar á hvern fermetra dýrari íbúðanna við Bryggjugötuna.

Þannig er 181 fermetra íbúð, með tveimur svefnherbergjum, til sölu á 255 milljónir króna. Þrjú baðherbergi eru í íbúðinni, sem skýrist af því að sérbaðherbergi er inn af báðum svefnherbergjum. Þannig eru fleiri baðherbergi en svefnherbergi.

Dýrasta íbúð landsins, svo vitað sé, er hins vegar íbúð 501, á efstu hæð Bryggjugötu 4. Hún er 210 fermetrar að stærð og kostar 345 milljónir króna, rúmlega 1,6 milljónir króna á fermetrann. 

Starfandi húsvörður verður á staðnum. Innréttingar eru frá Ítalíu, sex mismunandi klæðningar eru á húsinu og beinn aðgangur verður í margar íbúðirnar úr lyftu. Óskar segir að byggingarkostnaður sé þrefalt hærri en að jafnaði, vegna staðsetningarinnar, efnisins og frágangsins.

„Það hefur margt breyst frá árinu 2015,“ segir Óskar.

Fasteignamarkaðurinn rís í kreppu

COVID-faraldurinn frestaði því að íbúðir á Bryggjugötu færu á sölu, en engu að síður hefur verið mikið líf á fasteignamarkaði í sumar. 

Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í gær kom fram að sölutími íbúða hefur styst úr 59 dögum í byrjun árs í 43 daga í ágúst. Það er stysti sölutíminn frá því mælingar hófust árið 2013.

Verð íbúða hefur hækkað um 3,9 prósent síðustu 12 mánuði, en sérbýli um 11 prósent. Um 29 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldust á eða yfir ásettu verði í júlí.

Fjöldi lúxusíbúða streymir á markað

Til viðbótar við lúxusíbúðirnar á Bryggjugötu eru til sölu íbúðir á Geirsgötu 17. Þar fæst 170 fermetra íbúð með tveimur svefnherbergjum á 198 milljónir króna.

Íbúðirnar skilast án gólfefna, en með kvarsborðplötum, marmaraflísum á borði og eldhústækjum frá Miele og Liebherr. Hitastigi, lýsingu, gluggatjöldum og sjónvarpi er stýrt með snjallheimiliskerfi.

Samtals er Miklaborg að setja 71 nýjar lúxusíbúð á sölu við Bryggjugötu, Geirsgötu og göngugötuna Reykjastræti. Ekki hefur sambærilegur fjöldi lúxusíbúða komið á markað frá því að Skuggahverfið var í byggingu. Erfitt er að fullyrða endanlega um hæsta söluverð íbúðar á Íslandi, þar sem sumar dýrustu eignirnar fara í sölu án þess að vera auglýstar opinberlega.

Dýrustu íbúðirnar við höfnina eru hins vegar enn ekki komnar í sölu.  Íbúðir á efstu hæðum í nýju fjölbýlishúsunum í miðborginni eru stærri og enn óbirtar. Íbúð 601 á Bryggjugötu 4 er um 350 fermetrar og má því búast við töluvert hærra verði en þeirri sem nú er til sölu á 345 milljónir króna. Kynning á íbúðunum má sjá hér á vef Austurhafnar

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár