Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

141. spurningaþraut: Landlukt lönd og ofurhetjur, og margt fleira

141. spurningaþraut: Landlukt lönd og ofurhetjur, og margt fleira

Hlekkurinn á þrautina frá í gær, hér er hann.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir hljómsveitin sem er að troða upp á myndinni hér að ofan? Takið eftir orðalagi spurningarinnar.

***

Aðalspurningar:

1.   Gætinn íslenskur stjórnmálamaður vildi ekki taka of stórt upp í sig þegar ótíðindi bárust. Hann tamdi sér að svara fréttum af því tagi með orðunum: „Ég lít þetta alvarlegum augum.“ Hver var þessi stjórnmálamaður?

2.   Árið 2008 var frumsýnd kvikmynd á vegum Marvel-fyrirtækisins ameríska um ofurhetjur nokkrar. Þessi mynd markaði uphaf ótrúlega umfangsmikillar og arðvænlegrar framleiðslu á Marvel-myndum og nú þegar eru þær orðnar 23. Hvað hét þessi fyrsta mynd í Marvel-seríunni?

3.   Landlukt eru þau ríki sem eiga engan aðgang að sjó. Tvö ríki í heiminum eru „tvisvar sinnum landlukt“ ef svo má segja. Það er að segja þau eiga eingöngu landamæri að ríkjum sem einnig eru landlukt. Annað þessara ríkja er að finna í Evrópu. Hvað er það?

4.   Hitt tvisvar sinnum landlukta ríkið er í Asíu, og er umlukt hvorki fleiri né færri en fimm landluktum ríkjum. Hvað heitir það?

5.   Hver varð forsætisráðherra Breta vorið 1940?

6.   Hver var hættulegasti keppinautur Donalds Trumps um forsetaembættið í Bandaríkunum 2016?

7.   Hvað heitir forsetafrú Íslands?

8.   Hvað heitir bæjarstjórinn á Akureyri?

9.   Kaffibarinn er sennilega frægasta vínveitingahúsið í Reykjavík. Við hvaða götu stendur Kaffibarinn?

10.   Hvað heitir Jóakim Aðalönd á ensku?

***

Og seinni aukaspurningin er einfaldlega:

Útlínur hvaða lands má sjá hér?

 Og þá koma svörin við aðalspurningunum:

1.   Geir Hallgrímsson.

2.   Iron Man.

3.   Liechtenstein er umkringt hinum landluktu Sviss og Austurríki.

4.   Úsbekistan er umlukt hinum landluktu Kasakstan, Tajikistan, Kyrgyztan, Turkmenistan og Afganistan.

5.   Winston Churchill.

6.   Hillary Clinton.

7.   Eliza Reid.

8.   Ásthildur Sturludóttir.

9.   Bergstaðastræti.

10.   Scrooge McDuck.

***

Myndin, er fylgir fyrri aukaspurningunni, sýnir hljómsveitina E Street Band.

Það er ekki nóg að segja hljómsveit Bruce Springsteens, þar eð skýrt og greinilega var spurt um nafn hljómsveitarinnar sjálfrar.

***

Útlínurnar í seinni spurningunni eru útlínur Svíþjóðar.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár