Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

DV fjarlægði frétt um Fréttablaðið af vef sínum

Jón Þór­is­son, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, seg­ist ekki hafa rætt frétt sem fjar­lægð var af DV.is við Þor­björgu Marínós­dótt­ur, rit­stjóra DV. Hún seg­ir þau hins veg­ar hafa rætt mál­ið, en ákvörð­un­in hafi ver­ið henn­ar og hún geti tek­ið slag­inn um svona mál. Miðl­arn­ir eru báð­ir í eigu Torgs.

DV fjarlægði frétt um Fréttablaðið af vef sínum
Þorbjörg Marínósdóttir „Við eigum í það nánum og góðum samskiptum að þann dag sem ég get ekki tekið slaginn við hann þarf ég bara að fara heim,“ segir Þorbjörg um samstarfið við Jón.

Fréttavefur DV fjarlægði frétt af vef sínum föstudaginn 10. júlí eftir að Fréttablaðið tók ákvörðun um að fjarlægja pistil sem lá fréttinni til grundvallar af sínum vef. Ritstjórnir miðlanna, sem báðir eru í eigu Torgs, eru sjálfstæðar samkvæmt reglum þeirra, en ritstjóri DV segist hafa rætt málið við ritstjóra Fréttablaðsins.

Pistillinn birtist á baksíðu Fréttablaðsins á föstudag, en þar fór Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, hörðum orðum um Birgi Þórarinsson, þingmann Miðflokksins, án þess þó að nafngreina hann.

„Reyndar er hann ekki svartur, nema á sálinni, en það er ekki honum að þakka,“ skrifaði Guðmundur. „Sá mun gjamma mest á Alþingi og opinberast hans eðla heimska í hvert eitt sinn hann þvælir upp kjaftinum.“ Bætti hann því við að Birgir væri „ætíð skíthæll - nú þingmaður“.

Fréttablaðið fjarlægði pistilinn af vefsvæði sínu á föstudaginn, þrátt fyrir að hafa birt hann í blaðinu um morguninn. Þá fjarlægði DV einnig frétt sína þar sem fjallað var um innihald pistilsins af vefsvæði sínu.

Birgir ÞórarinssonÞingmaður Miðflokksins var viðfangsefni harðorðs pistils á baksíðu Fréttablaðsins.

„Pistillinn stóðst ekki þær kröfur sem við gerum til svona efnis,“ segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins og aðalritsjóri Torgs. „Það voru bara mistök,“ segir hann um birtingu pistilsins.

Aðspurður um það hvort hann hafi rætt málið við Þorbjörgu Maríónsdóttur, ritstjóra DV, eða blaðamanninn sem skrifaði fréttina segir hann að svo hafi ekki verið. „Það er nú bara ákvörðun sem ritstjóri tekur. Ég legg ekki í vana minn að lýsa samskiptum mínum við samstarfsmenn mína, en í þessu tilfelli var það ekki,“ segir Jón og bætir því við að ritstjórnarlegt sjálfstæði sé í hávegum haft.

Þorbjörg segir hins vegar að hún og Jón hafi rætt málið. Hann hafi hins vegar ekki haft áhrif á ákvörðun hennar.

„Ég og Jón kynntumst í matsalnum hjá Mogganum fyrir nokkrum árum og erum búin að eiga í mjög góðu trúnaðarsambandi löngu áður en ég byrja á DV,“ segir hún. „Og ég á ekki í neinum vandræðum með að segja Jóni hvað mér finnst um eitt né neitt eða segja honum að hann sé fáviti ef mér finnst hann vera fáviti. Það er bara ekkert vandamál. Og alveg öfugt hjá honum. Við tökumst klárlega á og gott betur og svo er það bara búið. Við eigum í það nánum og góðum samskiptum að þann dag sem ég get ekki tekið slaginn við hann þarf ég bara að fara heim.“

„Það voru gerð mistök á Fréttablaðinu. Ég get alveg sagt það upphátt, Jón getur sagt það upphátt“

Hún segir þau ræða málin og aðstoða hvort annað eins og eðlilegt sé með samstarfsmenn. „Ég er fullfær um að taka mínar ákvarðanir sjálf,“ segir hún. „Það voru gerð mistök á Fréttablaðinu. Ég get alveg sagt það upphátt, Jón getur sagt það upphátt. En svo var ákveðið að bregðast við því með eins snyrtilegum hætti og hægt var, sem ég met að sé svona.“

Útgáfufélag Fréttablaðsins, Torg, tilkynnti í desember í fyrra um kaup þess á DV og vefnum DV.is og hafa miðlarnir flutt í sama húsnæði við Hafnartorg eins og sjónvarpsstöðin Hringbraut sem einnig er hluti af samstæðunni.

Í ritstjórnarreglum Torgs segir að ritstjórnir fréttamiðlanna skuli vera sjálfstæðar. „Hlutverk fréttamiðla Torgs er að upplýsa almenning. Ritstjórn þeirra er sjálfstæð og skal starf hennar taka mið af því að aldrei sé efast um trúverðugleika miðla Torgs. Ritstjórnarlegt sjálfstæði skal virt og skal ritstjórnarefni óháð stjórn og eigendum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár