Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

143. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um ýmislegt varðandi górilluapa

143. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um ýmislegt varðandi górilluapa

Hér er gærdagsþrautin.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða íslensk hljómsveit gaf út hljómplötu þá sem hér að ofan má sjá skjáskot af?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða landi er mest ræktað af maís?

2.   Í vinsælli bók, sem kom út í Bandaríkjunum 2012, segir höfundurinn Gillian Flynn frá hjónunum Nick og Amy Dunne sem flytjast frá stórborg og í hálfgerða sveitaborg, þar sem þau ætla að finna hamingjuna. En hamingjan finnst ekki, þvert á móti týnist bæði hún og annað. Árið 2014 var gerð bíómynd þar sem Ben Affleck og Rosamund Pike léku hjónin. Hvað heita sagan og bíómyndin?

3.   „I scream, you scream, we all scream for ...“ Hvaða orð vantar?

4.   Hvar var biskupsstóllinn norðanlands fyrr á tímum?

5.   Hvað heitir elsta barn Elísabetar Bretadrottningar?

6.   Hver lék Silvíu Nótt?

7.   Hvaða bær er í austur við þjóðveginn frá Hellu á Rangárvöllum?

8.   Hver orti ljóðið Áfanga, sem svo hefst: „Liðið er hátt á aðra öld; / enn mun þó reimt á Kili, / þar sem í snjónum bræðra beið / beisklegur aldurtili; / skuggar lyftast og líða um hjarn / líkt eins og mynd á þili; / hleypur svo einn með hærusekk, /hverfur í dimmu gili.“

9.   Hvað heitir höfuðborgin á Indlandi?

10.   Typpi á nútímakarlmönnum munu vera um 13 sentímetra löng að meðaltali - í fullri reisn. En hversu löng að meðaltali eru typpi frænda okkar górilluapans, einnig í fullri reisn? Hér má skeika 2 sentímetrum til að frá.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Bandaríkjunum.

2.   Gone Girl - eða Hún er horfin, eins og bókin heitir í íslenskri þýðingu.

3.   Icecream.

4.   Að Hólum.

5.   Karl prins.

6.   Ágústa Eva.

7.   Hvolsvöllur.

8.   Jón Helgason.

9.   Dehlí, eða Nýja Dehlí.

10.   4 sentímetrar, svo rétt telst allt frá 2 til 6 sentímetra.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið af plötuumslaginu, sem sést efst, sýnir hluta af umslagi plötunnar Kirsuber.

Platan kom út 1991 og var þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Nýdönsk.

Hér til hliðar má sá umslagið í heild.

***

Síðari aukaspurning:

Á myndinni er söngstjarnan Billie Eilish fyrir nokkrum árum.

***

Og hér er þrautin frá því í gær, aftur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár