Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gleymdi garður töframannsins i Tungudal

Á Ísa­firði er að finna fal­inn högg­mynda­garð ljós­mynd­ar­ans, lista­manns­ins og töframanns­ins Mart­in­us Sim­son sem var dansk­ur og sett­ist að á Ís­landi ár­ið 1916. Sim­sons-garð­ur er stað­sett­ur í Tungu­dal þar sem Sim­son fékk út­hlut­aða lóð á þriðja ára­tugn­um en í dag ligg­ur garð­ur­inn í órækt, fal­inn minn­is­varði um merki­leg­an og list­ræn­an ein­stak­ling með ástríðu fyr­ir skóg­rækt á Ís­landi.

Gleymdi garður töframannsins i Tungudal

Ísfirðingar hafa eflaust margir heyrt minnst á Martinus Simson, ævintýramanninn sem heillaðist af Ísafirði á þriðja áratug síðustu aldar.

Styttur i klassískum stílÞær eru á meðal þess sem má finna í Simson garðinum í Tungudal.

Lítið hefur verið um hann ritað eftir andlát hans árið 1974 en eftir standa minnisvarðar um verk hans og ástríður: styttur hans tvær við Sundhöll Ísafjarðar og garðurinn sem nefndur er Simsons garður og liggur við sumarbústaðabyggð í Tungudal skammt frá golfvelli Ísafjarðarbæjar.  

Höggmyndir, hellir og gosbrunnur

Garðurinn er ekki í alfaraleið ferðamanna um þessar slóðir en er merktur með einföldu rauðu skilti: Simsons garður, en þar gefur að líta undraverðan lítinn ævintýragarð þar sem alls kyns plöntur og tré vaxa villt og hylja næstum þær höggmyndir sem garðinn prýða og má því leiða líkur að því að garðurinn sé dálítið fallinn í gleymskunnar dá. Í garðinum er einnig að finna steypta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðasumarið 2020

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár