Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Nostalgía, sumarsólstöðuganga og sveitaballsstemmari

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 19. júní til 2. júlí.

Nostalgía, sumarsólstöðuganga og sveitaballsstemmari

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Aldamótatónleikar

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 19. júní kl. 18.00 og 21.00, 20. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: Frá 3.990 kr.

Nostalgía hefur ávallt verið vinsælasta afþreyingarefnið, en á þessum tónleikum er henni gert hátt undir höfði. Úrvalslið af poppsöngvurum, sem voru allir upp á sitt besta um aldamótin, stíga á sviðið og fara í gegnum vinsælustu slagarana sína. Búast má við því að öll vinsælustu íslensku lögin frá tímum heimagerðra mix-diska og pottþétt-platnanna verði spiluð af mikilli innlifun af söngvurunum sem fluttu þau upprunalega. Meðal flytjenda eru Birgitta Haukdal, Íris Kristín, Jónsi og Einar Ágúst, en einvalalið af hljóðfæraleikurum spila lögin með þeim. Fyrir hlé verða ballöðurnar og rólegu lögin flutt, en síðan verða bombunum sleppt.

Gróa

Hvar? 12 Tónar
Hvenær? 19. júní kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þriggja kvenna pönksveitin Gróa hefur verið dugleg frá þátttöku sinni í Músíktilraunum árið 2017. Hún gaf út sjálfnefnda plötu árið 2018 og fylgdi henni eftir með Í glimmerheimi ári síðar sem vann Kraumsverðlaunin 2019. Tónlistin er hrá og lífleg tjáning á unglingatilfinningum. Tónleikarnir eru þeir þriðju í sumartónleikaröð 12 Tóna og fara fram í bakgarði verslunarinnar.

Sumarstólstöðuganga

Hvar? Viðey
Hvenær? 20. júní kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Til að fagna sumarsólstöðum, þeirri árlegu stund þegar hádegissólin hættir að hækka og nóttin fer að lengjast, er skipulögð sérstök ganga um Viðey. Þegar klukkan slær 21.44, sem er stundin sem dagur byrjar að styttast, verður staldrað við og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytur erindi. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 20.00.

Brynjar Daðason & Guðmundur Arnalds

Hvar? Mengi
Hvenær? 20. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Brynjar Daðason og Guðmundur Arnalds koma fram í fyrsta skipti saman, en þeir munu spila sveimandi og melódíska tónlist. Brynjar er tónskáld sem dregur áhrif frá ýmiss konar nýklassískri og „ambient“ tónlist, á meðan að Guðmundur er raftónlistarmaður sem hefur mikinn áhuga á hljóðvinnslu og er einn af stofnendum plötuúgáfunnar Agalma.

Common Ground

Hvar? Korpúlfsstaðir
Hvenær? Til 23. júní
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Íslendingar sem hér fæddust og ólust upp ásamt nýjum Íslendingum frá Litháen og Póllandi vinna saman þvert á landamæri og menningarheima á þessari sýningu. Tólf listamenn nýta upplifun og þekkingu hvers og eins til að skapa fjölbreytt verk og innsetningar á sýningu sem bregður upp ólíkum snertiflötum og viðhorfum.

Letrað með leir

Hvar? Gallery Port
Hvenær? 24.–28. júní 
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningunni leiða saman hesta sína leturhönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson og Hanna Dís Whitehead listhönnuður. Þau hafa að undanförnu átt í samtali sem þróast hefur úr tvívídd í þrívídd fram og til baka. Samtalið hefur efnisgert sig, en Hanna og Guðmundur vinna bæði á persónulegan hátt á landamærum hönnunar og listar.

Afmælissýning Hafnarhúss

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? Til 16. júlí
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Í ár eru 20 ár síðan að Hafnarhúsið var tekið til notkunar sem listasafn. Á þessari sýningu er húsið sjálft í forgrunni og saga þess og umbreyting úr skrifstofu- og vörugeymsluhúsi Reykjavíkurhafnar í listasafn sýnd í gegnum meðal annars teikningar og ljósmyndir. Einnig er skoðað hvernig safnabyggingin sem rými vinnur með listinni og tengist umhverfi sínu borgarrýminu.

Óljós nærvera

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 16. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verkið Óljós nærvera eftir ljósmyndarann Gunnlöð Jónu Rúnarsdóttur byggir á reynslusögum Íslendinga nútímans af samskiptum þeirra við drauga eða kynni af yfirnáttúrulegum öflum. Leitast er við að fanga andrúmsloft þessara sagna og tengja þær við okkar sagnaminni, án þess að gera það bókstaflega.

Skítamórall

Hvar? Harpa
Hvenær? 26. júní kl. 20.30
Aðgangseyrir: Frá 4.990 kr.

Nafnið Skítamórall var upphaflega ætlað þungarokkshljómsveit, en sveitaballapoppararnir frá Selfossi hafa borið það síðan þá. Sveitin gaf út sex plötur á fjórtán ára tímabili þegar hún var virk, en hún kemur núna reglulega saman og heldur staka tónleika. Hún stígur í fyrsta sinn á svið Hörpu.

Ingibjörg Turchi – útgáfutónleikar

Hvar? Harpa
Hvenær? 2. júlí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Í gegnum endurtekningar skapar Ingibjörg einstakan og dáleiðandi hljóðheim, sem hún brýtur upp með melódískum bassalínum. Þessir tónleikar eru eins konar fagnaðartónleikar fyrir plötuna Meliae sem var tekin upp síðastliðinn september og kemur út í byrjun júlí. Einnig mun Ingibjörg leika tónlist af plötunni Wood/work sem kom út árið 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Flytjum fjöll
4
Aðsent

Sigrún Guðmundsdóttir

Flytj­um fjöll

Sterk­ar lík­ur eru á því að heilu fjöll­in verði flutt úr landi í ná­inni fram­tíð, skrif­ar Sigrún Guð­munds­dótt­ir um­hverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur. Hvernig það er gert hef­ur áhrif á þjóð­ar­bú­ið til góðs eða vansa. Mik­il­vægt er að draga veru­lega úr kol­díoxí­ð­los­un. Góð leið til þess í bygg­ingar­iðn­aði, er að þróa, og síð­an nota nýja teg­und sements.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
6
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár