Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eyða þrefalt meira í innlendar auglýsingar en Google Ads

Aug­lýs­ing­ar Reykja­vík­ur­borg­ar á störf­um í skól­um eru helst keypt­ar í inn­lend­um miðl­um. Ey­þór Arn­alds borg­ar­full­trúi hef­ur gagn­rýnt að störf­in séu aug­lýst og það á er­lend­um vef­síð­um.

Eyða þrefalt meira í innlendar auglýsingar en Google Ads
Grunnskóli Reykjavíkurborg auglýsir nú störf við grunn- og leikskóla borgarinnar. Mynd: Kristinn Magnússon

Skóla- og frístundasvið greiðir þrjár krónur fyrir auglýsingar í íslenskum miðlum fyrir hverja eina sem greidd er til Google. Átta milljónum hefur verið eytt í atvinnuauglýsingar í íslenskum miðlum það sem af er ári samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og einn eigenda Morgunblaðsins, gagnrýndi á dögunum að borgin skyldi auglýsa laus störf og það á vefsíðu CNN, en auglýsingin er keypt hjá Google Ads sem birtir auglýsingar á ýmsum síðum sem neytendur á ákveðnu landsvæði heimsækja.

„Á sama tíma og fyrirtækin í borginni þurfa að segja upp fjölda starfsmanna er borgin sjálf að auglýsa eftir starfsmönnum,“ skrifar Eyþór. „Það vekur ekki síður athygli að verið er að kaupa auglýsingarnar meðal annars til birtingar á erlendri fréttaveitu. Hefði ekki verið nær að verja skattfénu í innlenda fréttamiðla? Fjárfestum innanlands. Verjum störfin.“

Sigrún Björnsdóttir hjá upplýsingasviði Reykjavíkurborgar segir að auglýsingaherferð skóla- og frístundasviðs, sem ber heitið Framtíð landsins, muni kosta um 4 milljónir króna frá byrjun júní til loka september. „Um 23% þeirrar upphæðar fer í Google-auglýsingar og 77% til íslenskra miðla,“ segir hún. „Þar að auki hefur skóla- og frístundasvið frá ársbyrjun 2020 greitt um 8 milljónir í atvinnuauglýsingar í íslenskum miðlum.“

Þau störf sem skóla- og frístundasvið auglýsir um þessar mundir samkvæmt vef Reykjavíkurborgar eru störf kennara, stuðningsfulltrúa, frístundaleiðbeinenda og skólaliða. „Stefna sviðsins er að birta auglýsingar þar sem það nær til þeirra sem líklegir eru til að sækja um störf hjá sviðinu,“ segir Sigrún. „Auglýst er í þeim miðlum sem markaðsrannsóknir sýna að þeir markhópar sem sviðið vill ná til fylgist með. Unnið er að þessari auglýsingaherferð í samstarfi við auglýsingastofu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár