Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verðlagsstofa viðurkennir að hafa unnið gögn sem Helgi studdist við

Skjal sem Sam­herji hélt fram að hefði aldrei ver­ið til eða Helgi Selj­an frétta­mað­ur hefði fals­að var unn­ið af starfs­manni Verð­lags­stofu að sögn stof­unn­ar. Ekki hafi ver­ið skrif­uð sér­stök skýrsla þó eða mat lagt á upp­lýs­ing­arn­ar. „Finn ekk­ert sem var gert,“ hafði deild­ar­stjóri sagt Sam­herja.

Verðlagsstofa viðurkennir að hafa unnið gögn sem Helgi studdist við
Helgi Seljan Í myndbandi sem Samherji lét gera var því haldið fram að Helgi hefði falsað skjal eða það hafi aldrei verið til.

Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning í excelskjali og sendi úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna árið 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofunni í dag.

Stangast þetta alfarið á við fullyrðingar sem útgerðarfyrirtækið Samherji setti fram í myndbandi í gær þar sem haldið var fram að Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, hefði annað hvort falsað upplýsingarnar eða að þær hefðu aldrei verið til. Gögnin voru lögð til grundvallar fréttaflutnings RÚV um Samherja árið 2012, sem leiddi til þess að Seðlabankinn óskaði eftir húsleit hjá fyrirtækinu vegna gruns um gjaldeyrisbrot.

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), hefur einnig staðfest við Stundina að hann hafi fengið í hendur þessi gögn.

„Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu“

„Vegna opinberrrar umræðu síðustu daga um aðkomu Verðlagsstofu skiptaverðs að umfjöllun um meðalverð á karfa í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012 er rétt að fram komi að Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 og 2011 og sendi nefndinni vegna athugunar á máli sem þá var til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd,“ segir í tilkynningunni.

„Um var að ræða excelskjal sem unnið var af starfsmanni Verðlagsstofu og innihélt tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í skjalinu er tafla sem sýnir allan útflutning á karfa frá Íslandi yfir fyrrgreint tímabil eftir hvaða skip veiddi aflann, aflaverðmæti og magni. Ekki var skrifuð sérstök skýrsla af hálfu Verðlagsstofu af þessu tilefni og ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar sem þarna voru dregnar saman og sendar úrskurðarnefnd. Hins vegar var áréttað að um trúnaðargögn væri að ræða.“

Starfsmaður Verðlagsstofu hélt öðru fram

Stangast þessi tilkynning á við tölvupóst frá Ingveldi Jóhannesdóttur, deildarstjóra hjá stofunni, sem birtur var í myndbandi Samherja. „Finn ekkert sem var gert,“ skrifar hún.

„Engin skýrsla var samin,“ bætir hún við í öðrum tölvupósti. Er það rétt, samkvæmt tilkynningu Verðlagsstofu um að gagnið hafi ekki verið skýrsla, en þó ekki allur sannleikurinn þar sem excelskjal hafði verið unnið af stofunni.

Byggir Samherji umfjöllun sína á þessum tölvupóstsamskiptum við Ingveldi frá því í apríl. „Við veltum því oft fyrir okkur af hverju þessi skýrsla var til dæmis ekki grundvallargagn í húsleitarkröfu Seðlabankans til héraðsdóms Reykjavíkur,“ segir Jón Óttar Ólafsson, starfsmaður Samherja, í myndbandinu. „Nú vitum við ástæðuna. Hún var aldrei til.“

Í myndbandinu kemur einnig fram Garðar Gíslason, lögmaður Samherja, sem þó er kynntur sem hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi varaskattrannsóknarstjóri. „Ef að það reynist rétt að Helgi Seljan hafi átt við einhver gögn eða einhverjar skýrslur þá er það auðvitað bara grafalvarlegur hlutur,“ segir hann. „Að ef hann er að fara með slíkt skjal á fund stjórnvalds sem hefur valdheimildir og er að bera aðila sökum um að hafa framið refsiverðan verknað, þá er hann sjálfur að gerast sekur um refsiverðan verknað.“

Þorsteinn Már sagði Helga hafa sagt þjóðinni ósatt

Fréttablaðið fjallaði á forsíðu í gær um myndbandið, sem Samherji hafði þá ekki birt, og fjallaði um innihald þess. „Hefur Verðlagsstofa staðfest við Fréttablaðið að skýrslan hafi aldrei verið unnin,“ sagði í fréttinni.

„Helgi Seljan sagði þjóðinni ósatt í umræddum þætti því hann vísaði ítrekað til „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ í þættinum“

Var einnig rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. „Í apríl á þessu ári staðfesti Verðlagsstofa skiptaverðs með bréfi til Samherja að það skjal, sem var aðalheimild Kastljóss við gerð þáttar um Seðlabankamálið hinn 27. mars 2012, hefði aldrei verið unnið hjá stofnuninni,“ sagði Þorsteinn Már. „Þessi svör Verðlagsstofu staðfesta að Helgi Seljan sagði þjóðinni ósatt í umræddum þætti því hann vísaði ítrekað til „skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs“ í þættinum.“

Sagði hann mikilvægt að svara vinnubrögðum Ríkisútvarpsins, hvað varðar skjalið. „Almenningur treystir því að Ríkisútvarpið segi satt og rétt frá. Það er nauðsynlegt að almenningur viti hvernig trúnaðarmaður fólksins, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fer með heimildir, breytir þeim og hagræðir og lagar fréttaflutning að eigin geðþótta, þvert á lög.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár