Þær mæðgur Didda og Signý og Hrafnhildur, móðir Diddu, taka á móti blaðamanni og ljósmyndara á heimili Diddu í Grindavík. Yfir kaffibolla við eldhúsborðið berst talið meðal annars að stöðu kvenna í samfélaginu þá og nú, barnauppeldi, dugnaði og hlutskipti feðranna. Þó margt hafi áunnist er varðar réttindi kvenna eru þær sammála því að ekki megi sofna á verðinum.
Þær eiga það sameiginlegt að hafa byrjað snemma að vinna og alla tíð unnið mikið. Didda segir að ímyndin um hina fullkomnu heimavinnandi húsmóður sé falleg mynd í sínum huga. Hún hafi lofað sjálfri sér því í hvert skipti sem hún varð ófrísk að nú væri við hæfi að verða heimavinnandi. En allt kom fyrir ekki.
„Það æxlaðist alltaf þannig að ég var allt í einu búin að ráða mig í hálft starf sem varð svo að 150% stöðu innan tíðar. Ég dáist að konum sem velja sér það að vera …
Athugasemdir