Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gera röddum innflytjenda hátt undir höfði

Lista­menn­irn­ir Ju­lius og Claire ákváðu að byggja tón­list­ar- og mynd­list­ar­verk á rödd­um inn­flytj­enda í nýrri sýn­ingu, Vest­ur í blá­inn, sem fram fer á tíu stöð­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fjöldi lista­manna tek­ur þátt í.

Gera röddum innflytjenda hátt undir höfði

Vestur í bláinn er tónlistarverkefni og listasýning sem fer fram á tíu stöðum í Reykjavík í september. Á hverjum stað má heyra raddir innflytjenda en listamenn hafa samið tónlistar- og myndlistarverk um sögur þeirra sem fá varla áheyrn, hvorki á meðal listamanna né almennings. Að verkefninu standa Julius Pollux Rothlaender og Claire Paugam, en þau eru frá Þýskalandi og Frakklandi en hafa búið á Íslandi um árabil. 

Frá því að Julius flutti til landsins árið 2015 hefur hann verið virkur í íslensku tónlistarlífi, er til að mynda í hljómsveitunum BSÍ, Laura Secord og Stormy Daniels. Áhugi hans á því að blanda saman tónlist og tali vaknaði í spuna- og tónleikaröð sem hann hélt með félaga sínum í Mengi. „Ég fékk mikinn áhuga á rödd mannsins í tónlistarlegri tjáningu í stað söngs,“ útskýrir hann. „Mér finnst röddin segja svo mikla og náttúrulega sögu ein og sér. Jafnvel þegar fólk er bara …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár