Gísli Matthías er fæddur og uppalinn í Heimaey og hefur orðspor hans og veitingastaða hans, Slippsins og Skál, náð langt út fyrir landsteinana. Slippurinn hefur fengið mikið lof gagnrýnenda sem telja hann frábært dæmi um sjálfbært veitingahús og hefur meðal annars náð inn í heimsfræga matarritið White Guide. Skál fékk hins vegar viðurkenningu sem nefnist Bib Gourmand hjá Guide Michelin. Gísli segist hafa dottið inn í eldamennsku þegar hann vann við uppsetningu á veitingastaðnum á nítjándu hæðinni í Turninum á sínum tíma. „Áður en ég vissi af var ég kominn á nemasamning og byrjaður að læra kokkinn. Árið 2011, sama ár og ég útskrifaðist sem matreiðslumaður, þá sagði mamma okkur fjölskyldunni frá gömlum draumi um að opna veitingastað í Magnahúsinu. Við ákváðum að kýla á þetta verkefni og þann 6. júlí opnuðum við Slippinn sem varð stærra verkefni en okkur grunaði.“
Sjálfbærni og umhverfisvitund eru leiðarstef
Spurður um fyrstu minningar …
Athugasemdir