Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Steve Bannon handtekinn fyrir fjársvik

Fyrr­ver­andi kosn­inga­ráð­gjafi Trumps ákærð­ur vegna fjár­söfn­un­ar fyr­ir múr á landa­mær­un­um við Mexí­kó

Steve Bannon handtekinn fyrir fjársvik
Steve Bannon Var einn af nánustu ráðgjöfum Trumps þegar hann var í framboði. Mynd: Don Irvine / Flickr

Steve Bannon, fyrrverandi kosningaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir fjársvik af saksóknara í New York. Samkvæmt ákærunni er Bannon sagður hafa svikið fé út úr mörg hundruð þúsund stuðningsmönnum Trumps þegar hann stýrði fjársöfnun á vegum framboðsins. Alls söfnuðust meira en 25 milljónir dollara í þeirri sönun, sem jafngildir tæplega þremur og hálfum milljarði íslenskra króna. Áttu framlögin að renna óskipt til þess að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 

Þrír samstarfsmenn Bannons eru nefndir í ákærunni. Meðal þeirra er Timothy Shea, starfandi yfirmaður bandarísku fíkniefnalögreglunnar (DEA) sem Trump tilnefndi í vor til að stýra embættinu. Í ákærunni á hendur Bannon segir að hann hafi dregið sér um eina milljón dollara úr sjóðnum sem hann notaði að mestu til að standa straum af persónulegum útgjöldum. Samstarfsmenn hans er sagðir hafa tekið þátt í þessu og sjálfir dregið sér minnst 350 þúsund dollara til viðbótar. Þeir hafi fært peningana inn á eigin reikninga í gegnum skúffufyrirtæki sem var skráð sem góðgerðarstofnun og greiddi því ekki skatt.

Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu var rannsókn málsins hafin af rannsóknardeild póstþjónustunnar eða United States Postal Inspection Service (USPIS). Trump forseti hefur undanfarið legið undir ámæli fyrir að minnka fjárveitingar til póstþjónustunnar í þeim tilgangi að hafa áhrif á getu hennar til að flytja utankjörfundaratkvæði í Covid faraldrinum. Kosið verður til forseta í byrjun nóvember og kannanir sýna að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, virðist hafa forskot á Trump í mörgum þeim ríkjum sem mestu máli skipta.

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár