Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verðlagsstofa viðurkennir að hafa unnið gögn sem Helgi studdist við

Skjal sem Sam­herji hélt fram að hefði aldrei ver­ið til eða Helgi Selj­an frétta­mað­ur hefði fals­að var unn­ið af starfs­manni Verð­lags­stofu að sögn stof­unn­ar. Ekki hafi ver­ið skrif­uð sér­stök skýrsla þó eða mat lagt á upp­lýs­ing­arn­ar. „Finn ekk­ert sem var gert,“ hafði deild­ar­stjóri sagt Sam­herja.

Verðlagsstofa viðurkennir að hafa unnið gögn sem Helgi studdist við
Helgi Seljan Í myndbandi sem Samherji lét gera var því haldið fram að Helgi hefði falsað skjal eða það hafi aldrei verið til.

Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning í excelskjali og sendi úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna árið 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofunni í dag.

Stangast þetta alfarið á við fullyrðingar sem útgerðarfyrirtækið Samherji setti fram í myndbandi í gær þar sem haldið var fram að Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, hefði annað hvort falsað upplýsingarnar eða að þær hefðu aldrei verið til. Gögnin voru lögð til grundvallar fréttaflutnings RÚV um Samherja árið 2012, sem leiddi til þess að Seðlabankinn óskaði eftir húsleit hjá fyrirtækinu vegna gruns um gjaldeyrisbrot.

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), hefur einnig staðfest við Stundina að hann hafi fengið í hendur þessi gögn.

„Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu“

„Vegna opinberrrar umræðu síðustu daga um aðkomu Verðlagsstofu skiptaverðs að umfjöllun um meðalverð á karfa í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012 er rétt að fram komi að Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi nefndinni vegna athugunar á máli sem þá var til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd,“ segir í tilkynningunni.

„Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í skjalinu er tafla sem sýnir allan útflutning á karfa frá Íslandi yfir fyrrgreint tímabil eftir hvaða skip veiddi aflann, aflaverðmæti og magni. Ekki var skrifuð sérstök skýrsla af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd. Hins vegar var áréttað að um trúnaðargögn væri að ræða.“

Starfsmaður Verðlagsstofu hélt öðru fram

Stangast þessi tilkynning á við tölvupóst frá Ingveldi Jóhannesdóttur, deildarstjóra hjá stofunni, sem birtur var í myndbandi Samherja. „Finn ekkert sem var gert,“ skrifar hún.

„Engin skýrsla var samin,“ bætir hún við í öðrum tölvupósti. Er það rétt, samkvæmt tilkynningu Verðlagsstofu um að gagnið hafi ekki verið skýrsla, en þó ekki allur sannleikurinn þar sem excelskjal hafði verið unnið af stofunni.

Byggir Samherji umfjöllun sína á þessum tölvupóstsamskiptum við Ingveldi frá því í apríl. „Við veltum því oft fyrir okkur af hverju þessi skýrsla var til dæmis ekki grundvallargagn í húsleitarkröfu Seðlabankans til héraðsdóms Reykjavíkur,“ segir Jón Óttar Ólafsson, starfsmaður Samherja, í myndbandinu. „Nú vitum við ástæðuna. Hún var aldrei til.“

Í myndbandinu kemur einnig fram Garðar Gíslason, lögmaður Samherja, sem þó er kynntur sem hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi varaskattrannsóknarstjóri. „Ef að það reynist rétt að Helgi Seljan hafi átt við einhver gögn eða einhverjar skýrslur þá er það auðvitað bara grafalvarlegur hlutur,“ segir hann. „Að ef hann er að fara með slíkt skjal á fund stjórnvalds sem hefur valdheimildir og er að bera aðila sökum um að hafa framið refsiverðan verknað, þá er hann sjálfur að gerast sekur um refsiverðan verknað.“

Þorsteinn Már sagði Helga hafa sagt þjóðinni ósatt

Fréttablaðið fjallaði á forsíðu í gær um myndbandið, sem Samherji hafði þá ekki birt, og fjallaði um innihald þess. „Hefur Verðlagsstofa staðfest við Fréttablaðið að skýrslan hafi aldrei verið unnin,“ sagði í fréttinni.

„Helgi Seljan sagði þjóðinni ósatt í umræddum þætti því hann vísaði ítrekað til „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ í þættinum“

Var einnig rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. „Í apríl á þessu ári staðfesti Verðlagsstofa skiptaverðs með bréfi til Samherja að það skjal, sem var aðalheimild Kastljóss við gerð þáttar um Seðlabankamálið hinn 27. mars 2012, hefði aldrei verið unnið hjá stofnuninni,“ sagði Þorsteinn Már. „Þessi svör Verðlagsstofu staðfesta að Helgi Seljan sagði þjóðinni ósatt í umræddum þætti því hann vísaði ítrekað til „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ í þættinum.“

Sagði hann mikilvægt að svara vinnubrögðum Ríkisútvarpsins, hvað varðar skjalið. „Almenningur treystir því að Ríkisútvarpið segi satt og rétt frá. Það er nauðsynlegt að almenningur viti hvernig trúnaðarmaður fólksins, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fer með heimildir, breytir þeim og hagræðir og lagar fréttaflutning að eigin geðþótta, þvert á lög.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár