Hlekkurinn á þrautina frá í gær, hér er hann.
***
Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir hljómsveitin sem er að troða upp á myndinni hér að ofan? Takið eftir orðalagi spurningarinnar.
***
Aðalspurningar:
1. Gætinn íslenskur stjórnmálamaður vildi ekki taka of stórt upp í sig þegar ótíðindi bárust. Hann tamdi sér að svara fréttum af því tagi með orðunum: „Ég lít þetta alvarlegum augum.“ Hver var þessi stjórnmálamaður?
2. Árið 2008 var frumsýnd kvikmynd á vegum Marvel-fyrirtækisins ameríska um ofurhetjur nokkrar. Þessi mynd markaði uphaf ótrúlega umfangsmikillar og arðvænlegrar framleiðslu á Marvel-myndum og nú þegar eru þær orðnar 23. Hvað hét þessi fyrsta mynd í Marvel-seríunni?
3. Landlukt eru þau ríki sem eiga engan aðgang að sjó. Tvö ríki í heiminum eru „tvisvar sinnum landlukt“ ef svo má segja. Það er að segja þau eiga eingöngu landamæri að ríkjum sem einnig eru landlukt. Annað þessara ríkja er að finna í Evrópu. Hvað er það?
4. Hitt tvisvar sinnum landlukta ríkið er í Asíu, og er umlukt hvorki fleiri né færri en fimm landluktum ríkjum. Hvað heitir það?
5. Hver varð forsætisráðherra Breta vorið 1940?
6. Hver var hættulegasti keppinautur Donalds Trumps um forsetaembættið í Bandaríkunum 2016?
7. Hvað heitir forsetafrú Íslands?
8. Hvað heitir bæjarstjórinn á Akureyri?
9. Kaffibarinn er sennilega frægasta vínveitingahúsið í Reykjavík. Við hvaða götu stendur Kaffibarinn?
10. Hvað heitir Jóakim Aðalönd á ensku?
***
Og seinni aukaspurningin er einfaldlega:
Útlínur hvaða lands má sjá hér?

Og þá koma svörin við aðalspurningunum:
1. Geir Hallgrímsson.
2. Iron Man.
3. Liechtenstein er umkringt hinum landluktu Sviss og Austurríki.
4. Úsbekistan er umlukt hinum landluktu Kasakstan, Tajikistan, Kyrgyztan, Turkmenistan og Afganistan.
5. Winston Churchill.
6. Hillary Clinton.
7. Eliza Reid.
8. Ásthildur Sturludóttir.
9. Bergstaðastræti.
10. Scrooge McDuck.
***
Myndin, er fylgir fyrri aukaspurningunni, sýnir hljómsveitina E Street Band.
Það er ekki nóg að segja hljómsveit Bruce Springsteens, þar eð skýrt og greinilega var spurt um nafn hljómsveitarinnar sjálfrar.
***
Útlínurnar í seinni spurningunni eru útlínur Svíþjóðar.
***
Athugasemdir