Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gagnrýna sendiherra Bandaríkjanna: „Rasískt og heimskulegt rugl“

Jef­frey Ross Gun­ter sendi­herra seg­ir Ís­land og Banda­rík­in sam­ein­uð í að sigr­ast á „ósýni­lega Kína vírusn­um“.

Gagnrýna sendiherra Bandaríkjanna: „Rasískt og heimskulegt rugl“
Jeffrey Ross Gunter og Donald Trump Sendiherrann segir Ísland og Bandaríkin standa saman gegn „ósýnilega Kína vírusnum“.

Þingmaður Samfylkingarinnar óskar eftir því að sendiherra Bandaríkjanna noti ekki íslenska fánann í umfjöllun sinni um baráttuna gegn Covid-19 faraldrinum.

Jeffrey Ross Gunter, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi árið 2018, skrifaði á Twitter í gærkvöldi: „Við erum sameinuð í að sigra Ósýnilega Kína Vírusinn!“

Birti hann fána Íslands og Bandaríkjanna hlið við hlið. Þá vísaði einnig í færslu forsetans með mynd af honum með andlitsgrímu og textanum: „Enginn er meiri ættjarðarvinur en ég, uppáhalds forsetinn ykkar!“

Egill Helgason fjölmiðlamaður fjallar um færsluna á Facebook síðu sinni. „Þessi sendiherra, sem er ekki diplómati heldur borgaði ríkulega í kosningasjóð Trumps, ætti að skilja að hér á Íslandi höfum við ekki talað um Kínavírus,“ skrifar Egill. „Það er líka ansi mikill munur á því hvernig við og Bandaríkjamenn höfum höndlað vírusinn. Hér hafa vísindamenn ráðið ferðinni. Í Bandaríkjunum sæta vísindamenn árásum.“

Gunter er húðsjúkdómalæknir og hefur verið virkur í starfi Repúblikanaflokksins, meðal annars sem leiðtogi samtaka gyðinga í flokknum. Hann hefur stutt marga frambjóðendur flokksins fjárhagslega, meðal annars Trump, John McCain og Liz Cheney. Hefur hann frá árinu 2015 greitt að minnsta kosti 38.800 dollara til flokksins eða frambjóðenda hans, eða andvirði 5,4 milljóna króna.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar um málið á Facebook síðu sinni. „Að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi leyfi sér að vísa í íslenska fánann í sömu andrá og hann skrifar að „við“ séum „sameinuð“ gegn „invisible China virus“ er rasískt og heimskulegt rugl. Ég vil því óska eftir að þessi sendiherra noti ekki íslenska fánann í þessum tilgangi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár