Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

139. spurningaþraut: Hin ógæfusama drottning sem ríkti bara í níu daga

139. spurningaþraut: Hin ógæfusama drottning sem ríkti bara í níu daga

Hlekkur þessi er á þraut gærdagsins.

***

Aukaspurningar:

Sú fyrri:

Á myndinni hér að ofan má sjá teiknimyndahetjuna Dodda ásamt ónefndri persónu. Hver skrifaði textann í hinum upphaflegu sögum um Dodda?

***

Aðalspurningar:

1.   Í Biblíusögunum segir frá því að Davíð nokkur hafi verið mikilfenglegasti kóngur Ísraelsmanna til forna. Hann sló í gegn ungur að árum þegar hann sigraði risann Golíat. En í þjónustu hverra var Golíat?

2.   Eftir langan feril sem kóngur dó Davíð, eins og lög gera ráð fyrir. Þá tók við völdum í Ísraelsríki sonur hans og varð frægð hans litlu minni en Davíðs. Hvað hét sonurinn?

3.   Árið 1990 sendi bandaríska geimferðastofnunin NASA stjörnusjónauka út í geiminn, sem olli byltingu í stjörnuathugunum. Reglulega síðustu 30 árin hafa borist frá sjónaukanum nýjar og merkilegar myndir sem auka á þekkingu okkar á alheiminum. Búist er við að sjónaukinn geti enst í 10-20 ár enn. Hvað kallast hann?

4.   Í hvaða borg gerast sögur Elenu Ferrante um framúrskarandi vinkonu?

5.   Hvað hét síðasta plata Bítlanna, sem út kom eftir að þeir voru í raun hættir störfum?

6.   Gadus morhua heitir á latínu fiskur einn, sem heitir á hollensku kabeljauw, á kúrdísku cinsek masî, á ungversku tőkehal og á hindí कॉड. Hvað heitir gadus morhua á íslensku?

7. Halldór Helgason er einn af kunnustu íþróttamönnum á Íslandi og hefur verið síðustu árin. Hann er að vísu ótrúlega lítið þekktur hér á landi en erlendis fylgjast margir með honum og hafa gert síðan hann sló ærlega í gegn á alþjóðlegu móti árið 2010. Hver er hans íþróttagrein?

8. Hvað heitir rússneski stjórnarandstæðingurinn sem veiktist hastarlega fyrir örfáum vikum og sagt er að rússnesk stjórnvöld hafi látið eitra fyrir honum? Hér dugar eftirnafn.

9. Forseti bandarísku fulltrúadeildarinnar var um daginn staðinn að grímulausum hárþvotti. Hvað heitir þessi forseti? Hér dugar líka eftirnafn.

10. Árið 1553 dó á Englandi Játvarður kóngur 7. sem var aðeins 15 ára, sonur Hinriks 8. Hinn ungi Játvarður átti tvær eldri systur en leitaðist á banabeðinu við að útiloka þær frá hásætinu, með því að útnefna sem erfingja sinn frænku sína, sem var dótturdóttir föðursystur hans. Þessi frænka, sem var 16 ára gömul, varð því drottning yfir Englandi. En aðeins níu dögum síðar veltu stuðningsmenn Maríu systur Játvarðar ungu stúlkunni frá völdum og hún var hálshöggvin. Hún er stundum kölluð „níu daga drottningin“. Hvað hét hún?

***

Síðari aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd eða bíómyndaröð er þetta skjáskot?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Filistea.

2.   Salómon.

3.   Hubble.

4.   Napólí.

5.   Let It Be.

6.   Þorskur.

7.   Snjóbretti.

8.   Navalny.

9.   Nancy Pelosi.

10.   Jane, á Englandi oft kölluð Lady Jane.

***

Svar við fyrri aukaspurningu:

Enid Blyton.

Svar við síðari aukaspurningu:

Hungurleikarnir, eða Hunger Games.

Hér má sjá Jennifer Lawrence í hlutverki sínu í einni myndanna.

***

Hér er svo aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár