Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sólveig Anna útilokar ekki verkföll ef ríkisstjórnin gerir launþjófnað ekki refsiverðan

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, hef­ur birt op­ið bréf til rík­is­stjórn­ar­inn­ar með ákalli um að hún standi við lof­orð sem voru gerð með Lífs­kjara­samn­ingn­um um að gera launa­þjófn­að refsi­verð­an.

Sólveig Anna útilokar ekki verkföll ef ríkisstjórnin gerir launþjófnað ekki refsiverðan
Verkföll möguleg Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, útilokar ekki verkföll ef Lífskjarasamningurinn verður felldur í haust. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki útiloka verkföll eða aðrar aðgerðir ef stjórnvöld standa ekki við loforð sín um að gera launaþjófnað refsiverðan. Hún birti í dag opið bréf þess efnis sem hún sendi á fimm ráðuneyti. Þar vísar hún í yfirlýsingu stjórnvalda frá 3. apríl 2019 um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings Lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins, en þar er lofað að auka heimildir til refsinga fyrir ákveðin kjarasamningsbrot.

Í bréfinu skorar hún á meðlimi ríkisstjórnarinnar að standa við gefin loforð. „Berist ekki skriflegar skýringar á því hvernig þið hyggist gera það innan skamms áskil ég mér fullan rétt til að gera það sem í mínu valdi stendur sem formaður Eflingar til að knýja á um að þið standið við orð ykkar. Ég og félagar mínir í stétt verka- og láglaunafólks munum ekki sætta okkur við meira af þessu ótrúlega rugli sem viðgengist hefur.“

Stundin hafði samband og spurði Sólveigu hvað hún meinti með þessum orðum. Hún sagði að ef stjórnvöld stæðu ekki við gefin loforð mundi Lífskjarasamningurinn svokallaði falla, og að þá fái verkalýðsfélög landsins ýmis verkfæri í hendurnar.

„Allir vita að það kemur núna að endurskoðun Lífskjarasamningsins í haust,“ segir Sólveig. „Þetta hefur verið vitað frá undirritun samningsins, þannig að það ætti ekki að koma neinum á óvart að við í Eflingu erum orðin mjög óþreyjufull að sjá enda á þessu atriði vegna þess að þetta er eitt af þeim málum sem við settum á oddinn í viðræðunum. Við munum aldrei sætta okkur við annað en að þetta loforð verði uppfyllt.“

Aðspurð hvort til stæði að efla til verkfalla ef ríkisstjórnin dregur lappirnar ef samningurinn fellur svaraði Sólveig að allt komi til greina. „Á þessum tímapunkti útiloka ég ekki neitt.“

Launakröfur upp á 345 milljónir í fyrra

Í bréfinu segir hún að þúsundir félagsmanna hafi leitað til Eflingar á síðustu árum vegna „ógreiddra launa, launaþjófnaðar, stulds á desember- og orlofsuppbót og annarar glæpahegðunar atvinnurekenda.“

Hún segir að félag sitt hafi gert 700 launakröfur fyrir félagsfólk sitt upp á 345 milljónir króna. Meðalupphæð kröfu er 492.000 krónur, sem hún segir að sé mun meira en láglaunamanneskja fær fyrir fulla vinnu. „Lögmenn Eflingar tóku svo að sér 370 mál til frekari innheimtu fyrir hönd meðlima í Eflingu. Þetta eru staðreyndir úr tilveru verka- og láglaunafólks á íslenskum vinnumarkaði.“

Bréfið er stílað eins og hefðbundið kröfubréf frá Eflingu, en það var sent á forsætisráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, en þau áttu öll aðkomu að Lífskjarasamningnum svokallaða.

Launaþjófnaður ekki refsiverður

Í Facebook færslu sem fylgdi bréfinu spyr Sólveig Anna: „Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“

Samkvæmt núverandi reglugerð er ekki ólöglegt fyrir vinnuveitanda að borga vinnufólki sínu ekki full laun. Eina afleiðing slíkrar hegðunar er að þurfa að borga vangoldin laun.

Þegar verkalýðsfélög hafa sótt mál fyrir hönd félagsmanna sinna hefur lögreglan ekki gripið inn í, heldur borið fyrir sig skort á lagaheimildum til að ákæra vinnuveitenda sem borga ekki laun. Krafa hefur verið uppi hjá verkalýðsfélögum landsins að bæta úr þessu og skapa refsiramma fyrir óheiðarlega vinnuveitendur.

Krafan kom meðal annars upp í sam­starfs­hópi fé­lags- og barna­mála­ráð­herra sem var skipaður 14. september 2018. Þar náðist ekki einhugur um að gera kjarasamningsbrot refsiverð, en krafan var endurómuð þegar kom að Lífskjarasamningnum og stjórnvöld skuldbundu sig við að þróa hana áfram í samráði við aðila vinnumarkaðarins.

Þann 3. apríl birtist frétt á síðu stjórnarráðs Íslands þar sem tilkynntar voru 38 væntanlegar aðgerðir stjórnvalda til að stuðla að Lífskjarasamningnum. Í kaflanum sem er merktur Félagsleg undirboð má finna ýmis áform um úrræði til að taka á því óréttlæti sem Sólveig lýsir og stéttarfélög hafa barist gegn á þessari öld. 22. liður segir: „Heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.“

Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hafa stjórnvöld ekki enn kynnt frekari áform þótt ár hafi liðið.

Í samtali við Stundina árið 2017 sagði yf­ir­mað­ur man­sals­rann­sókna í Dan­mörku að á Íslandi væri reyndar til lagaheimild sem lögreglan ætti að getað notað. Vísaði hann þá í 253. grein almennra hegningarlaga Íslands, sem bannar einstaklingum að nýta sér „bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu“ til að féfletta hann. Hann sagði að Danmörk hefði notað slík lög ítrekað í baráttu landsins gegn mansali.

Lesa má bréf Eflingar og færslu Sólveigar hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
3
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
4
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
6
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
7
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
9
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
10
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár