Kristján Vilhelmsson, annar stærsti eigandi útgerðarfélagsins Samherja, er annar stærsti eigandi fasteignafélaga sem eiga tugir lóða og fasteigna sem munu mynda nýjan miðbæ á Selfossi á Suðurlandi. Helsta félagið kallast Sigtún þróunarfélag og standa framkvæmdir nú á fullu yfir í bænum. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 5,5 milljarðar króna.
Vitneskjan um að Kristján Vilhelmsson sé einn helsti eigandi hins nýjar miðbæjar á Selfossi er ekki útbreidd. Til að mynda virðist núverandi formaður bæjarráðs Árborgar, Eggert Valur Guðmundsson, ekki vita að Kristján Vilhelmsson er stærsti eigandi verkefnisins og þar með framtíðar miðbæjar Selfoss. Í ljósi þessa má spyrja hversu útbreidd vitneskjan um eignarhald Kristjáns er í sveitarfélaginu, en hann er hvergi tengdur við verkefnið í opinberum upplýsingum frá Sigtúni þróunarfélagi.
Lágreistur miðbæjarkjarni með sögulegum innblæstri
Verið er að byggja 35 ný hús sem eiga að mynda nýja miðbæinn á tveggja hektara svæði og mun byggingarmagnið verða um 25 þúsund fermetrar. Í …
Athugasemdir