Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samfélagslegur kostnaður vegna slysa í umferðinni 73 milljarðar

Reykja­vík hef­ur sett sér stefnu um að eng­inn slas­ist al­var­lega eða lát­ist í um­ferð­inni, þó það þýði meiri taf­ir í um­ferð­inni. Borg­ar­full­trúi seg­ir að ábyrgð­in í ís­lenskri um­ferð­ar­menn­ingu sé á þol­and­an­um, „barn­inu sem hljóp yf­ir göt­una“.

Samfélagslegur kostnaður vegna slysa í umferðinni 73 milljarðar
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Formaður skipulags- og samgönguráðs segir meðvirkni með bílamenningu á Íslandi vera á háu stigi. Mynd: Axel Th

Samfélagslegur kostnaður vegna slysa í umferðinni í Reykjavík á fimm ára tímabili nam 73 milljörðum króna, eða tæpum 15 milljörðum á ári. Tíðni dauðsfalla í umferðinni er hærri á Íslandi en í mörgum samanburðarríkjum.

Borgarstjórn samþykkti nýja umferðaröryggisáætlun fyrir árin 2019 til 2023 í júní með öllum greiddum atkvæðum. Með áætluninni, sem hefur verið í vinnslu frá 2017, tekur Reykjavík upp svokallaða núllsýn í málaflokknum. Núllsýn er langtímasýn í umferðaröryggismálum sem er skilgreind þannig að enginn eigi að slasast alvarlega eða látast í umferðinni. Samkvæmt þessari hugmyndafræði er ekki talið réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins eins og minni tafir í umferðinni.

Með áætluninni setur Reykjavík sér það markmið að verða fyrirmynd annarra sveitarfélaga í umferðaröryggismálum á Íslandi. Einnig eru mælanleg markmið um að banaslysum og alvarlegum slysum fækki um 10 prósent á tímabilinu miðað við árin fimm á undan. Ekki verði fleiri en fimm banaslys til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár