Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ný fagráð sjúkrahúsa ekki lýðræðislega kosin

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um og með­lim­ir nýrra fagráða verða vald­ir af for­stjór­um sjúkra­hús­anna sam­kvæmt reglu­gerð. Formað­ur lækna­ráðs Land­spít­al­ans hef­ur sagt að for­stjóri verði „býsna ein­ráð­ur“ og að að­hald minnki.

Ný fagráð sjúkrahúsa ekki lýðræðislega kosin
Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðisráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir að leggja niður lækna- og hjúkrunarráð.

Meðlimir nýrra fagráða sjúkrahúsa verða valdir af forstjórum þeirra, en ekki lýðræðislega kosnir eins og áður. Þetta kemur fram í drögum að nýrri reglugerð sem birt hefur verið á samráðsgátt stjórnvalda.

Læknaráð og hjúkrunarráð á heilbrigðisstofnunum, þar á meðal Landspítalanum, voru lögð niður með lögum þegar frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu var samþykkt á lokadögum Alþingis í júní. Formaður læknaráðs, Anna Margrét Halldórsdóttir, hefur gagnrýnt breytinguna og sagt að forstjóri verði „býsna einráður“ og að aðhald minnki við breytinguna. Læknaráð hefur verið mjög gagnrýnið á Svandísi í hennar ráðherratíð, meðal annars hvað varðar stöðuna á bráðamóttöku Landspítalans.

Samkvæmt drögum að reglugerðinni, sem birt voru í gær, munu forstjórar heilbrigðisstofnana skipa fagráð  sem í sitja að minnsta kosti einn fulltrúi lækna, einn fulltrúi hjúkrunarfræðinga og einn fulltrúi annarra heilbrigðisstétta sem eru í föstu starfi innan heilbrigðisstofnunarinnar. Eins og áður ber forstjóra að leita álits fagráðs um mikilvægar ákvarðanir sem varða heilbrigðisþjónustu og skipulag heilbrigðisstofnunarinnar en er þó ekki bundinn af álitinu.

Hingað til hafa stjórnir lækna- og hjúkrunarráða verið kosnar á aðalfundum þeirra. Þá mun forstjóri þurfa að staðfesta starfsreglur sem ráðin setja sér, en ekkert slíkt hefur komið fram í starfsreglum ráðanna sem lögð hafa verið niður. Auk þess er skipan fagráðanna tímabundin til þriggja ára, en ekki tveggja eins og hefur verið í tilviki læknaráðs Landspítalans.

Drögin að reglugerðinni verða til umsagnar til 8. ágúst og hafa breytingarnar því ekki tekið gildi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.
Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg
FréttirHeilbrigðismál

Til­kynn­ing um her­manna­veiki í blokk fyr­ir eldri borg­ara vek­ur ugg

Íbú­um á Granda­vegi 47 barst ný­lega orð­send­ing frá sótt­varn­ar­lækni og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur þess efn­is að mik­ið magn her­manna­veikis­bakt­erí­unn­ar hefði fund­ist í einni íbúð blokk­ar­inn­ar. Dótt­ir ní­ræðr­ar konu í blokk­inni hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af móð­ur sinni en her­manna­veiki er bráð­drep­andi fyr­ir fólk sem er veikt fyr­ir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár