Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu

Leigj­end­ur á Bræðra­borg­ar­stíg 1, sem er bruna­rúst­ir eft­ir elds­voða, hafa feng­ið rukk­un vegna leigu í júlí. Einn íbú­inn leit­aði ráð­gjaf­ar vegna inn­heimtusím­tals. Magda­lena Kwi­at­kowska, starfs­mað­ur Efl­ing­ar, seg­ir að unga par­ið sem lést í brun­an­um hafi ver­ið að safna pen­ing­um fyr­ir brúð­kaupi sínu.

Unga parið sem lést í brunanum var að safna fyrir brúðkaupi sínu

Íbúar hússins á Bræðraborgarstíg 1, sem brann 25. júní síðastliðinn, hafa fengið rukkun fyrir leigu vegna júlímánaðar.

Magdalena Kwiatkowska, verkefnisstjóri fræðslumála hjá Eflingu, segir í samtali við Stundina að einn íbúa hússins hafi leitað til hennar af ótta við að verða fyrir vanskilakostnaði ef hann greiddi ekki leiguna, en húsið er óíbúðarhæft þar sem það er brunarústir. Hringt var í hann á dögunum og hann varaður við dráttarvöxtunum sem legðust á húsaleiguna ef hann greiddi hana ekki fyrir eindaga. 

„Hann sagði að það hafi verið hringt í hann og sagt: „Þú veist að það bætist við 100 krónur á hverjum degi sem þú borgar ekki.“ Ég sagði honum að borga þetta alls ekki, en ég heyrði að allir leigjendurnir hafi fengið þessa rukkun. Ég vona að enginn þeirra hafi borgað,“ segir Magdalena.

Hún segist ekki vita til þess að leigjendurnir hafi verið með leigusamning, en það hafi engu að síður verið krafið um tveggja mánaða tryggingu. „Ég veit að það voru nokkrir sem voru búnir að borga trygginguna með peningum og aðrir lögðu hana inn á bankareikning. En ekkert þeirra hefur fengið hana aftur eftir brunann.“

Stundin hefur ekki fengið endanlega staðfest hver stóð fyrir innheimtusímtalinu, hvort það hafi verið innheimtuþjónusta, eða fulltrúi HD verks, félagsins sem á húsið. Eigandi og forsvarsmaður þess félags, Kristinn Jón Gíslason, svaraði ekki Stundinni vegna fréttarinnar. Í samtali við Stundina á föstudag sagði hann hentugra að leigja útlendingum en Íslendingum. „Ég var bara að leigja sjálfur út herbergin. Og leigi yfirleitt útlendingum af því að ég hef ekki áhuga á því að leigja Íslendingum. Útlendingarnir borga en ekki Íslendingarnir.“

Þrír létust í brunanum. Þar á meðal var ungt par frá Póllandi. Þau voru hér á landi til að safna fyrir brúðkaupi sínu.

Dauðagildra fyrir unga parið

Höfðu enga aðra húsakostiMagdalena segir að par sem lést í eldsvoðanum hafi flutt til landsins til að vinna og safna fyrir brúðkaupi sínu. Til að minnka útgjöld hafi þau þegið ódýrt herbergi í húsinu sem brann.

„Þetta var dauðagildra fyrir þetta unga par sem kom hingað til að vinna til að safna peningum fyrir brúðkaupið. Það fór aldrei heim aftur,“ sagði Magdalena í gærkvöldi í þættinum Rauða borðinu, sem sendur er út á Facebook í umsjón Gunnars Smára Egilssonar. Magdalena hefur tekið virkan þátt fyrir hönd Eflingar í að aðstoða aðstandendur þeirra sem létust í eldsvoðanum, svo og þá sem komust lífs af.

Í samtali við Stundina segir Magdalena að það sem átti að vera besti og færasti vinnumarkaður í heimi hafi verið þeim martröð. „Þau komu hingað fyrir sjö eða átta mánuðum og voru að safna peningum til að borga fyrir brúðkaupið,“ segir hún. Þau unnu bæði láglaunavinnu og því reyndu þau að finna sér sem ódýrastan húsakost. „Þau vildu ekki borga meira en 80-90.000 krónur í leigu, en þetta herbergi í þessu húsi var það eina sem stóð þeim til boða á því verði.“

Leigjendur þurftu að deila einu klósetti

Magdalena segir að fyrir brunann hafi aðstæður í húsinu verið hörmulegar, en 13 leigjendur hafi allir þurft að deila einu salerni og einni sturtu. „Það var eitt klósett og það þurfti að skrifa niður fyrir fram hver fer í sturtu og hvenær. Maðurinn sem lést gat til dæmis bara farið í sturtu klukkan tíu á kvöldin.“

Magdalena segir að leigjendurnir hafi ítrekað óskað eftir því annað klósett yrði byggt en að þeirri beiðni hafi ekki verið ansað.

„Maðurinn sem lést gat til dæmis bara farið í sturtu klukkan tíu á kvöldin.“

Bauðst gluggalaus kjallaraíbúð

Í Rauða borðinu sagði Magdalena að það væri mjög algengt fyrir Eflingu að heyra af launaþjófnaði, misnotkun og valdbeitingu. „Þetta kemur fyrir daglega, sérstaklega í pólska samfélaginu,“ sagði hún.

Daginn eftir brunann segir hún að margir Íslendingar hafi haft samband við stéttarfélagið til að bjóða fólkinu ódýran húsakost. „En það sem var í boði var ekkert betra en það sem þau voru með áður fyrr.“ Nefndi hún að eitt húsnæðið hafi verið gluggalaus kjallaraíbúð sem Íslendingar létu ekki bjóða sér. „Hvernig manneskja ert þú að hringja í Eflingu að bjóða fólki svona húnæði?“ sagði Magdalena í þættinum.

Hún sagði að Efling væri á fullu að aðstoða fólkið sem bjó í húsinu. „Við erum að skoða hvað er hægt að bjóða þeim, eins og dánarbætur, sjúkrasjóð og slíkt.“ 

Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að eldurinn hafi breiðst út svo fljótt því húsið hafi verið einangrað með sagi. Hann taldi að eigendur hefðu ekki uppfyllt skyldur sínar.

Auk einstaklinganna þriggja sem létust særðust þrír til viðbótar. Einn karlmaður á sjötugsaldri er í haldi lögreglu, grunaður um íkveikju, og var úrskurðaður fyrr í dag í sjö daga áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Alþýðusamband Íslands hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bruninn á Bræðraborgarstíg

Aðvörun um hættuástand Bræðraborgarstígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Að­vör­un um hættu­ástand Bræðra­borg­ar­stígs 1 varð að engu því hún kom ekki frá íbúa

Bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur barst við­vör­un um bruna­hættu á Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1 í apríl fyr­ir ári. Hvor­ug stofn­un­in brást við var­úð­ar­orð­um bréfs­ins þar sem það kom ekki frá íbúa eða hús­eig­anda, en hús­ið brann til kaldra kola í júní.
Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar um eldsvoðann: „Við berum í raun og veru enga ábyrgð“
ÚttektBruninn á Bræðraborgarstíg

Upp­lýs­inga­stjóri Reykja­vík­ur­borg­ar um elds­voð­ann: „Við ber­um í raun og veru enga ábyrgð“

Um ábyrgð eft­ir brun­ann í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur benda mis­mun­andi að­il­ar inn­an borg­ar­yf­ir­valda hver á ann­an. Upp­lýs­inga­stjóri seg­ir borg­ina ekki bera neina ábyrgð gagn­vart leigj­end­um íbúð­ar­inn­ar, en vel­ferð­ar­svið seg­ir þvert á móti að borg­in beri rík­ar skyld­ur til að að­stoða þá.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár