Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Blómleg flugeldasýning sem endist út sumarið

Eld­blóm, inn­setn­ing Sig­ríð­ar Soffíu Ní­els­dótt­ur í Hall­ar­garð­in­um við Frí­kirkju­veg 11, sprett­ur af sjald­gæf­um yrkj­um al­gengra blóma­teg­unda á borð við bóndarós­ir, dal­í­ur og lilj­ur. Gangi allt að ósk­um blómstra þær hver af ann­arri í sum­ar. Þær eru því hæg­fara út­gáfa flug­elda­sýn­ing­ar­inn­ar sem lýs­ir upp him­in­inn á Menn­ing­arnótt.

Blómleg flugeldasýning sem endist út sumarið
Margt líkt með blómum og börnum Sigríður Soffía segir margt líkt með því að rækta blóm og ala upp börn. Það þurfi að hlúa vel að þeim í upphafi.

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var innsetning Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, danshöfundar og flugeldahönnuðar með meiru, afhjúpuð í Hallargarðinum. Verkið byggir á hugmynd Sigríðar Soffíu sem hún hefur unnið að frá árinu 2017. Það er unnið í samstarfi við Torg í biðstöðu, verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem snýst um að lífvæða svæði í borginni með tímabundnum lausnum. Það er jafnframt á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, en það var Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, sem opnaði sýninguna í Hallargarðinum. 

Innsetningin er í formi blómabeðs sem hlykkjast niður Hallargarðinn eins og lækur af blómum. Hægt er að horfa á beðið eins og á flugeldasýningu; það hefur upphaf, miðju og enda. Munurinn er að í þessu tilviki stendur sýningin yfir til sumarloka. Rétt eins og með flugeldasýningar í lofti er uppbyggingin spennandi og lokasenan verður ef allt gengur eftir tilkomumest. Því er beðið að miklu leyti grænt sem stendur, ef frá eru skilin stór og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár