Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ráðuneytið telur Þórdísi ekki hafa brotið siðareglur

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ráð­herra var í myndaseríu áhrifa­valds á In­sta­gram sem kost­uð var af Icelanda­ir Hotels. Fjór­ar úr hópn­um fengu fríð­indi fyr­ir þátt­tök­una. Ráðu­neyt­ið seg­ir Þór­dísi hafa greitt fullt verð.

Ráðuneytið telur Þórdísi ekki hafa brotið siðareglur
Vinafagnaður Ráðuneytið segir Þórdísi hafa borgað fyrir sig sjálfa, en fjórar kvennanna nutu fjárhagslega góðs af samstarfi við Icelandair Hotels þennan dag. Mynd: Instagram

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið telur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra hafi ekki brotið gegn siðareglum ráðherra með veru sinni í myndaseríu á Instagram sem kostuð var af Icelandair Hotels.

Þórdís sótti vinafagnað sem fjölmiðlakonan og áhrifavaldurinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir stóð fyrir á sunnudag. Nutu Eva og þrjár vinkonur hennar fjárhagslega góðs af þessu samkvæmt samkomulagi við Icelandair Hotels, en fylgjendur Evu á Instagram eru 34 þúsund talsins. Myndir af þeim öllum saman ásamt ráðherra voru birtar á samfélagsmiðlinum í myndaseríu sem Eva hafði merkt sem samstarf við Icelandair Hotels.

Í svörum við fyrirspurn Stundarinnar til ráðuneytis Þórdísar kemur fram að ráðherra hafi greitt fullt verð fyrir sig á þessum degi. „Ráðuneytið telur að ekki hafi verið um að ræða brot á siðareglum.“

Í 4. grein siðareglna ráðherra er fjallað um háttsemi og framgöngu ráðherra. „Ráðherra forðast allt athæfi sem líklegt er til að vekja grunsemdir um að hann notfæri sér stöðu sína í eiginhagsmunaskyni.“

Þykir leitt að hafa tekið myndina

Gagnrýnt var um helgina að tveggja metra reglunnar um sóttvarnir hafi ekki verið gætt í samsætinu samkvæmt myndum sem birtust á samfélagsmiðlum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir var spurður um athæfið á upplýsingafundi í gær. „Ég held hún hafi ekki verið að brjóta lögin en hefði mátt passa betur upp á tveggja metra regluna þarna,“ sagði hann.

Þá sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að athæfi Þórdísar hafi verið óheppilegt. Sjálf sagði hún við RÚV í gær að myndatakan hefði verið óþarfi. „Ég skil vel hvernig þetta kom við fólk og þessi myndataka af okkur saman í einum hópi, þrátt fyrir að strangt til tekið skiljist mér að það sé ekki brot á reglum, þá var hún óþarfi og við hefðum ekki átt að taka hana, og mér þykir það leitt. Ég átta mig á því að ég er í framlínu og þetta er risastórt verkefni og okkur líður öllum alls konar,“ sagði Þórdís.

„[...] þá var hún óþarfi og við hefðum ekki átt að taka hana, og mér þykir það leitt“

Í auglýsingu heilbrigðisráðherra frá 30. júlí um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er kveðið skýrt á um tveggja metra regluna. Reglurnar voru hertar vegna fjölgunar kórónaveirusmita. „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“

Í siðareglum ráðherra er kveðið á um háttsemi og framgöngu ráðherra í 4. grein: „Ráðherra gætir þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við manngildi og mannréttindi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár