Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Klukkunni ekki seinkað á Íslandi

Stað­ar­tími á Ís­landi verð­ur óbreytt­ur og áfram mið­að við Greenwich-tíma. Þetta er nið­ur­staða rík­is­stjórn­ar­inn­ar eft­ir tveggja ára um­fjöll­un um mál­ið. Ókost­irn­ir tald­ir vega meira en kost­irn­ir.

Klukkunni ekki seinkað á Íslandi
Óbreytt klukka Klukkunni á Íslandi verður ekki breytt. Mynd: Unsplash

Ríkisstjórn Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að klukkan á Íslandi verði óbreytt, eftir tveggja ára umfjöllun um málið. Ekki hafi verið færð nægilega sterk rök fyrir því að breyta klukkunni. Staðartími á Íslandi verður því óbreyttur og áfram miðað við Greenwich-tíma.

Um langa hríð hefur farið fram umræða hérlendis um kosti þess að færa staðartíma á Íslandi nær sólartíma, með því að seinka klukkunni um eina klukkustund. Tilgangur slíkrar breytingar væri að bæta lýðheilsu með auknum svefntíma landsmanna sem auka myndi vellíðan, auka framleiðni og bæta námsárangur og draga úr brottfalli úr skólum.

Í janúar á síðasta ári var málið sett inn í samráðsgátt stjórnvalda til umfjöllunar og leitað eftir áliti þar. Lagðir voru fram þrír valkostir sem fólki var taka mætti afstöðu til; að klukkan yrði áfram óbreytt en fólk hvatt til þess að fara fyrr að sofa; að klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund; eða að klukkan yrði áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefðu starfsemi sína síðar að morgninum. Tæplega 1.600 umsagnir bárust um málið, sem var metþáttaka, og niðurstöður þess samráðs birtar í desember síðastliðnum.

Birtustundum myndi fækka um 13 prósent

Í rökum umsagnaraðila með breytingunni var bent á mikilvægi þess að staðartími ætti að vera í takt við líkamsklukku og að aukin morgunbirta myndi hafa í för með sér að börn og unglingar sæktu skóla í dagsbirtu nær allt skólaárið. Seinkuð líkamsklukka hefði í för með sér neikvæða heilsufarslegar afleiðingar vegna skorts á nætursvefni.

Helstu rök gegn breytingunni voru þau að birtustundum milli klukkan sjö að morgni og ellefu að kvöldi myndu fækkka um 13 prósent yfir árið. Með því myndi dagsbirta skerðast seinnipart dags, sem valda myndi minni útiveru og fela í sér aukna slysahættu. Þá myndi slík breyting sérstaklega skerða lífsgæði þeirra sem búa á stöðum sem eru umluktir háum fjöllum, svo sem á Austfjörðum og Vestfjörðum. Þá myndi aukinn tímamunur milli Íslands og meginlands Evrópu hafa neikvæð áhrif á viðskiptalíf, á flug og ferðaþjónustu.

Þessi rök vega þyngst í ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú. Hins vegar telur ríkisstjórnin mikilvægt að bregðast við misræmi staðartíma og líkamsklukku og er því heilbrigðisráðherra falið að ráðast í fræðsluátak um mikilvægi svefns og kanna svefntíma landsmanna. Þá var mennta- og menningarmálaráðherra falið að taka saman árangur þeirra verkefna þar sem upphafi skóladags hefur verið frestað og leggja mat á. Ennfremur á að ráðast í fleiri slík tilraunaverkefni þar sem fylgst yrði með svefntíma barna og unglinga með slíkum breytingum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu