Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Nostalgía, sumarsólstöðuganga og sveitaballsstemmari

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 19. júní til 2. júlí.

Nostalgía, sumarsólstöðuganga og sveitaballsstemmari

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Aldamótatónleikar

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 19. júní kl. 18.00 og 21.00, 20. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: Frá 3.990 kr.

Nostalgía hefur ávallt verið vinsælasta afþreyingarefnið, en á þessum tónleikum er henni gert hátt undir höfði. Úrvalslið af poppsöngvurum, sem voru allir upp á sitt besta um aldamótin, stíga á sviðið og fara í gegnum vinsælustu slagarana sína. Búast má við því að öll vinsælustu íslensku lögin frá tímum heimagerðra mix-diska og pottþétt-platnanna verði spiluð af mikilli innlifun af söngvurunum sem fluttu þau upprunalega. Meðal flytjenda eru Birgitta Haukdal, Íris Kristín, Jónsi og Einar Ágúst, en einvalalið af hljóðfæraleikurum spila lögin með þeim. Fyrir hlé verða ballöðurnar og rólegu lögin flutt, en síðan verða bombunum sleppt.

Gróa

Hvar? 12 Tónar
Hvenær? 19. júní kl. 17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þriggja kvenna pönksveitin Gróa hefur verið dugleg frá þátttöku sinni í Músíktilraunum árið 2017. Hún gaf út sjálfnefnda plötu árið 2018 og fylgdi henni eftir með Í glimmerheimi ári síðar sem vann Kraumsverðlaunin 2019. Tónlistin er hrá og lífleg tjáning á unglingatilfinningum. Tónleikarnir eru þeir þriðju í sumartónleikaröð 12 Tóna og fara fram í bakgarði verslunarinnar.

Sumarstólstöðuganga

Hvar? Viðey
Hvenær? 20. júní kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Til að fagna sumarsólstöðum, þeirri árlegu stund þegar hádegissólin hættir að hækka og nóttin fer að lengjast, er skipulögð sérstök ganga um Viðey. Þegar klukkan slær 21.44, sem er stundin sem dagur byrjar að styttast, verður staldrað við og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytur erindi. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 20.00.

Brynjar Daðason & Guðmundur Arnalds

Hvar? Mengi
Hvenær? 20. júní kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Brynjar Daðason og Guðmundur Arnalds koma fram í fyrsta skipti saman, en þeir munu spila sveimandi og melódíska tónlist. Brynjar er tónskáld sem dregur áhrif frá ýmiss konar nýklassískri og „ambient“ tónlist, á meðan að Guðmundur er raftónlistarmaður sem hefur mikinn áhuga á hljóðvinnslu og er einn af stofnendum plötuúgáfunnar Agalma.

Common Ground

Hvar? Korpúlfsstaðir
Hvenær? Til 23. júní
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Íslendingar sem hér fæddust og ólust upp ásamt nýjum Íslendingum frá Litháen og Póllandi vinna saman þvert á landamæri og menningarheima á þessari sýningu. Tólf listamenn nýta upplifun og þekkingu hvers og eins til að skapa fjölbreytt verk og innsetningar á sýningu sem bregður upp ólíkum snertiflötum og viðhorfum.

Letrað með leir

Hvar? Gallery Port
Hvenær? 24.–28. júní 
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningunni leiða saman hesta sína leturhönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson og Hanna Dís Whitehead listhönnuður. Þau hafa að undanförnu átt í samtali sem þróast hefur úr tvívídd í þrívídd fram og til baka. Samtalið hefur efnisgert sig, en Hanna og Guðmundur vinna bæði á persónulegan hátt á landamærum hönnunar og listar.

Afmælissýning Hafnarhúss

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? Til 16. júlí
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Í ár eru 20 ár síðan að Hafnarhúsið var tekið til notkunar sem listasafn. Á þessari sýningu er húsið sjálft í forgrunni og saga þess og umbreyting úr skrifstofu- og vörugeymsluhúsi Reykjavíkurhafnar í listasafn sýnd í gegnum meðal annars teikningar og ljósmyndir. Einnig er skoðað hvernig safnabyggingin sem rými vinnur með listinni og tengist umhverfi sínu borgarrýminu.

Óljós nærvera

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Hvenær? Til 16. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verkið Óljós nærvera eftir ljósmyndarann Gunnlöð Jónu Rúnarsdóttur byggir á reynslusögum Íslendinga nútímans af samskiptum þeirra við drauga eða kynni af yfirnáttúrulegum öflum. Leitast er við að fanga andrúmsloft þessara sagna og tengja þær við okkar sagnaminni, án þess að gera það bókstaflega.

Skítamórall

Hvar? Harpa
Hvenær? 26. júní kl. 20.30
Aðgangseyrir: Frá 4.990 kr.

Nafnið Skítamórall var upphaflega ætlað þungarokkshljómsveit, en sveitaballapoppararnir frá Selfossi hafa borið það síðan þá. Sveitin gaf út sex plötur á fjórtán ára tímabili þegar hún var virk, en hún kemur núna reglulega saman og heldur staka tónleika. Hún stígur í fyrsta sinn á svið Hörpu.

Ingibjörg Turchi – útgáfutónleikar

Hvar? Harpa
Hvenær? 2. júlí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Í gegnum endurtekningar skapar Ingibjörg einstakan og dáleiðandi hljóðheim, sem hún brýtur upp með melódískum bassalínum. Þessir tónleikar eru eins konar fagnaðartónleikar fyrir plötuna Meliae sem var tekin upp síðastliðinn september og kemur út í byrjun júlí. Einnig mun Ingibjörg leika tónlist af plötunni Wood/work sem kom út árið 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu