Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Steve Bannon handtekinn fyrir fjársvik

Fyrr­ver­andi kosn­inga­ráð­gjafi Trumps ákærð­ur vegna fjár­söfn­un­ar fyr­ir múr á landa­mær­un­um við Mexí­kó

Steve Bannon handtekinn fyrir fjársvik
Steve Bannon Var einn af nánustu ráðgjöfum Trumps þegar hann var í framboði. Mynd: Don Irvine / Flickr

Steve Bannon, fyrrverandi kosningaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir fjársvik af saksóknara í New York. Samkvæmt ákærunni er Bannon sagður hafa svikið fé út úr mörg hundruð þúsund stuðningsmönnum Trumps þegar hann stýrði fjársöfnun á vegum framboðsins. Alls söfnuðust meira en 25 milljónir dollara í þeirri sönun, sem jafngildir tæplega þremur og hálfum milljarði íslenskra króna. Áttu framlögin að renna óskipt til þess að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 

Þrír samstarfsmenn Bannons eru nefndir í ákærunni. Meðal þeirra er Timothy Shea, starfandi yfirmaður bandarísku fíkniefnalögreglunnar (DEA) sem Trump tilnefndi í vor til að stýra embættinu. Í ákærunni á hendur Bannon segir að hann hafi dregið sér um eina milljón dollara úr sjóðnum sem hann notaði að mestu til að standa straum af persónulegum útgjöldum. Samstarfsmenn hans er sagðir hafa tekið þátt í þessu og sjálfir dregið sér minnst 350 þúsund dollara til viðbótar. Þeir hafi fært peningana inn á eigin reikninga í gegnum skúffufyrirtæki sem var skráð sem góðgerðarstofnun og greiddi því ekki skatt.

Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu var rannsókn málsins hafin af rannsóknardeild póstþjónustunnar eða United States Postal Inspection Service (USPIS). Trump forseti hefur undanfarið legið undir ámæli fyrir að minnka fjárveitingar til póstþjónustunnar í þeim tilgangi að hafa áhrif á getu hennar til að flytja utankjörfundaratkvæði í Covid faraldrinum. Kosið verður til forseta í byrjun nóvember og kannanir sýna að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, virðist hafa forskot á Trump í mörgum þeim ríkjum sem mestu máli skipta.

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár