Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Blómleg flugeldasýning sem endist út sumarið

Eld­blóm, inn­setn­ing Sig­ríð­ar Soffíu Ní­els­dótt­ur í Hall­ar­garð­in­um við Frí­kirkju­veg 11, sprett­ur af sjald­gæf­um yrkj­um al­gengra blóma­teg­unda á borð við bóndarós­ir, dal­í­ur og lilj­ur. Gangi allt að ósk­um blómstra þær hver af ann­arri í sum­ar. Þær eru því hæg­fara út­gáfa flug­elda­sýn­ing­ar­inn­ar sem lýs­ir upp him­in­inn á Menn­ing­arnótt.

Blómleg flugeldasýning sem endist út sumarið
Margt líkt með blómum og börnum Sigríður Soffía segir margt líkt með því að rækta blóm og ala upp börn. Það þurfi að hlúa vel að þeim í upphafi.

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var innsetning Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, danshöfundar og flugeldahönnuðar með meiru, afhjúpuð í Hallargarðinum. Verkið byggir á hugmynd Sigríðar Soffíu sem hún hefur unnið að frá árinu 2017. Það er unnið í samstarfi við Torg í biðstöðu, verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem snýst um að lífvæða svæði í borginni með tímabundnum lausnum. Það er jafnframt á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, en það var Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, sem opnaði sýninguna í Hallargarðinum. 

Innsetningin er í formi blómabeðs sem hlykkjast niður Hallargarðinn eins og lækur af blómum. Hægt er að horfa á beðið eins og á flugeldasýningu; það hefur upphaf, miðju og enda. Munurinn er að í þessu tilviki stendur sýningin yfir til sumarloka. Rétt eins og með flugeldasýningar í lofti er uppbyggingin spennandi og lokasenan verður ef allt gengur eftir tilkomumest. Því er beðið að miklu leyti grænt sem stendur, ef frá eru skilin stór og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár