Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti þriggja ára gam­alt raf­orku­sölu­fyr­ir­tæki með tvo starfs­menn á 850 millj­ón­ir króna. Stofn­andi og stærsti hlut­hafi fyr­ir­tæk­is­ins er Bjarni Ár­manns­son sem teng­ist for­stjóra Fest­is, Eggerti Þór Kristó­fers­syni, og stjórn­ar­for­mann­in­um, Þórði Má Jó­hann­es­syni, nán­um bönd­um.

Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
Tengdur bæði forstjóranum og stjórnarformanninum Bjarni Ármannsson fjárfestir er tengdur bæði forstjóra og stjórnarformanni Festis. Almenningshlutafélagið keypti fyrirtæki af Bjarna fyrir 850 milljónir og er bókfærð viðskiptavild upp á 600 miljónir stærsti hluti eignasafnsins. Mynd: Iceland Seafood

Forstjóri almenningshlutafélagsins Festis, Eggert Þór Kristófersson, hefur ekki viljað svara spurningum um viðskipti félagsins með orkufyrirtækið Íslenska orkumiðlun. Festi er í meirihlutaeigu íslenska lífeyrissjóða og þar með iðgjaldagreiðenda þeirra.

Festi, sem meðal annars rekur olíufélagið N1 og verslanakeðjuna Krónuna, keypti orkusölufyrirtækið Íslenska orkumiðlun fyrr á árinu.

Kaupverðið var 850 milljónir króna og er helsti kjarninn í eignasafni fyrirtækisins viðskiptavild, óefnislegar eignir, upp á 601 milljón króna. Viðskiptavildin á bak við kaupin kom fram í árshlutauppgjöri Festar sem kynnt var fyrir helgi. Aðrar eignir Íslenskrar orkumiðlunar eru útistandandi kröfur upp á 200 milljónir króna vegna sölu á rafmagni. 

Eggert telur kaupin hafa verið hagstæð

Kaupin á Íslenskri orkumiðlun vekja meðal annars athygli vegna þess að fyrirtækið er aðeins þriggja ára gamalt og hjá því vinna einungis tveir starfsmenn. Félagið á nánast engar efnislegar eignir nema tölvubúnað og tæki fyrir nokkrar milljónir króna auk áðurnefndra viðskiptakrafna. Spurningin er því hvort kaupverð fyrirtækisins, 850 milljónir króna, teljist ekki nokkuð hátt.

Ein af spurningunum sem Eggert þó svarar er um kaupverðið og telur forstjórinn það vera hagstætt fyrir almenningshlutafélagið: „Í kynningunni kemur fram að Festi keypti félagið á 5,2 sinnum hagnað eða EBITDA sem er mjög gott verð fyrir Festi,“ sagði hann í tölvupósti á föstudaginn. 

„Mjög gott verð fyrir Festi.“

Ein af spurningunum sem Eggert hefur ekki svarað er af hverju Festi stofnaði ekki frekar sitt eigið orkusölufyrirtæki í stað þess að greiða 850 milljónir fyrir þetta tiltölulega nýstofnaða tveggja manna fyrirtæki. 

Æðstu stjórnendur tengdir stærsta hluthafanum

Eins og Stundin hefur greint frá eru tveir æðstu stjórnendur Festis, forstjórinn Eggert Þór og Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festis, tengdir stofnanda og stærsta hluthafa Íslenskrar orkumiðlunar, Bjarna Ármannsyni.

Eggert Þór var framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags Bjarna, Sjávarsýnar, á árunum 2008 til 2011 og vann áður með Bjarna þegar hann var forstjóri Glitnis og Eggert var framkvæmdastjóri eignastýringar bankans. Þórður Már og Bjarni eru vinir og unnu saman bæði í Kaupþingi og síðar í fjárfestingarbankanum Straumi og hafa átt saman fjárfestingarfélag sem hét Kría. 

Eigendur Íslenskrar orkumiðlunar voru áðurnefndur Bjarni Ármannssons, framkvæmdastjóri félagsins, Magnús Júlíusson, Kaupfélag Skagfirðinga, sem meðal annars á útgerðarfélagið FISK Seafood og Ísfélagið í Vestmannaeyjum, útgerðarfélag Guðbjargar Matthíasdóttur. 

Áður en Stundin fjallaði um málið höfðu formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, og bloggarinn Guðmundur Hörður vakið athygli á því. 

Stærstu kúnnarnir tengdir sjávarútvegiÍ fjölmiðlum hefur komið fram að stærstu viðskiptavinir Íslenskrar orkumiðlunar tengist sjávarútvegi. Ísfélag Vestmannaeyja, sem Guðbjörg Matthíasdóttir á, var hluthafi í fyrirtækinu.

Viðskiptavildin óskýrð sem og hverjir kúnnarnir eru

Stundin hefur reynt að fá svör við nokkrum spurningum frá Eggerti Þór um eðli þessara viðskipta. Ein af spurningunum er hverjir það eru sem eru helstu viðskiptavinir Íslenskrar orkumiðlunar. Þetta skiptir máli því viðskiptavild félagsins hlýtur að byggja á þeim orkusölusamningum sem félagið hefur gert við viðskiptavini þess til lengri tíma litið þar sem félagið kaupir og selur rafmagn. Þegar tilkynnt var um kaupin í mars síðastliðinn kom  fram að stærstu viðskiptavinir félagsins væru í sjávarútvegi. „Viðskiptavinir í sjávarútvegi eru stærstu viðskiptavinir félagsins,“ sagði í fréttum um viðskiptum. 

Í ljósi þess hverjir eru í eigendahópi Íslenskrar orkumiðlunar, tvær af stærstu útgerðum landsins, þá er ein af spurningunum sem vaknar hvort eignasafn félagsins, sem að stóru leyti er viðskiptavild, byggi meðal annars á samningum sem félagið hefur gert við sína eigin hluthafa og eða tengda aðila. 

Önnur spurning sem Eggert hefur ekki viljað svara er hvort hann telji að það sé eðlilegt að félag sem hann fer fyrir sem forstjóri komi að viðskiptum við félag þar sem Bjarni Ármannsson er svo stór hluthafi. „Þú ert vinur og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags Bjarna Ármannssonar, sama fjárfestingarfélags, og Festi kaupir hlutinn í Íslenskri orkumiðlun af. Finnst þér eðlilegt að  þú, eða félag sem þú ferð fyrir sem forstjóri, eigir í  slíkum viðskiptum við félag sem þú tengist eins sterkum böndum?“

Þessu hefur Eggert ekki svarað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
4
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
6
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
8
Þekking

Risa­hell­ir fund­inn á tungl­inu: Verð­ur hann fyrsti ból­stað­ur okk­ar?

Það var til marks um stórt skref í þró­un­ar­sögu manns­ins þeg­ar fyrstu hóp­ar manna hættu að leita sér næt­urstað­ar á víða­vangi held­ur sett­ust að í hell­um. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þró­un­ar­ferli manns­ins að setj­ast að á öðr­um hnetti en okk­ar heimaplán­etu og þá ein­mitt í helli — á tungl­inu. Langt er síð­an vís­inda­menn átt­uðu...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
1
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
4
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár