Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eftirlaunalögin umdeildu skiluðu 559 milljónum til þeirra sem þau settu

Skuld­bind­ing­ar rík­is­ins vegna þing­manna juk­ust um 329 millj­ón­ir króna og um 230 millj­ón­ir vegna ráð­herra við það að eft­ir­launa­lög Dav­íðs Odds­son­ar voru sam­þykkt ár­ið 2003. Líf­eyr­ir þeirra þing­manna sem mest fengu hækkuði um 50 þús­und á mán­uði.

Eftirlaunalögin umdeildu skiluðu 559 milljónum til þeirra sem þau settu
Davíð Oddsson Eftirlaunalögin hafa gert Davíð að tekjuhæsta fjölmiðlamanni þjóðarinnar undanfarin ár. Mynd: Sigtryggur Ari

Lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra hækkuðu um 559 milljónir króna við setningu eftirlaunalaganna umdeildu árið 2003. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins.

Skuldbindingar vegna þeirra þingmanna sem sátu á þingi við setningu laganna eða höfðu þá hætt störfum jukust um 329 milljónum króna vegna þeirra. Upphæðin vegna lífeyris sitjandi og fyrrverandi ráðherra nam 230 milljónum króna.

Ólafur ÍsleifssonÞingmaðurinn spurði fjármálaráðherra um eftirlaunalögin sem nú hafa verið afnumin.

Þá kemur fram að mánaðarlegur lífeyrisréttur ráðherra sem voru í embætti þegar lögin tóku gildi í lok 2003 hafi hækkað um 4,9 prósent. Mánaðarlegur réttur þingmanna sem þá voru að störfum jókst um 6,2 prósent við setningu laganna.

Loks spurði Ólafur um fjárhagslegan ávinning þessara 63 þingmanna og ráðherra flokkaðan eftir tíundum. Þar má sjá að lífeyrisgreiðslur þeirra sem mestu hækkunina fengu hækkuðu um rúmar 50 þúsund krónur á mánuði við það að lögin voru sett. Hækkaðu greiðslur til þeirra úr 184 þúsundum króna í 234 þúsund.

Davíð Oddsson með 1,6 milljónir í lífeyri

Eftirlaunalögin voru mjög umdeild þegar þau voru sett árið 2003 enda fólu þau í sér að æðstu ráðamenn fengu langtum hærri eftirlaun en áður þekktist. Þeim var heimilt að fara á eftirlaun við 55 ára aldur ef þeir höfðu langa starfsreynslu. Þá gátu eftirlaunaþegar þegið launin allt að fjögur ár aftur í tímann, ef þeir kusu að þiggja þau ekki, þegar þeir öðlust rétt til þeirra.

Eftirlaunafrumvarp Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, var flutt af meðlimum úr öllum þingflokkum Alþingis árið 2003. Að umræðum loknum voru lögin samþykkt með öllum atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, þáverandi stjórnarflokka, auk eins atkvæðis úr röðum Samfylkingarinnar. Aðrir flokkar féllu frá stuðningi við frumvarpið. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir afnám síðan lögin árið 2009 eftir rúm fimm ár í gildi.

Davíð á sjálfur sem fyrrverandi forsætisráðherra til þrettán ára rétt á lífeyri sem nemur 80% af launum núverandi forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi, samtals 1.719.360 kr. Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra eru 2.149.200 kr. Sérstaklega var áskilið að laun fyrir ritstörf kæmu ekki til frádráttar eftirlaunum, en Davíð er nú ritstjóri Morgunblaðsins og hefur áður gefið út smásögur.

Lögin hafa verið gríðarlega kostnaðarsöm fyrir ríkið. Í svari við fyrirspurn Kjarnans í fyrra gaf Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins þær upplýsingar að greiðslur til fyrrverandi þingmanna og ráðherra árið 2018 hafi numið 608 milljónum króna.

Í svarinu er miðað við tryggingafræðilegar forsendur í árslok 2003. Talnakönnun hf., fyrirtæki Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármálaráðherra og frænda Bjarna, framkvæmdi útreikningana fyrir ráðuneytið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár