Umboðsmaður Alþingis telur að leysa gæti þurft deilu yfirlækna á Landspítalanum við spítalann fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í nýju áliti umboðsmanns vegna kvörtunar Læknafélags Íslands sem send var í desember í fyrra.
Læknafélagið telur að í skipuriti Landspítalans sem tekið var í notkun síðasta haust felist „ólögmæt ábyrgðarsvipting yfirlækna sem þjóni ekki bestu hagsmunum sjúklinga“. Þá telur Læknafélagið að skipuritið, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti með bréfi í september í fyrra og tók gildi í október, sé ólögmætt. Það sama hafi gilt um fyrra skipurit, þar sem yfirlæknar á Landspítalanum séu sviptir ábyrgð sem kveðið er á um í lögum.
Umboðsmaður hefur í eldra áliti beint tilmælum til ráðuneytisins og Landspítalans þess efnis að ekki sé hægt að fela öðrum en yfirlæknum þá faglegu ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyrir samkvæmt lögum. Umboðsmaður telur hins vegar í nýja álitinu að til að leysa úr því hvort yfirlæknar …
Athugasemdir