Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjölbreytt, litríkt og söguríkt

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæti­ráð­herra mun í sum­ar ferð­ast um Suð­ur­land. „Þarna er svört fjara, of­boðs­lega græn fjöll og svo gnæf­ir jök­ull­inn yf­ir.“

Fjölbreytt, litríkt og söguríkt
Heillast af landslaginu Katrín segir landslagið stórkostlegt á Suðurlandi, til dæmis í kringum Skógarfoss, Seljalandsfoss og Þakgil. Myndin er tekin við Reynisdranga hjá Vík í Mýrdal árið 2005 þegar Katrín átti von á sínum elsta dreng.

Katrín Jakobsdóttir heillast af landslaginu á Suðurlandi, svæði sem hún vill skoða betur í sumar. „Suðurland er hlaðið skemmtilegum stöðum. Það sem mig langar til að gera í sumar er að kynna mér það betur og vera meðal annars á svæðinu í kringum Vík í Mýrdal og undir Eyjafjöllum þar sem landslagið er einstakt. Það eru svo miklar andstæður í landslaginu í kringum Vík og undir Eyjafjöllum. Þarna er svört fjara, ofboðslega græn fjöll og svo gnæfir jökullinn yfir. Svo horfir maður yfir hafið til Vestmannaeyja þannig að maður er einhvern veginn með allt undir á þessum stað á landinu, enda er hann gríðarlega vinsæll á meðal erlendra ferðamanna. Þar sem þeir verða færri í sumar en undanfarin ár þá eigum við að nýta okkur að upplifa þennan stað í aðeins meira fámenni en áður.

Landslagið er auðvitað einnig stórkostlegt til dæmis í kringum Skógafoss, Seljalandsfoss og Þakgil,“ segir Katrín. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár