Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Flæðandi list, draumkenndir tónar og heimahátíðir

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 31. júlí til 20. ág­úst.

Flæðandi list, draumkenndir tónar og heimahátíðir

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu þrjár vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna samkomubanns.

Opnun Flæðis

Hvar? Flæði
Hvenær? 1. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Flæði er listamannarekið „pop-up“ rými sem fagnar listinni af jaðrinum. 1. ágúst 2019 opnaði Flæði á Grettisgötu og sýndi þar á sjötta tug sýninga á þremur mánuðum. Nú, ári síðar upp á dag, enduropnar það stærra húsnæði á Vesturgötu 17 þar sem leikurinn verður endurtekinn með sýningum sem eru opnar í takmarkaðan tíma og því ávallt eitthvað nýtt til að sjá og upplifa. Á fyrstu sýningunni má sjá verk eftir sex mismunandi listamenn og -konur. Sýningar munu standa yfir á Vesturgötu, í Kolaportinu og í Tjarnarbíó.

Heimapaunk 2020

Hvar? Heima
Hvenær? 31. júlí–1. ágúst
Streymi: www.twitch.tv/nordanpaunk

Norðanpaunk var fellt niður eins og allar aðrar tónlistarhátíðir um verslunarmannahelgina sökum samkomubannsins, en pönkararnir deyja ekki ráðalausir. Þess í stað spila þrettán jaðarsveitir úr röðum pönkara og þungarokkara erfiða tónlist fyrir gott fólk á sérstökum streymistónleikum. Aðgangur er ókeypis, en tekið við frjálsum framlögum.

Tónleikaröð í Garðinum

Hvar? Dillon
Hvenær? 1.–2. & 8.–9. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sjöunda tug tónlistaratriða spila á tónleikaröð sem haldin er á Dillon allar helgar út júlí og ágúst. Um verslunarmannahelgina koma meðal annars fram rokksveitin Johnny and the Rest og hljóðgervilsdanslistakonan Rokky. Helgina eftir það er hægt að sjá popparann Haffa Haff og rafmögnuðu sveitina Vök.

Vitni

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 13. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Ljósmyndasýningin Vitni eftir Christopher Lund er opnuð á merkilegum tíma þegar viðfangsefni hennar er tímabundið horfið vegna Covid-19 faraldursins. Heimsborgarinn sem var kominn til að sjá fossa falla, jökla skríða og brim sverfa er horfinn. Sýningin varpar fram spurningunni um hlut vitnisins í vitnisburðinum, þess sem sækist í að upplifa og tengja við náttúruna og sjálfa sig um leið.

The Great Exhibition

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 6. ágúst til 3. janúar
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Þessi yfirlitssýning fjallar um listamannatvíeykið Gilbert & George sem hefur í meira en fimm áratugi unnið einstök verk þar sem daglegt líf og myndlist sameinast í einu mengi. Þeir hafa ögrað ríkjandi borgaralegum hugmyndum um smekk og velsæmi og ekki síst stuðlað að breyttum viðhorfum til samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa.

GlerAkur

Hvar? 12 Tónar
Hvenær? 7. ágúst kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

GlerAkur er hugarfóstur Elvars Sævarssonar sem lét áratugalangan draum rætast um að stofna hljómsveit með nógu mörgum gítarleikurum svo yfirtóna-súpan myndi yfirgnæfa alla aðra skynjun. Þessi tilraun heppnaðist svo vel að það þurfti tvo trommara til að halda músíkinni við efnið. Tónlist GlerAkurs er seig sem deig, draumkennd og myrk.

Ný aðföng

Hvar? Nýló
Hvenær? Til 9. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á þessari sýningu má sjá úrval verka eftir átta listamenn sem gefin hafa verið í safneign síðustu þrjú ár. Elstu verkin á sýningunni eru frá sjöunda áratug síðustu aldar og þau nýjustu eru aðeins nokkurra ára gömul. Finna má verk unnin í ýmsa miðla, þar á meðal textílverk, skúlptúra, ljósmyndir og innsetningar.

Björk Orkestral

Hvar? Harpa
Hvenær? 9., 15. 23. & 29. ágúst kl. 17.00
Aðgangseyrir: frá 2.600 kr.

Á þessum tónleikum koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum úti um allan heim. Uppselt er á alla tónleikana en hægt er að kaupa miða á streymi þeirra.

Beyond human time

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? Til 15. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þrettán vatnslitamyndir eftir Ólaf Elíasson hanga á veggjum i8 á þessari sýningu. Miðillinn hefur verið Ólafi í miklu uppáhaldi, en hann notaði hann árið 2009 til að kanna liti, hreyfingu og tíma. Verkin á þessari sýningu eiga það öll sameiginlegt að skilja eftir sig sterka myndleif ef horft er lengi á þær.

Þegar allt kemur til alls

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? Til 23. ágúst
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Verkin á þessari samsýningu eftir tólf íslenska samtímalistamenn voru sérvalin út frá því hvernig fegurðin í hversdagsleikanum, léttleiki, húmor og leikgleði birtast í þeim. Sýningin er hugleiðing um það sem máli skiptir fyrir núið og innlegg í samtölin sem eiga sér stað þessa dagana um hvað drífur samfélagið áfram og hvað skiptir okkur máli.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár