Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stéttarfélagsformaður staðfestir málflutning Helga Seljan

Guð­mund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, seg­ist hafa feng­ið í hend­ur sömu gögn og Helgi Selj­an byggði um­fjöll­un sína um hugs­an­leg lög­brot Sam­herja á ár­ið 2012. Fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Verð­lags­stofu skipta­verðs hafn­ar því hins veg­ar að slík gögn hafi ver­ið tek­in sam­an.

Stéttarfélagsformaður staðfestir málflutning Helga Seljan
Fékk skýrsluna í hendur Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, fékk sömu gögn í hendur og Helgi Seljan byggði umfjöllun sína um hugsanleg lögbrot Samherja á árið 2012. Samherjamenn halda því fram í myndbandi að umrædd skýrsla hafi aldrei verið til.

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), staðfestir að hann hafi fengið í hendur þau gögn sem Helgi Seljan lagði til grundvallar umfjöllun sinni um hugsanleg brot Samherja á gjaldeyrislögum í Kastljóssþætti 2012. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í forsíðugrein Fréttablaðsins í dag, að gögnin hefðu verið fölsuð af Helga, en sama ásökun birtist í heimildarmynd Samherja með viðtölum við starfsmenn og viðskiptafélaga félagsins.

Fyrrverandi forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs, sem Helgi ber að hafi unnið umrætt skjal, minnist þess hins vegar ekki að hafa gert það og telur rétt með farið hjá starfsmanni Verðlagsstofu að sem segir í tölvupóstum til Samherja að engin slík vinna hafi farið fram.

Í myndbandi Samherja sem birt var í morgun var því haldið fram að gögnin sem byggt var á í umfjöllun í Kastljósi árið 2012, skýrsla um samanburð á útflutningsverði á karfa til Þýskalands, hefðu ýmist ekki verið til eða að Helgi hefði „átt við þau“. Umrædd gögn sýndu fram á að Samherji seldi dótturfyrirtækjum sínum í Þýsklandi afla á lægra verði en hefur tíðkaðist í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila. Var yfirskrift myndbandsins „Skýrslan sem aldrei var gerð“. Umfjöllun Helga og Kastljóss varð til þess að gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hóf rannsókn á hugsanlegum brotum Samherja á lögum um gjaldeyrisviðskipti.

Í tölvupóstsamskiptum Ingveldar Jóhannesdóttur, deildarstjóra Verðlagsstofu, til starfsmanns Samherja, Hákons Guðmundssonar, frá því í apríl á þessu ári, sem birt eru í myndbandi Samherjamanna, heldur Ingveldur því fram að engin skýrsla hafi verið gerð. Það stangast hins vegar á við orð Guðmundar Ragnarssonar, fyrrverandi formanns VM. Þegar Stundin ræddi við Ingveldi í dag sagðist hún vera í sumarfríi og sagðist kjósa að tjá sig ekkert frekar um málið.

Notaði sömu gögn og Helgi við  eigin greinaskrif

Guðmundur Ragnarsson sat í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, nefnd sem hefur það hlutverk að ákveða fiskverð sem nota skuli við uppgjör á aflahlut áhafna einstakra skipa. Í samtali við Stundina staðfestir hann að hafa séð umrædd gögn, sem Helgi og Kastljós byggðu umfjöllun sína á. Guðmundur byggði meðal annars grein sem hann ritaði í Tímarit VM, um verðmun á sjávarafla milli Íslands og annara landa, á þeim tölum sem í gögnunum voru.

„Ég get alveg staðfest það, við fengum þessar tölur frá Verðlagsstofunni“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár