Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Klukkunni ekki seinkað á Íslandi

Stað­ar­tími á Ís­landi verð­ur óbreytt­ur og áfram mið­að við Greenwich-tíma. Þetta er nið­ur­staða rík­is­stjórn­ar­inn­ar eft­ir tveggja ára um­fjöll­un um mál­ið. Ókost­irn­ir tald­ir vega meira en kost­irn­ir.

Klukkunni ekki seinkað á Íslandi
Óbreytt klukka Klukkunni á Íslandi verður ekki breytt. Mynd: Unsplash

Ríkisstjórn Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að klukkan á Íslandi verði óbreytt, eftir tveggja ára umfjöllun um málið. Ekki hafi verið færð nægilega sterk rök fyrir því að breyta klukkunni. Staðartími á Íslandi verður því óbreyttur og áfram miðað við Greenwich-tíma.

Um langa hríð hefur farið fram umræða hérlendis um kosti þess að færa staðartíma á Íslandi nær sólartíma, með því að seinka klukkunni um eina klukkustund. Tilgangur slíkrar breytingar væri að bæta lýðheilsu með auknum svefntíma landsmanna sem auka myndi vellíðan, auka framleiðni og bæta námsárangur og draga úr brottfalli úr skólum.

Í janúar á síðasta ári var málið sett inn í samráðsgátt stjórnvalda til umfjöllunar og leitað eftir áliti þar. Lagðir voru fram þrír valkostir sem fólki var taka mætti afstöðu til; að klukkan yrði áfram óbreytt en fólk hvatt til þess að fara fyrr að sofa; að klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund; eða að klukkan yrði áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefðu starfsemi sína síðar að morgninum. Tæplega 1.600 umsagnir bárust um málið, sem var metþáttaka, og niðurstöður þess samráðs birtar í desember síðastliðnum.

Birtustundum myndi fækka um 13 prósent

Í rökum umsagnaraðila með breytingunni var bent á mikilvægi þess að staðartími ætti að vera í takt við líkamsklukku og að aukin morgunbirta myndi hafa í för með sér að börn og unglingar sæktu skóla í dagsbirtu nær allt skólaárið. Seinkuð líkamsklukka hefði í för með sér neikvæða heilsufarslegar afleiðingar vegna skorts á nætursvefni.

Helstu rök gegn breytingunni voru þau að birtustundum milli klukkan sjö að morgni og ellefu að kvöldi myndu fækkka um 13 prósent yfir árið. Með því myndi dagsbirta skerðast seinnipart dags, sem valda myndi minni útiveru og fela í sér aukna slysahættu. Þá myndi slík breyting sérstaklega skerða lífsgæði þeirra sem búa á stöðum sem eru umluktir háum fjöllum, svo sem á Austfjörðum og Vestfjörðum. Þá myndi aukinn tímamunur milli Íslands og meginlands Evrópu hafa neikvæð áhrif á viðskiptalíf, á flug og ferðaþjónustu.

Þessi rök vega þyngst í ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú. Hins vegar telur ríkisstjórnin mikilvægt að bregðast við misræmi staðartíma og líkamsklukku og er því heilbrigðisráðherra falið að ráðast í fræðsluátak um mikilvægi svefns og kanna svefntíma landsmanna. Þá var mennta- og menningarmálaráðherra falið að taka saman árangur þeirra verkefna þar sem upphafi skóladags hefur verið frestað og leggja mat á. Ennfremur á að ráðast í fleiri slík tilraunaverkefni þar sem fylgst yrði með svefntíma barna og unglinga með slíkum breytingum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Halla Gunnarsdóttir
4
PistillUppgjör ársins 2024

Halla Gunnarsdóttir

At­lag­an að kjör­um og rétt­ind­um launa­fólks 2024

„Nið­ur­skurð­ar­stefna er sögð eiga að koma jafn­vægi á rík­is­út­gjöld og örva hag­vöxt, en er í raun­inni skipu­lögð leið til að tryggja hag þeirra sem eiga á kostn­að þeirra sem vinna, skulda og leigja,“ skrif­ar Halla Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur VR. Birt­ing­ar­mynd­ir þess­ar­ar stefnu hafi ver­ið marg­þætt­ar á ár­inu sem er að líða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár