Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Flæðandi list, draumkenndir tónar og heimahátíðir

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 31. júlí til 20. ág­úst.

Flæðandi list, draumkenndir tónar og heimahátíðir

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu þrjár vikurnar. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna samkomubanns.

Opnun Flæðis

Hvar? Flæði
Hvenær? 1. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Flæði er listamannarekið „pop-up“ rými sem fagnar listinni af jaðrinum. 1. ágúst 2019 opnaði Flæði á Grettisgötu og sýndi þar á sjötta tug sýninga á þremur mánuðum. Nú, ári síðar upp á dag, enduropnar það stærra húsnæði á Vesturgötu 17 þar sem leikurinn verður endurtekinn með sýningum sem eru opnar í takmarkaðan tíma og því ávallt eitthvað nýtt til að sjá og upplifa. Á fyrstu sýningunni má sjá verk eftir sex mismunandi listamenn og -konur. Sýningar munu standa yfir á Vesturgötu, í Kolaportinu og í Tjarnarbíó.

Heimapaunk 2020

Hvar? Heima
Hvenær? 31. júlí–1. ágúst
Streymi: www.twitch.tv/nordanpaunk

Norðanpaunk var fellt niður eins og allar aðrar tónlistarhátíðir um verslunarmannahelgina sökum samkomubannsins, en pönkararnir deyja ekki ráðalausir. Þess í stað spila þrettán jaðarsveitir úr röðum pönkara og þungarokkara erfiða tónlist fyrir gott fólk á sérstökum streymistónleikum. Aðgangur er ókeypis, en tekið við frjálsum framlögum.

Tónleikaröð í Garðinum

Hvar? Dillon
Hvenær? 1.–2. & 8.–9. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sjöunda tug tónlistaratriða spila á tónleikaröð sem haldin er á Dillon allar helgar út júlí og ágúst. Um verslunarmannahelgina koma meðal annars fram rokksveitin Johnny and the Rest og hljóðgervilsdanslistakonan Rokky. Helgina eftir það er hægt að sjá popparann Haffa Haff og rafmögnuðu sveitina Vök.

Vitni

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 13. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Ljósmyndasýningin Vitni eftir Christopher Lund er opnuð á merkilegum tíma þegar viðfangsefni hennar er tímabundið horfið vegna Covid-19 faraldursins. Heimsborgarinn sem var kominn til að sjá fossa falla, jökla skríða og brim sverfa er horfinn. Sýningin varpar fram spurningunni um hlut vitnisins í vitnisburðinum, þess sem sækist í að upplifa og tengja við náttúruna og sjálfa sig um leið.

The Great Exhibition

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 6. ágúst til 3. janúar
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Þessi yfirlitssýning fjallar um listamannatvíeykið Gilbert & George sem hefur í meira en fimm áratugi unnið einstök verk þar sem daglegt líf og myndlist sameinast í einu mengi. Þeir hafa ögrað ríkjandi borgaralegum hugmyndum um smekk og velsæmi og ekki síst stuðlað að breyttum viðhorfum til samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa.

GlerAkur

Hvar? 12 Tónar
Hvenær? 7. ágúst kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

GlerAkur er hugarfóstur Elvars Sævarssonar sem lét áratugalangan draum rætast um að stofna hljómsveit með nógu mörgum gítarleikurum svo yfirtóna-súpan myndi yfirgnæfa alla aðra skynjun. Þessi tilraun heppnaðist svo vel að það þurfti tvo trommara til að halda músíkinni við efnið. Tónlist GlerAkurs er seig sem deig, draumkennd og myrk.

Ný aðföng

Hvar? Nýló
Hvenær? Til 9. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á þessari sýningu má sjá úrval verka eftir átta listamenn sem gefin hafa verið í safneign síðustu þrjú ár. Elstu verkin á sýningunni eru frá sjöunda áratug síðustu aldar og þau nýjustu eru aðeins nokkurra ára gömul. Finna má verk unnin í ýmsa miðla, þar á meðal textílverk, skúlptúra, ljósmyndir og innsetningar.

Björk Orkestral

Hvar? Harpa
Hvenær? 9., 15. 23. & 29. ágúst kl. 17.00
Aðgangseyrir: frá 2.600 kr.

Á þessum tónleikum koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum úti um allan heim. Uppselt er á alla tónleikana en hægt er að kaupa miða á streymi þeirra.

Beyond human time

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? Til 15. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þrettán vatnslitamyndir eftir Ólaf Elíasson hanga á veggjum i8 á þessari sýningu. Miðillinn hefur verið Ólafi í miklu uppáhaldi, en hann notaði hann árið 2009 til að kanna liti, hreyfingu og tíma. Verkin á þessari sýningu eiga það öll sameiginlegt að skilja eftir sig sterka myndleif ef horft er lengi á þær.

Þegar allt kemur til alls

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? Til 23. ágúst
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Verkin á þessari samsýningu eftir tólf íslenska samtímalistamenn voru sérvalin út frá því hvernig fegurðin í hversdagsleikanum, léttleiki, húmor og leikgleði birtast í þeim. Sýningin er hugleiðing um það sem máli skiptir fyrir núið og innlegg í samtölin sem eiga sér stað þessa dagana um hvað drífur samfélagið áfram og hvað skiptir okkur máli.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár