Blómleg flugeldasýning sem endist út sumarið

Eld­blóm, inn­setn­ing Sig­ríð­ar Soffíu Ní­els­dótt­ur í Hall­ar­garð­in­um við Frí­kirkju­veg 11, sprett­ur af sjald­gæf­um yrkj­um al­gengra blóma­teg­unda á borð við bóndarós­ir, dal­í­ur og lilj­ur. Gangi allt að ósk­um blómstra þær hver af ann­arri í sum­ar. Þær eru því hæg­fara út­gáfa flug­elda­sýn­ing­ar­inn­ar sem lýs­ir upp him­in­inn á Menn­ing­arnótt.

Blómleg flugeldasýning sem endist út sumarið
Margt líkt með blómum og börnum Sigríður Soffía segir margt líkt með því að rækta blóm og ala upp börn. Það þurfi að hlúa vel að þeim í upphafi.

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var innsetning Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, danshöfundar og flugeldahönnuðar með meiru, afhjúpuð í Hallargarðinum. Verkið byggir á hugmynd Sigríðar Soffíu sem hún hefur unnið að frá árinu 2017. Það er unnið í samstarfi við Torg í biðstöðu, verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem snýst um að lífvæða svæði í borginni með tímabundnum lausnum. Það er jafnframt á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, en það var Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, sem opnaði sýninguna í Hallargarðinum. 

Innsetningin er í formi blómabeðs sem hlykkjast niður Hallargarðinn eins og lækur af blómum. Hægt er að horfa á beðið eins og á flugeldasýningu; það hefur upphaf, miðju og enda. Munurinn er að í þessu tilviki stendur sýningin yfir til sumarloka. Rétt eins og með flugeldasýningar í lofti er uppbyggingin spennandi og lokasenan verður ef allt gengur eftir tilkomumest. Því er beðið að miklu leyti grænt sem stendur, ef frá eru skilin stór og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár