Ísfirðingar hafa eflaust margir heyrt minnst á Martinus Simson, ævintýramanninn sem heillaðist af Ísafirði á þriðja áratug síðustu aldar.
Lítið hefur verið um hann ritað eftir andlát hans árið 1974 en eftir standa minnisvarðar um verk hans og ástríður: styttur hans tvær við Sundhöll Ísafjarðar og garðurinn sem nefndur er Simsons garður og liggur við sumarbústaðabyggð í Tungudal skammt frá golfvelli Ísafjarðarbæjar.
Höggmyndir, hellir og gosbrunnur
Garðurinn er ekki í alfaraleið ferðamanna um þessar slóðir en er merktur með einföldu rauðu skilti: Simsons garður, en þar gefur að líta undraverðan lítinn ævintýragarð þar sem alls kyns plöntur og tré vaxa villt og hylja næstum þær höggmyndir sem garðinn prýða og má því leiða líkur að því að garðurinn sé dálítið fallinn í gleymskunnar dá. Í garðinum er einnig að finna steypta …
Athugasemdir