„Langafi minn var skipstjóri á skipi sem gerði út frá Patreksfirði í tíu ár og amma ólst þar upp frá fjögurra ára aldri til fjórtán ára,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir kvikmyndagerðarkona. Hún heimsækir Vestfirðina eins oft og hún getur. „Ég hef að öðru leyti enga fjölskyldutengingu vestur en hlýt að hafa búið þar í fyrra lífi því ég sæki svo mikið þangað. Ég stofnaði hátíð sem hét Rauðisandur Festival með nokkrum vinum sem við héldum í nokkur ár og ég kem ár hvert um hvítasunnu á skemmtilegustu kvikmyndahátíð landsins Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda, sem haldin er á Patreksfirði.“
„Það er erfitt að velja uppáhaldsstaði þar sem Vesfirðirnir eru svo ægifagrir en þessir staðir koma fyrst upp í hugann. Á Birkimel á Barðaströnd er æðisleg lítil sveitalaug niðri við sjó sem er dásamlegt að stoppa í á leiðinni á Patró eða á leiðinni suður.
Á leiðinni yfir Kleifarheiði er siður …
Athugasemdir