Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti þriggja ára gam­alt raf­orku­sölu­fyr­ir­tæki með tvo starfs­menn á 850 millj­ón­ir króna. Stofn­andi og stærsti hlut­hafi fyr­ir­tæk­is­ins er Bjarni Ár­manns­son sem teng­ist for­stjóra Fest­is, Eggerti Þór Kristó­fers­syni, og stjórn­ar­for­mann­in­um, Þórði Má Jó­hann­es­syni, nán­um bönd­um.

Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
Tengdur bæði forstjóranum og stjórnarformanninum Bjarni Ármannsson fjárfestir er tengdur bæði forstjóra og stjórnarformanni Festis. Almenningshlutafélagið keypti fyrirtæki af Bjarna fyrir 850 milljónir og er bókfærð viðskiptavild upp á 600 miljónir stærsti hluti eignasafnsins. Mynd: Iceland Seafood

Forstjóri almenningshlutafélagsins Festis, Eggert Þór Kristófersson, hefur ekki viljað svara spurningum um viðskipti félagsins með orkufyrirtækið Íslenska orkumiðlun. Festi er í meirihlutaeigu íslenska lífeyrissjóða og þar með iðgjaldagreiðenda þeirra.

Festi, sem meðal annars rekur olíufélagið N1 og verslanakeðjuna Krónuna, keypti orkusölufyrirtækið Íslenska orkumiðlun fyrr á árinu.

Kaupverðið var 850 milljónir króna og er helsti kjarninn í eignasafni fyrirtækisins viðskiptavild, óefnislegar eignir, upp á 601 milljón króna. Viðskiptavildin á bak við kaupin kom fram í árshlutauppgjöri Festar sem kynnt var fyrir helgi. Aðrar eignir Íslenskrar orkumiðlunar eru útistandandi kröfur upp á 200 milljónir króna vegna sölu á rafmagni. 

Eggert telur kaupin hafa verið hagstæð

Kaupin á Íslenskri orkumiðlun vekja meðal annars athygli vegna þess að fyrirtækið er aðeins þriggja ára gamalt og hjá því vinna einungis tveir starfsmenn. Félagið á nánast engar efnislegar eignir nema tölvubúnað og tæki fyrir nokkrar milljónir króna auk áðurnefndra viðskiptakrafna. Spurningin er því hvort kaupverð fyrirtækisins, 850 milljónir króna, teljist ekki nokkuð hátt.

Ein af spurningunum sem Eggert þó svarar er um kaupverðið og telur forstjórinn það vera hagstætt fyrir almenningshlutafélagið: „Í kynningunni kemur fram að Festi keypti félagið á 5,2 sinnum hagnað eða EBITDA sem er mjög gott verð fyrir Festi,“ sagði hann í tölvupósti á föstudaginn. 

„Mjög gott verð fyrir Festi.“

Ein af spurningunum sem Eggert hefur ekki svarað er af hverju Festi stofnaði ekki frekar sitt eigið orkusölufyrirtæki í stað þess að greiða 850 milljónir fyrir þetta tiltölulega nýstofnaða tveggja manna fyrirtæki. 

Æðstu stjórnendur tengdir stærsta hluthafanum

Eins og Stundin hefur greint frá eru tveir æðstu stjórnendur Festis, forstjórinn Eggert Þór og Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festis, tengdir stofnanda og stærsta hluthafa Íslenskrar orkumiðlunar, Bjarna Ármannsyni.

Eggert Þór var framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags Bjarna, Sjávarsýnar, á árunum 2008 til 2011 og vann áður með Bjarna þegar hann var forstjóri Glitnis og Eggert var framkvæmdastjóri eignastýringar bankans. Þórður Már og Bjarni eru vinir og unnu saman bæði í Kaupþingi og síðar í fjárfestingarbankanum Straumi og hafa átt saman fjárfestingarfélag sem hét Kría. 

Eigendur Íslenskrar orkumiðlunar voru áðurnefndur Bjarni Ármannssons, framkvæmdastjóri félagsins, Magnús Júlíusson, Kaupfélag Skagfirðinga, sem meðal annars á útgerðarfélagið FISK Seafood og Ísfélagið í Vestmannaeyjum, útgerðarfélag Guðbjargar Matthíasdóttur. 

Áður en Stundin fjallaði um málið höfðu formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, og bloggarinn Guðmundur Hörður vakið athygli á því. 

Stærstu kúnnarnir tengdir sjávarútvegiÍ fjölmiðlum hefur komið fram að stærstu viðskiptavinir Íslenskrar orkumiðlunar tengist sjávarútvegi. Ísfélag Vestmannaeyja, sem Guðbjörg Matthíasdóttir á, var hluthafi í fyrirtækinu.

Viðskiptavildin óskýrð sem og hverjir kúnnarnir eru

Stundin hefur reynt að fá svör við nokkrum spurningum frá Eggerti Þór um eðli þessara viðskipta. Ein af spurningunum er hverjir það eru sem eru helstu viðskiptavinir Íslenskrar orkumiðlunar. Þetta skiptir máli því viðskiptavild félagsins hlýtur að byggja á þeim orkusölusamningum sem félagið hefur gert við viðskiptavini þess til lengri tíma litið þar sem félagið kaupir og selur rafmagn. Þegar tilkynnt var um kaupin í mars síðastliðinn kom  fram að stærstu viðskiptavinir félagsins væru í sjávarútvegi. „Viðskiptavinir í sjávarútvegi eru stærstu viðskiptavinir félagsins,“ sagði í fréttum um viðskiptum. 

Í ljósi þess hverjir eru í eigendahópi Íslenskrar orkumiðlunar, tvær af stærstu útgerðum landsins, þá er ein af spurningunum sem vaknar hvort eignasafn félagsins, sem að stóru leyti er viðskiptavild, byggi meðal annars á samningum sem félagið hefur gert við sína eigin hluthafa og eða tengda aðila. 

Önnur spurning sem Eggert hefur ekki viljað svara er hvort hann telji að það sé eðlilegt að félag sem hann fer fyrir sem forstjóri komi að viðskiptum við félag þar sem Bjarni Ármannsson er svo stór hluthafi. „Þú ert vinur og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárfestingarfélags Bjarna Ármannssonar, sama fjárfestingarfélags, og Festi kaupir hlutinn í Íslenskri orkumiðlun af. Finnst þér eðlilegt að  þú, eða félag sem þú ferð fyrir sem forstjóri, eigir í  slíkum viðskiptum við félag sem þú tengist eins sterkum böndum?“

Þessu hefur Eggert ekki svarað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
3
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.
Íslenskur trans maður í Bandaríkjunum óttast öfgafullt ástand sem raungerist á ógnarhraða
6
Fréttir

Ís­lensk­ur trans mað­ur í Banda­ríkj­un­um ótt­ast öfga­fullt ástand sem raun­ger­ist á ógn­ar­hraða

Þótt fólk hafi ótt­ast að Trump myndi þrengja að mann­rétt­ind­um minni­hluta­hópa hef­ur kom­ið á óvart hve sum­ar til­skip­an­ir hans eru öfga­full­ar, seg­ir ís­lensk­ur trans mað­ur sem býr í Banda­ríkj­un­um. Óviss­an um stöðu trans fólks sé slík að hann treysti sér ekki til að tjá sig und­ir nafni. Bjarn­dís Helga Tóm­as­dótt­ir, formað­ur Sam­tak­anna '78, seg­ir mark­visst veg­ið að tján­ing­ar­frelsi minni­hluta­hópa í Banda­ríkj­un­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
5
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár