Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

142. spurningaþraut: Hvar er drekinn þegar allt kemur til alls?

142. spurningaþraut: Hvar er drekinn þegar allt kemur til alls?

Þrautin frá í gær!

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast sú ofurhetja sem sést á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar, 10 af öllu tagi:

1.   Örlítil eðlisfræði: Eftir því sem best er vitað nú um stundir eru það fjórir kraftar sem sjá um að halda hlutum saman, jafnt smæstu öreindum sem hinum stærstu hlutum alheimsins. Rafsegulkraftur heitir einn, veiki kjarnakrafturinn annar og sá þriðji er sterki kjarnakrafturinn. En hvað heitir sá fjórði og síðasti?

2.   Þann 14. apríl 2010 hófst mikið eldgos í Eyjafjallajökli og stóð alls í 39 daga. Daginn áður en gosið hófst, þá lauk hins vegar mun minna eldgosi sem hafði hafist þann 20. mars. Hvar varð þetta litla gos?

3.   Hvaða rithöfundur skrifaði bækurnar Afdalabarn, Hrundar vörður; Sæla sveitarinnarÞar sem brimaldan brotnar, Römm er sú taug, Ölduföll, Svíður sárt brenndum, Á ókunnum slóðum, Í heimahögum, Stýfðar fjaðrirHvikul er konuástSólmánaðardagar í Sellandi, Dregur ský fyrir sól, Náttmálaskin, Gulnuð blöð og Utan frá sjó?

4.   Hvað heitir eiginmaður Bretadrottningar?

5.   Hvaða fljót fellur um Rómaborg?

6.   Í hvaða hluta mannslíkams er „drekinn“ eða „hippocampus“?

7.   Hvar voru vetrarólympíuleikarnir haldnir árið 2018?

8.   Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað langflest mörk (79) fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Í öðru sæti er öflugur miðjuspilari sem leikið hefur víða á alllöngum ferli, bæði hér og erlendis, þar á meðal á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Hún er nú hætt með landsliðinu svo mörkin hennar 37 verða ekki fleiri. Hvað heitir hún?

9.   Hvað hét fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn?

10.   Teiknimyndaserían The Simpsons er sú sjónvarpssería vestanhafs sem lengst hefur gengið og er raunar enn í gangi. Í næstu sætum eru tvær útgáfur Law and Order, og svo kabbojaþátturinn Gunsmoke. Í fimmta sæti er aftur sería sem gekk í 19 og þar var dýr í aðalhlutverki. Hvað hét það dýr?

***

Og seinni aukaspurningin:

Hvað heita þessi hjón?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þyngdarkrafturinn, öðru nafni aðdráttaraflið.

2.   Á Fimmvörðuhálsi.

3.   Guðrún frá Lundi.

4.   Filippus.

5.   Tíber.

6.   Í heilanum.

7.   Pyeongchang eða Pjongjang.

8.   Hólmfríður Magnúsdóttir.

9.   Júrí Gagarín.

10.   Lassie, og var hundur.

***

Svör við aukaspurningum:

Chadwick Boseman

Myndin efst sýnir ofurhetjuna Svarta hlébarðann eða Black Panter, sem Chadwick heitinn Boseman þótti túlka eftirminnilega.

Neðri myndin sýnir aftur á móti Mikhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, og Raísu eiginkonu hans.

Á myndinni hér að neðan má sá þau ögn síðar á ævinni og við eitthvert alvarlegra tilefni.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár