Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gagnrýna sendiherra Bandaríkjanna: „Rasískt og heimskulegt rugl“

Jef­frey Ross Gun­ter sendi­herra seg­ir Ís­land og Banda­rík­in sam­ein­uð í að sigr­ast á „ósýni­lega Kína vírusn­um“.

Gagnrýna sendiherra Bandaríkjanna: „Rasískt og heimskulegt rugl“
Jeffrey Ross Gunter og Donald Trump Sendiherrann segir Ísland og Bandaríkin standa saman gegn „ósýnilega Kína vírusnum“.

Þingmaður Samfylkingarinnar óskar eftir því að sendiherra Bandaríkjanna noti ekki íslenska fánann í umfjöllun sinni um baráttuna gegn Covid-19 faraldrinum.

Jeffrey Ross Gunter, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi árið 2018, skrifaði á Twitter í gærkvöldi: „Við erum sameinuð í að sigra Ósýnilega Kína Vírusinn!“

Birti hann fána Íslands og Bandaríkjanna hlið við hlið. Þá vísaði einnig í færslu forsetans með mynd af honum með andlitsgrímu og textanum: „Enginn er meiri ættjarðarvinur en ég, uppáhalds forsetinn ykkar!“

Egill Helgason fjölmiðlamaður fjallar um færsluna á Facebook síðu sinni. „Þessi sendiherra, sem er ekki diplómati heldur borgaði ríkulega í kosningasjóð Trumps, ætti að skilja að hér á Íslandi höfum við ekki talað um Kínavírus,“ skrifar Egill. „Það er líka ansi mikill munur á því hvernig við og Bandaríkjamenn höfum höndlað vírusinn. Hér hafa vísindamenn ráðið ferðinni. Í Bandaríkjunum sæta vísindamenn árásum.“

Gunter er húðsjúkdómalæknir og hefur verið virkur í starfi Repúblikanaflokksins, meðal annars sem leiðtogi samtaka gyðinga í flokknum. Hann hefur stutt marga frambjóðendur flokksins fjárhagslega, meðal annars Trump, John McCain og Liz Cheney. Hefur hann frá árinu 2015 greitt að minnsta kosti 38.800 dollara til flokksins eða frambjóðenda hans, eða andvirði 5,4 milljóna króna.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar um málið á Facebook síðu sinni. „Að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi leyfi sér að vísa í íslenska fánann í sömu andrá og hann skrifar að „við“ séum „sameinuð“ gegn „invisible China virus“ er rasískt og heimskulegt rugl. Ég vil því óska eftir að þessi sendiherra noti ekki íslenska fánann í þessum tilgangi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár