Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji beinir myndbandi sínu að börnum

Gera má ráð fyr­ir því að stór hluti áhorf­enda á mynd­band Sam­herja þar sem málsvörn þeirra gegn RÚV birt­ist séu börn. Fyr­ir­tæk­ið keypti kostað­ar, sjálfspilandi birt­ing­ar á mynd­band­inu tengd­ar við barna­efni eins og Stubb­ana á Youtu­be. Í siða­regl­um ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa er ákvæði gegn slík­um birt­ing­um.

Samherji beinir myndbandi sínu að börnum
Samherji kaupir birtingar Samherji hrósar sér af því að 85 þúsund manns hafi séð síðasta myndband fyrirtækisins. Það stenst hins vegar ekki skoðun.

Útgerðarfyrirtækið Samherji keypti auglýsingapláss á Youtube og birti þar nýjasta myndband sitt þar sem málsvörn fyrirtækisins er sett fram. Í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Samherja í gær hreykir fyrirtækið sér af því að 85 þúsund manns hafi horft á myndbandið sem ber yfirskriftina Óheiðarleg vinnubrögð Ríkisútvarpsins. Meðal þess efnis sem auglýsing Samherja hefur verið tengd við er barnaefni, til að mynda efni fyrir yngsta aldurshópinn eins og bresku teiknimyndirnar um Stubbana.

Í yfirlýsingu Samherja segir að ríflega 85 þúsund manns hafi horft á umræddan þátt. Sú fullyrðing heldur ekki vatni þar eð um er að ræða spilanir. Í hvert skipti sem keypt sjálfspilandi auglýsing Samherja hefur spilast í 30 sekúndur eða meira telst það vera ein spilun. Hafi því til dæmis sama barnið horft á sjálfspilandi Youtube rás þar sem myndband Samherja hefur spilast fimm sinnum jafngildir það fimm spilunum. Samherji kýs hins vegar að túlka tölurnar sem svo að einn einstaklingur hafi horft á þáttinn miðað við hverja slíka spilun, alls 85 þúsund manneskjur. 

Myndband tengt barnaefniSem sjá má er dreifing á myndbandi Samherja keypt og tengd við efni sem beinist beint að börnum.

Fjöldi manns hefur lýst því að síðustu daga hafi myndband Samherja birst því sem auglýsing á undan myndböndum á Youtube eða það hafi birst sem keypt sjálfspilandi efni eftir áhorf á ákveðin myndbönd en virkni Youtube er með þeim hætti að miðillinn spilar annað efni sjálfvirkt að loknu því myndbandi sem fólk hefur valið að horf á.

Samherji og Prumpufólkið

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, birti í gærkvöldi færslu á Twitter þar sem hann vakti athygli á að auglýsing Samherja hefði meðal annars birst við áhorf á íslensk barnalög sem finna má á Youtube. Þannig er myndband Samherja tengt við lag tónlistarmannsins Dr. Gunna um Prumpufólkið og einnig við Stubbana á íslensku. Fleiri hafa bent á að börnin þeirra hafi fengið myndbandið í spilun þegar horft hafi verið á efni á Youtube.

Í 6. grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðsetningu segir að auglýsingar skuli þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á um að um auglýsingar sé að ræða. Í 7. grein sömu laga segir að auglýsingar skuli miðast við að börn sjái þær og heyri og megi þær ekki misbjóða þeim. Þá verði að sýna sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau.

Þá segir í 18. grein siðareglna Sambands íslenskra auglýsingastofa, þar sem fjallað er um börn og unglinga, að „ekki ætti að auglýsa vörur sem ekki henta börnum eða unglingum í miðlum sem sérstaklega er beint til þeirra.“

Stundin hafði samband við umboðsmann barna til að leita álits embættisins á málinu. Í svörum umboðsmanns kom fram að embættið hefði ekki haft tök á að kynna sér birtingu myndbandanna í tengslum við umrætt barnaefni og gæti því ekki tjáð sig um þau að svo stöddu. Sömu svör fengust hjá Neytendastofu en ekki náðist samband við formann Fjölmiðlanefndar fyrir birtingu fréttarinnar. 

Uppfært kl. 13:15.

Einar Hugi Bjarnason, formaður Fjölmiðlanefndar, segir að ekkert erindi hafi borist nefndinni varðandi umræddar birtingar Samherja. Þá hafi nefndin fyrst nú í morgun orðið áskynja um málið. Spurður hvort nefndin geti tekið mál af þessu tagi fyrir af eigin frumkvæði svarar Einar Hugi því til að ekkert sé því til fyrirstöðu en engin ákvörðun þar um hafi verið tekin. Nefndin komi saman á reglubundnum fundi í næstu viku og mögulega verði málið skoðað þá.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár