Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji beinir myndbandi sínu að börnum

Gera má ráð fyr­ir því að stór hluti áhorf­enda á mynd­band Sam­herja þar sem málsvörn þeirra gegn RÚV birt­ist séu börn. Fyr­ir­tæk­ið keypti kostað­ar, sjálfspilandi birt­ing­ar á mynd­band­inu tengd­ar við barna­efni eins og Stubb­ana á Youtu­be. Í siða­regl­um ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa er ákvæði gegn slík­um birt­ing­um.

Samherji beinir myndbandi sínu að börnum
Samherji kaupir birtingar Samherji hrósar sér af því að 85 þúsund manns hafi séð síðasta myndband fyrirtækisins. Það stenst hins vegar ekki skoðun.

Útgerðarfyrirtækið Samherji keypti auglýsingapláss á Youtube og birti þar nýjasta myndband sitt þar sem málsvörn fyrirtækisins er sett fram. Í yfirlýsingu sem birtist á vefsíðu Samherja í gær hreykir fyrirtækið sér af því að 85 þúsund manns hafi horft á myndbandið sem ber yfirskriftina Óheiðarleg vinnubrögð Ríkisútvarpsins. Meðal þess efnis sem auglýsing Samherja hefur verið tengd við er barnaefni, til að mynda efni fyrir yngsta aldurshópinn eins og bresku teiknimyndirnar um Stubbana.

Í yfirlýsingu Samherja segir að ríflega 85 þúsund manns hafi horft á umræddan þátt. Sú fullyrðing heldur ekki vatni þar eð um er að ræða spilanir. Í hvert skipti sem keypt sjálfspilandi auglýsing Samherja hefur spilast í 30 sekúndur eða meira telst það vera ein spilun. Hafi því til dæmis sama barnið horft á sjálfspilandi Youtube rás þar sem myndband Samherja hefur spilast fimm sinnum jafngildir það fimm spilunum. Samherji kýs hins vegar að túlka tölurnar sem svo að einn einstaklingur hafi horft á þáttinn miðað við hverja slíka spilun, alls 85 þúsund manneskjur. 

Myndband tengt barnaefniSem sjá má er dreifing á myndbandi Samherja keypt og tengd við efni sem beinist beint að börnum.

Fjöldi manns hefur lýst því að síðustu daga hafi myndband Samherja birst því sem auglýsing á undan myndböndum á Youtube eða það hafi birst sem keypt sjálfspilandi efni eftir áhorf á ákveðin myndbönd en virkni Youtube er með þeim hætti að miðillinn spilar annað efni sjálfvirkt að loknu því myndbandi sem fólk hefur valið að horf á.

Samherji og Prumpufólkið

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, birti í gærkvöldi færslu á Twitter þar sem hann vakti athygli á að auglýsing Samherja hefði meðal annars birst við áhorf á íslensk barnalög sem finna má á Youtube. Þannig er myndband Samherja tengt við lag tónlistarmannsins Dr. Gunna um Prumpufólkið og einnig við Stubbana á íslensku. Fleiri hafa bent á að börnin þeirra hafi fengið myndbandið í spilun þegar horft hafi verið á efni á Youtube.

Í 6. grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðsetningu segir að auglýsingar skuli þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á um að um auglýsingar sé að ræða. Í 7. grein sömu laga segir að auglýsingar skuli miðast við að börn sjái þær og heyri og megi þær ekki misbjóða þeim. Þá verði að sýna sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau.

Þá segir í 18. grein siðareglna Sambands íslenskra auglýsingastofa, þar sem fjallað er um börn og unglinga, að „ekki ætti að auglýsa vörur sem ekki henta börnum eða unglingum í miðlum sem sérstaklega er beint til þeirra.“

Stundin hafði samband við umboðsmann barna til að leita álits embættisins á málinu. Í svörum umboðsmanns kom fram að embættið hefði ekki haft tök á að kynna sér birtingu myndbandanna í tengslum við umrætt barnaefni og gæti því ekki tjáð sig um þau að svo stöddu. Sömu svör fengust hjá Neytendastofu en ekki náðist samband við formann Fjölmiðlanefndar fyrir birtingu fréttarinnar. 

Uppfært kl. 13:15.

Einar Hugi Bjarnason, formaður Fjölmiðlanefndar, segir að ekkert erindi hafi borist nefndinni varðandi umræddar birtingar Samherja. Þá hafi nefndin fyrst nú í morgun orðið áskynja um málið. Spurður hvort nefndin geti tekið mál af þessu tagi fyrir af eigin frumkvæði svarar Einar Hugi því til að ekkert sé því til fyrirstöðu en engin ákvörðun þar um hafi verið tekin. Nefndin komi saman á reglubundnum fundi í næstu viku og mögulega verði málið skoðað þá.

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár