Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bjarni vildi ekki Þorvald: „Afar skýr um að hann kæmi ekki til greina“

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra seg­ist bera ábyrgð á bréfa­skrif­um starfs­manns ráðu­neyt­is síns þar sem lagst var gegn ráðn­ingu Þor­vald­ar Gylfa­son­ar sem rit­stjóra nor­ræns fræði­tíma­rits.

Bjarni vildi ekki Þorvald: „Afar skýr um að hann kæmi ekki til greina“
Hefði aldrei samþykkt Þorvald Bjarni Benediktsson segist bera fulla ábyrgð á bréfaskriftum þar sem fjármálaráðuneytið lagðist gegn ráðningu Þorvaldar Gylfasonar í starf ritstjóra Nordic Economic Policy Review.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hvorki hafa viljað tilnefna Þorvald Gylfason né samþykkja ráðningu hans sem ritstjóra norræns fræðitímarits sem fjámálaráðuneyti Norðurlandanna standa að. Hann beri sem ráðherra ábyrgð á bréfaskrifum Ólafs Heiðar Helgasonar, starfsmanns fjármálaráðuneytisins, þar sem lagst var gegn ráðningu Þorvaldar.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Bjarna sem hann birti nú í morgun. Kjarninn greindi frá því í fyrradag að Ólafur Heiðar hefði komið á framfæri þeim skilaboðum að íslenska fjármálaráðuneytið myndi ekki styðja ráðningu Þorvaldar í stöðu ritstjóra  Nordic Economic Policy Review og var ástæða þess sögð að hann væri virkur í pólitísku starfi, sem formaður Lýðræðisvaktarinnar. Það er hins vegar ekki rétt. Í svari fjármálaráðuneytisins varðandi hverju þetta sætti kom fram að ráðuneytið hefði stuðst við úreltar upplýsingar af Wikipedia-síðu um Þorvald.

Hefði aldrei dottið Þorvaldur í hug

Bjarni segir í færslu sinni að fréttaflutningur af málinu hafi verið „hlaðinn rangfærslum“ og Ólafur Heiðar hafi verið settur í forgrunn á mjög ósmekklegan hátt „vegna ákvörðunar sem var ekki á nokkurn hátt hans.“

„Af þessu tilefni minni ég á að starfsmenn ráðuneyta starfa í umboði og á ábyrgð ráðherra. Þótt ekki séu öll samskipti borin undir mig ber ég á þeim ábyrgð og í þessu tilviki endurspeglast vilji minn um að tilnefna hvorki né samþykkja Þorvald Gylfason til þessara starfa. Reyndar hafði mér aldrei dottið í hug sá möguleiki og enginn nefnt hann við mig,“ skrifar Bjarni.

„Í þessu tilviki endurspeglast vilji minn um að tilnefna hvorki né samþykkja Þorvald Gylfason til þessara starfa“

Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans um málið kemru fram að ákvörðun um að andæfa ráðningu Þorvaldar hafi ekki verið „borin undir ráð­herra né aðra á skrif­stofu yfir­stjórnar ráðu­neyt­is­ins.“ Því vekja orð Bjarna um að í tölvupóstskrifum Ólafs Heiðars endurspeglist vilji hans til að tilnefna hvorki né styðja Þorvald athygli. 

Bjarni skrifar ennfremur að fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi fyrir hans hönd lagt til konu sem hefði mikla reynslu á þessu fræðasviði og til vara tvö önnur. „Hvorugt þeirra var Þorvaldur Gylfason.“

Bjarni segir að ákvörðun um ráðningu sem þessa þurfi að taka samhljóða en ekkert slíkt samþykki hafi legið fyrir 1. nóvember þegar Þorvaldi eigi að hafa verið boðin vinnan. Það hafi raunar verið svo, skrifar Bjarni, að ekki hafi verið búið að nefna nafn Þorvaldar við fulltrúa ráðuneytisins á þeim tíma. „Reyndar er það svo að þegar ég heyrði af þeirri uppástungu var ég afar skýr um að hann kæmi ekki til greina, enda tel ég að sýn og áherslur Þorvaldar Gylfasonar í efnahagsmálum geti engan veginn stutt við stefnumótun ráðuneytis sem ég stýri.“

Tilbúinn að mæta fyrir þingnefnd

Bjarni segir að það sé sjálfsagt að hann mæti fyrir þingnefnd og fari þar ofan í saumana á því hvers vegna hann telji Þorvald ekki eiga samleið með sínu ráðuneyti um nokkurn hlut. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur farið fram á að Bjarni verði boðaður á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til að standa þar fyrir máli sínu.

„Þegar til kastanna kom var Ísland ekki eina ríkið sem ekki féllst á tillögu um ráðningu Þorvaldar Gylfasonar, eins og starfsmenn norrænu ráðherranefndarinnar hafa upplýst Þorvald um. En telji hann sig eiga eitthvað inni vegna óuppfylltra væntinga þarf hann að reka þau mál við þann sem sendi honum þetta meinta atvinnutilboð, - í fullkomnu heimildar- og umboðsleysi. Mögulega mun hann njóta fulltingis einhverra þingmanna Samfylkingar, jafnvel Pírata, á þeirri leið. Spurning er bara hvort það væru ekki óeðlileg afskipti af þeirra hálfu af ráðningu í starf sem aldrei hefur verið auglýst.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár