Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Steve Bannon handtekinn fyrir fjársvik

Fyrr­ver­andi kosn­inga­ráð­gjafi Trumps ákærð­ur vegna fjár­söfn­un­ar fyr­ir múr á landa­mær­un­um við Mexí­kó

Steve Bannon handtekinn fyrir fjársvik
Steve Bannon Var einn af nánustu ráðgjöfum Trumps þegar hann var í framboði. Mynd: Don Irvine / Flickr

Steve Bannon, fyrrverandi kosningaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir fjársvik af saksóknara í New York. Samkvæmt ákærunni er Bannon sagður hafa svikið fé út úr mörg hundruð þúsund stuðningsmönnum Trumps þegar hann stýrði fjársöfnun á vegum framboðsins. Alls söfnuðust meira en 25 milljónir dollara í þeirri sönun, sem jafngildir tæplega þremur og hálfum milljarði íslenskra króna. Áttu framlögin að renna óskipt til þess að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 

Þrír samstarfsmenn Bannons eru nefndir í ákærunni. Meðal þeirra er Timothy Shea, starfandi yfirmaður bandarísku fíkniefnalögreglunnar (DEA) sem Trump tilnefndi í vor til að stýra embættinu. Í ákærunni á hendur Bannon segir að hann hafi dregið sér um eina milljón dollara úr sjóðnum sem hann notaði að mestu til að standa straum af persónulegum útgjöldum. Samstarfsmenn hans er sagðir hafa tekið þátt í þessu og sjálfir dregið sér minnst 350 þúsund dollara til viðbótar. Þeir hafi fært peningana inn á eigin reikninga í gegnum skúffufyrirtæki sem var skráð sem góðgerðarstofnun og greiddi því ekki skatt.

Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu var rannsókn málsins hafin af rannsóknardeild póstþjónustunnar eða United States Postal Inspection Service (USPIS). Trump forseti hefur undanfarið legið undir ámæli fyrir að minnka fjárveitingar til póstþjónustunnar í þeim tilgangi að hafa áhrif á getu hennar til að flytja utankjörfundaratkvæði í Covid faraldrinum. Kosið verður til forseta í byrjun nóvember og kannanir sýna að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, virðist hafa forskot á Trump í mörgum þeim ríkjum sem mestu máli skipta.

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Ríkisstjórnin fundar um Grænland: „Umbrotatímar í alþjóðapólitík“
ÚttektBandaríki Trumps

Rík­is­stjórn­in fund­ar um Græn­land: „Um­brota­tím­ar í al­þjóðapóli­tík“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir verstu mögu­legu nið­ur­stöð­una fyr­ir Ís­land i Græn­lands­mál­inu að klemm­ast á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Þá yrð­um við ein á báti. Sam­starf Banda­ríkj­anna og Ís­lands sé gríð­ar­lega þýð­ing­ar­mik­ið fyr­ir Ís­lend­inga og því mik­il­vægt að vera ekki með dig­ur­barka­lega yf­ir­lýs­ing­ar um Banda­rík­in.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár