Samfélagslegur kostnaður vegna slysa í umferðinni í Reykjavík á fimm ára tímabili nam 73 milljörðum króna, eða tæpum 15 milljörðum á ári. Tíðni dauðsfalla í umferðinni er hærri á Íslandi en í mörgum samanburðarríkjum.
Borgarstjórn samþykkti nýja umferðaröryggisáætlun fyrir árin 2019 til 2023 í júní með öllum greiddum atkvæðum. Með áætluninni, sem hefur verið í vinnslu frá 2017, tekur Reykjavík upp svokallaða núllsýn í málaflokknum. Núllsýn er langtímasýn í umferðaröryggismálum sem er skilgreind þannig að enginn eigi að slasast alvarlega eða látast í umferðinni. Samkvæmt þessari hugmyndafræði er ekki talið réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins eins og minni tafir í umferðinni.
Með áætluninni setur Reykjavík sér það markmið að verða fyrirmynd annarra sveitarfélaga í umferðaröryggismálum á Íslandi. Einnig eru mælanleg markmið um að banaslysum og alvarlegum slysum fækki um 10 prósent á tímabilinu miðað við árin fimm á undan. Ekki verði fleiri en fimm banaslys til …
Athugasemdir