Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Jón Baldvin fer rangt með málsatvik

Lýs­ing Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar á máls­at­vik­um varð­andi kæru Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ur á hend­ur hon­um er ekki rétt. Rík­is­sak­sókn­ari taldi að fram­ferði Jóns Bald­vins hefðu getað varð­að brot á ís­lensk­um hegn­ing­ar­lög­um. Sök­um þess að meint brot voru fram­in er­lend­is var mál­ið lát­ið nið­ur falla.

Jón Baldvin fer rangt með málsatvik
Kærði Jón Baldvin fyrir ósæmilegar bréfaskriftir Guðrún kærði Jón Baldvin meðal annars fyrir að hafa sent sér bréf þar sem hann lýsti samförum sínum og Bryndísar eiginkonu sinnar.

Jón Baldvin Hannibalsson fer ekki rétt með málsatvik í grein sinni í Morgunblaðinu í dag þegar hann lýsir kæru Guðrúnar Harðardóttur á hendur sér. Guðrún kærði Jón Baldvin árið 2005 fyrir að hafa á árunum 1994 til 2001 brotið gegn sér kynferðislega með áreitni í eigin persónu og með bréfaskriftum. Ríkissaksóknari felldi niður rannsókn máls á hendur Jóni Baldvin sökum þess að þó að bréfaskriftir hans kynnu að vera brot íslenskum hegningarlögum hefðu þau flokkast undir lagabrot í Venesúela, en bréfin voru bæði send og móttekin utan landsteinanna.

Í greininni í Morgunblaðinu greinir Jón Baldvin frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur honum vegna kynferðisbrots. Lýsir Jón Baldvin því að umrædd kæra sé seinasta útspilið í skipulagðri aðför að mannorði hans og Bryndísar Schram, eiginkonu hans, sem hann segir að hafa staðið yfir í tæpa tvo áratugi.

Í grein sinni í dag lýsir Jón Baldvin því að Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar, hafi lagt fram lögreglukæru á hendur honum árið 2005. „Mér var gefið að sök að hafa borið sólarvörn á barnskroppa í viðurvist eiginkonu og dætra tæpum áratug áður. Sakarefni þóttu ekki trúverðug og var vísað frá.“

Kærður fyrir ósæmileg bréfaskrif

Guðrún kærði hins vegar Jón Baldvin fyrir annað og meira en þetta og ekki var úrskurðað að sakarefnið þætti ótrúverðugt.

Kæra Guðrúnar gegn Jóni Baldvin sneri meðal annars að ítrekuðum bréfaskrifum hans til hennar á árunum 1998 og árið 2001 sem ollu henni óþægindum og ótta. Til viðbótar lýsti hún því í kærunni að Jón Baldvin hefði snert hana óþægilega mikið á sólaströnd árið 1994 og árið 1999 hefði hann reynt að kyssa hana, sökum þess að hún væri með tungulokk og Jón Baldvin hafi lýst því að hann hefði aldrei kysst stelpu með pinna í tungunni. Guðrún lýsti því enn fremur að í tvígang hefði hún vaknað upp með Jón Baldvin inni í herbergi sínu eða fyrir utan það að nóttu, þegar hún var 13 til 14 ára. Guðrún er fædd 1984 og er dóttir Magdalenu Schram heitinnar, systur Bryndísar eiginkonu Jóns Baldvins.

Bréf Guðrúnar og lýsingar á áreiti Jóns Baldvins voru birt í Nýju lífi árið 2012. Bréfin sem Guðrún fékk frá Jóni Baldvin og hún kærði hann fyrir voru annars vegar skrifuð árið 1998, þegar hún er 14 ára, og hins vegar árið 2001 þegar hún er 16 til 17 ára. Fyrrnefndu bréfunum lýsti Guðrún þannig að þau hafi verið einkennileg fyrst en enn skrýtnari þegar hann hafi farið að biðja hana um að segja ekki frá því að hann stæði í bréfaskriftunum. Þá fór hann að senda henni bréfin í skólann til hennar en ekki heim.

„Það var þegar ég fékk bréfið sem hann skrifar í Tallin sem ég varð hrædd“

Það voru hins vegar tvö bréf sem Jón Baldvin sendi Guðrúnu árið 2001, þegar hún var skiptinemi í Venesúela, sem voru enn augljósari kynferðisleg áreitni. Annað bréfið skrifaði hann frá Tallin i Eistlandi. „Það var þegar ég fékk bréfið sem hann skrifar í Tallin sem ég varð hrædd,“ sagði Guðrún í viðtali við Nýtt líf árið 2012. Það bréf sendi Jón Baldvin frá Washington, þó það hafi verið skrifað í Eistlandi, en hann var á þessum tíma sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Í því bréfi lýsti hann samskiptum sínum við vændiskonur og tengdi umræðuna við Guðrúnu. Í bréfinu stóð meðal annars: „Í A-Evrópu er alltaf fullt af háklassahórum á slíkum stað. Til að fá frið bauð ég einni með mér í mat. Hún var cirka 18 (ert þú ekki að nálgast það?)“

Hvatti Jón Baldvin Guðrún síðan til að skrifa sér til baka í sendiráðið og bað hana um að merkja bréfið „PRIVAT“. Í niðurlagi bréfsins skrifar hann: „Ég tek auðvitað ekki við bréfi frá þínum ungmeyjarblóma nema þú segir mér einlæglega frá vöku og draumi, lífi og losta, og nóttinni í frumskóginum (eða kaþólska skólanum). Skilurðu?“

Lýsti samförum sínum og Bryndísar konu sinnar

Með seinna bréfinu sem Jón Baldvin sendi Guðrúnu til Venesúela sendi hann henni bókina In Praise of the Stepmother eftir Mario Vargas Llosa. Í bréfinu skrifaði Jón Baldvin um bókina: „Ég lét Bryndísi les‘ana. Það vakti með henni lostafulla værð, svo ég færði mig nær og tók að ríða henni í hægum takti og hún stundi þungt eins og skógardís undir sígröðum satyríkon (maður fyrir ofan mitti – hreðjamikill geithafur að neðan og serðir konur án afláts í draumaheimum grískrar goðsögu. Allavega áhrifamikil saga. Og tilvalin rökkurlesning fyrir unga stúlku sem er hætt að vera barn og er (bráðum?) orðin kona.“

Fyrir þessi skrif kærði Guðrún Jón Baldvin árið 2005 til lögreglunnar í Reykjavík, fyrir kynferðisbrot. Í desember sama ár var henni tilkynnt að ekki þætti ástæða til að hefja lögreglurannsókn þar eð brotin teldust fyrnd og auk þess hefðu þau bæði búið erlendis þegar meint brot hefðu átt sér stað. Guðrún kærði þá niðurstöðu og í janúar 2006 felldi ríkissaksóknari niðurfellinguna úr gildi og fyrirskipaði rannsókn á málinu.

Jón Baldvin var kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu og játaði að hafa skrifað bæði síðastöldu bréfin. Hann viðurkenndi að hafa gengið of langt með ritun seinna bréfsins en hann hefði verið undir áhrifum áfengis og undir áhrifum af bókinni. Hann neitaði því þó að hafa haft nokkuð kynferðislegt í huga.

Málið fellt niður sökum þess að meint brot voru framin erlendis

Ríkissaksóknari felldi niður málið á hendur Jóni Baldvin 29. mars árið 2007. Í ákvörðunni þar um kemur fram að síðasttalda bréfið, þar sem Jón Baldvin lýsir fyrir Guðrúnu samförum sínum við Bryndísi, hafi helst komið til skoðunar sem blygðunarsemisbrot.

„Sú háttsemi kærða að senda kæranda bréf, frá Washington D.C. til Venesúela, þar sem hann lýsir samförum við eiginkonu sína, móðursystur kæranda, kann að mati ríkissaksóknara að falla undir verknaðarlýsingu 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940,“ segir í ákvörðun Ríkissaksóknara. Lagaákvæðið sem ríkissaksóknari vísar til snýr að „lostugu athæfi“ sem „særir blygðunarsemi“.

Önnur sakarefni hafi ýmist verið fyrnd, ekki refsiverð samkvæmt íslenskum lögum eða ekki þótt líkleg til sakfellingar.

Í ákvörðun ríkissaksóknara kom fram að sökum þess að meint brot hafi verið framið á erlendri grundu sé ekki heimilt samkvæmt íslenskum hegningarlögum að refsa fyrir það, nema því aðeins að um brot á lögum þess ríkis sem brotið var framið í hafi einnig verið að ræða. Samkvæmt lögum í Venesúela er skilyrt að brot gegn blygðunarsemi séu framin á almannafæri til að þau séu refsiverð. Jón Baldvin hafi hins vegar skrifað Guðrúnu bréf og því sé ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár