Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eyða þrefalt meira í innlendar auglýsingar en Google Ads

Aug­lýs­ing­ar Reykja­vík­ur­borg­ar á störf­um í skól­um eru helst keypt­ar í inn­lend­um miðl­um. Ey­þór Arn­alds borg­ar­full­trúi hef­ur gagn­rýnt að störf­in séu aug­lýst og það á er­lend­um vef­síð­um.

Eyða þrefalt meira í innlendar auglýsingar en Google Ads
Grunnskóli Reykjavíkurborg auglýsir nú störf við grunn- og leikskóla borgarinnar. Mynd: Kristinn Magnússon

Skóla- og frístundasvið greiðir þrjár krónur fyrir auglýsingar í íslenskum miðlum fyrir hverja eina sem greidd er til Google. Átta milljónum hefur verið eytt í atvinnuauglýsingar í íslenskum miðlum það sem af er ári samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og einn eigenda Morgunblaðsins, gagnrýndi á dögunum að borgin skyldi auglýsa laus störf og það á vefsíðu CNN, en auglýsingin er keypt hjá Google Ads sem birtir auglýsingar á ýmsum síðum sem neytendur á ákveðnu landsvæði heimsækja.

„Á sama tíma og fyrirtækin í borginni þurfa að segja upp fjölda starfsmanna er borgin sjálf að auglýsa eftir starfsmönnum,“ skrifar Eyþór. „Það vekur ekki síður athygli að verið er að kaupa auglýsingarnar meðal annars til birtingar á erlendri fréttaveitu. Hefði ekki verið nær að verja skattfénu í innlenda fréttamiðla? Fjárfestum innanlands. Verjum störfin.“

Sigrún Björnsdóttir hjá upplýsingasviði Reykjavíkurborgar segir að auglýsingaherferð skóla- og frístundasviðs, sem ber heitið Framtíð landsins, muni kosta um 4 milljónir króna frá byrjun júní til loka september. „Um 23% þeirrar upphæðar fer í Google-auglýsingar og 77% til íslenskra miðla,“ segir hún. „Þar að auki hefur skóla- og frístundasvið frá ársbyrjun 2020 greitt um 8 milljónir í atvinnuauglýsingar í íslenskum miðlum.“

Þau störf sem skóla- og frístundasvið auglýsir um þessar mundir samkvæmt vef Reykjavíkurborgar eru störf kennara, stuðningsfulltrúa, frístundaleiðbeinenda og skólaliða. „Stefna sviðsins er að birta auglýsingar þar sem það nær til þeirra sem líklegir eru til að sækja um störf hjá sviðinu,“ segir Sigrún. „Auglýst er í þeim miðlum sem markaðsrannsóknir sýna að þeir markhópar sem sviðið vill ná til fylgist með. Unnið er að þessari auglýsingaherferð í samstarfi við auglýsingastofu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár