Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eyða þrefalt meira í innlendar auglýsingar en Google Ads

Aug­lýs­ing­ar Reykja­vík­ur­borg­ar á störf­um í skól­um eru helst keypt­ar í inn­lend­um miðl­um. Ey­þór Arn­alds borg­ar­full­trúi hef­ur gagn­rýnt að störf­in séu aug­lýst og það á er­lend­um vef­síð­um.

Eyða þrefalt meira í innlendar auglýsingar en Google Ads
Grunnskóli Reykjavíkurborg auglýsir nú störf við grunn- og leikskóla borgarinnar. Mynd: Kristinn Magnússon

Skóla- og frístundasvið greiðir þrjár krónur fyrir auglýsingar í íslenskum miðlum fyrir hverja eina sem greidd er til Google. Átta milljónum hefur verið eytt í atvinnuauglýsingar í íslenskum miðlum það sem af er ári samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og einn eigenda Morgunblaðsins, gagnrýndi á dögunum að borgin skyldi auglýsa laus störf og það á vefsíðu CNN, en auglýsingin er keypt hjá Google Ads sem birtir auglýsingar á ýmsum síðum sem neytendur á ákveðnu landsvæði heimsækja.

„Á sama tíma og fyrirtækin í borginni þurfa að segja upp fjölda starfsmanna er borgin sjálf að auglýsa eftir starfsmönnum,“ skrifar Eyþór. „Það vekur ekki síður athygli að verið er að kaupa auglýsingarnar meðal annars til birtingar á erlendri fréttaveitu. Hefði ekki verið nær að verja skattfénu í innlenda fréttamiðla? Fjárfestum innanlands. Verjum störfin.“

Sigrún Björnsdóttir hjá upplýsingasviði Reykjavíkurborgar segir að auglýsingaherferð skóla- og frístundasviðs, sem ber heitið Framtíð landsins, muni kosta um 4 milljónir króna frá byrjun júní til loka september. „Um 23% þeirrar upphæðar fer í Google-auglýsingar og 77% til íslenskra miðla,“ segir hún. „Þar að auki hefur skóla- og frístundasvið frá ársbyrjun 2020 greitt um 8 milljónir í atvinnuauglýsingar í íslenskum miðlum.“

Þau störf sem skóla- og frístundasvið auglýsir um þessar mundir samkvæmt vef Reykjavíkurborgar eru störf kennara, stuðningsfulltrúa, frístundaleiðbeinenda og skólaliða. „Stefna sviðsins er að birta auglýsingar þar sem það nær til þeirra sem líklegir eru til að sækja um störf hjá sviðinu,“ segir Sigrún. „Auglýst er í þeim miðlum sem markaðsrannsóknir sýna að þeir markhópar sem sviðið vill ná til fylgist með. Unnið er að þessari auglýsingaherferð í samstarfi við auglýsingastofu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár