Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Veitingastaður í Vestmannaeyjum orðinn heimsfrægur

Gísli Matth­ías Auð­uns­son er einn heit­asti mat­reiðslu­mað­ur Ís­lands. Hann hef­ur vak­ið mikla at­hygli bæði inn­an­lands sem er­lend­is fyr­ir veit­inga­stað­ina Slipp­inn í Vest­manna­eyj­um, Skál á Hlemmi Mat­höll og nú hef­ur hann opn­að enn einn stað­inn, skyndi­bitastað­inn Éta sem er einnig í Eyj­um.

Veitingastaður í Vestmannaeyjum orðinn heimsfrægur

Gísli Matthías er fæddur og uppalinn í Heimaey og hefur orðspor hans og veitingastaða hans, Slippsins og Skál, náð langt út fyrir landsteinana. Slippurinn hefur fengið mikið lof gagnrýnenda sem telja hann frábært dæmi um sjálfbært veitingahús og hefur meðal annars náð inn í heimsfræga matarritið White Guide. Skál fékk hins vegar viðurkenningu sem nefnist Bib Gourmand hjá Guide Michelin.  Gísli segist hafa dottið inn í eldamennsku þegar hann vann við uppsetningu á veitingastaðnum á nítjándu hæðinni í Turninum á sínum tíma. „Áður en ég vissi af var ég kominn á nemasamning og byrjaður að læra kokkinn. Árið 2011, sama ár og ég útskrifaðist sem matreiðslumaður, þá sagði mamma okkur fjölskyldunni frá gömlum draumi um að opna veitingastað í Magnahúsinu. Við ákváðum að kýla á þetta verkefni og þann 6. júlí opnuðum við Slippinn sem varð stærra verkefni en okkur grunaði.“  

Sjálfbærni og umhverfisvitund eru leiðarstef

Spurður um fyrstu minningar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðasumarið 2020

Gleymdi garður töframannsins i Tungudal
NærmyndFerðasumarið 2020

Gleymdi garð­ur töframanns­ins i Tungu­dal

Á Ísa­firði er að finna fal­inn högg­mynda­garð ljós­mynd­ar­ans, lista­manns­ins og töframanns­ins Mart­in­us Sim­son sem var dansk­ur og sett­ist að á Ís­landi ár­ið 1916. Sim­sons-garð­ur er stað­sett­ur í Tungu­dal þar sem Sim­son fékk út­hlut­aða lóð á þriðja ára­tugn­um en í dag ligg­ur garð­ur­inn í órækt, fal­inn minn­is­varði um merki­leg­an og list­ræn­an ein­stak­ling með ástríðu fyr­ir skóg­rækt á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár