Landsnet segir ekki ljóst hverjar fjárhagslegar afleiðingar lokunar kísilvers PCC á Bakka verða fyrir fyrirtækið ef starfsemi hefst ekki á ný. Alls 80 manns var sagt upp í byrjun sumars og kísilverinu lokað, en hlutabréf í því eru nú einskis virði á bókum félags íslenskra lífeyrissjóða sem fjárfestu í verkefninu.
Landsnet er í eigu opinberra orkufyrirtækja og sinnir uppbyggingu og rekstri flutningskerfis raforku. Fyrirtækið lagði línu frá jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar að Þeistareykjum, meðal annars til að flytja orku að kísilverinu. Kostnaður við tenginguna nam 2 milljörðum króna. Kísilverið tók til starfa vorið 2018, en vonir fyrirtækisins standa til að starfsfólk verði ráðið á ný og framleiðsla fari aftur í gang.
Stjórnvöld hafa á undanförnum árum lagt áherslu á styrkingu svæðisbundinna raforkukerfa og var Þeistareykjalínan hluti af þeirri sýn. Fyrirtækið hefur hins vegar sagt að markmið þess um að gjaldskrá muni ekki hækka vegna þessa muni að öllum líkindum ekki standast. Það …
Athugasemdir