Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verðlagsstofa viðurkennir að hafa unnið gögn sem Helgi studdist við

Skjal sem Sam­herji hélt fram að hefði aldrei ver­ið til eða Helgi Selj­an frétta­mað­ur hefði fals­að var unn­ið af starfs­manni Verð­lags­stofu að sögn stof­unn­ar. Ekki hafi ver­ið skrif­uð sér­stök skýrsla þó eða mat lagt á upp­lýs­ing­arn­ar. „Finn ekk­ert sem var gert,“ hafði deild­ar­stjóri sagt Sam­herja.

Verðlagsstofa viðurkennir að hafa unnið gögn sem Helgi studdist við
Helgi Seljan Í myndbandi sem Samherji lét gera var því haldið fram að Helgi hefði falsað skjal eða það hafi aldrei verið til.

Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning í excelskjali og sendi úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna árið 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofunni í dag.

Stangast þetta alfarið á við fullyrðingar sem útgerðarfyrirtækið Samherji setti fram í myndbandi í gær þar sem haldið var fram að Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, hefði annað hvort falsað upplýsingarnar eða að þær hefðu aldrei verið til. Gögnin voru lögð til grundvallar fréttaflutnings RÚV um Samherja árið 2012, sem leiddi til þess að Seðlabankinn óskaði eftir húsleit hjá fyrirtækinu vegna gruns um gjaldeyrisbrot.

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), hefur einnig staðfest við Stundina að hann hafi fengið í hendur þessi gögn.

„Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu“

„Vegna opinberrrar umræðu síðustu daga um aðkomu Verðlagsstofu skiptaverðs að umfjöllun um meðalverð á karfa í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012 er rétt að fram komi að Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi nefndinni vegna athugunar á máli sem þá var til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd,“ segir í tilkynningunni.

„Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í skjalinu er tafla sem sýnir allan útflutning á karfa frá Íslandi yfir fyrrgreint tímabil eftir hvaða skip veiddi aflann, aflaverðmæti og magni. Ekki var skrifuð sérstök skýrsla af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd. Hins vegar var áréttað að um trúnaðargögn væri að ræða.“

Starfsmaður Verðlagsstofu hélt öðru fram

Stangast þessi tilkynning á við tölvupóst frá Ingveldi Jóhannesdóttur, deildarstjóra hjá stofunni, sem birtur var í myndbandi Samherja. „Finn ekkert sem var gert,“ skrifar hún.

„Engin skýrsla var samin,“ bætir hún við í öðrum tölvupósti. Er það rétt, samkvæmt tilkynningu Verðlagsstofu um að gagnið hafi ekki verið skýrsla, en þó ekki allur sannleikurinn þar sem excelskjal hafði verið unnið af stofunni.

Byggir Samherji umfjöllun sína á þessum tölvupóstsamskiptum við Ingveldi frá því í apríl. „Við veltum því oft fyrir okkur af hverju þessi skýrsla var til dæmis ekki grundvallargagn í húsleitarkröfu Seðlabankans til héraðsdóms Reykjavíkur,“ segir Jón Óttar Ólafsson, starfsmaður Samherja, í myndbandinu. „Nú vitum við ástæðuna. Hún var aldrei til.“

Í myndbandinu kemur einnig fram Garðar Gíslason, lögmaður Samherja, sem þó er kynntur sem hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi varaskattrannsóknarstjóri. „Ef að það reynist rétt að Helgi Seljan hafi átt við einhver gögn eða einhverjar skýrslur þá er það auðvitað bara grafalvarlegur hlutur,“ segir hann. „Að ef hann er að fara með slíkt skjal á fund stjórnvalds sem hefur valdheimildir og er að bera aðila sökum um að hafa framið refsiverðan verknað, þá er hann sjálfur að gerast sekur um refsiverðan verknað.“

Þorsteinn Már sagði Helga hafa sagt þjóðinni ósatt

Fréttablaðið fjallaði á forsíðu í gær um myndbandið, sem Samherji hafði þá ekki birt, og fjallaði um innihald þess. „Hefur Verðlagsstofa staðfest við Fréttablaðið að skýrslan hafi aldrei verið unnin,“ sagði í fréttinni.

„Helgi Seljan sagði þjóðinni ósatt í umræddum þætti því hann vísaði ítrekað til „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ í þættinum“

Var einnig rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. „Í apríl á þessu ári staðfesti Verðlagsstofa skiptaverðs með bréfi til Samherja að það skjal, sem var aðalheimild Kastljóss við gerð þáttar um Seðlabankamálið hinn 27. mars 2012, hefði aldrei verið unnið hjá stofnuninni,“ sagði Þorsteinn Már. „Þessi svör Verðlagsstofu staðfesta að Helgi Seljan sagði þjóðinni ósatt í umræddum þætti því hann vísaði ítrekað til „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ í þættinum.“

Sagði hann mikilvægt að svara vinnubrögðum Ríkisútvarpsins, hvað varðar skjalið. „Almenningur treystir því að Ríkisútvarpið segi satt og rétt frá. Það er nauðsynlegt að almenningur viti hvernig trúnaðarmaður fólksins, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fer með heimildir, breytir þeim og hagræðir og lagar fréttaflutning að eigin geðþótta, þvert á lög.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár