Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Þetta er langvarandi sorg“

Eig­in­mað­ur Guðnýj­ar Helga­dótt­ur lést úr Alzheimer fyr­ir þrem­ur ár­um, eft­ir margra ára bar­áttu við sjúk­dóm­inn. Guðný seg­ist sjálf ekki hafa átt­að sig á álag­inu sem fylgdi veik­ind­um hans, fyrr en eft­ir að hann var fall­inn frá. Hún seg­ir sjúk­dóm­inn smám sam­an ræna fólk öll­um sín­um fal­legu eig­in­leik­um sem sé erfitt að horfa upp á.

„Þetta er langvarandi sorg“
Fyrstu árin ágæt Guðný segir fyrstu árin eftir greiningu Geirharðs hafa verið ágæt, áður en sjúkdómurinn náði fullum tökum á honum.„Þau hafi farið mikið í sveitina, á tónleika, í bíó og í leikhús. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það var í kringum aldamótin sem Guðný Helgadóttir og maðurinn hennar, Geirharður Þorsteinsson, voru að láta draum sinn rætast og byggja sér hús í Reykholti í Biskupstungum. Um það leyti kom í ljós að Geirharður átti erfitt með að leysa ýmis smáatriði tengd framkvæmdunum, sem var ólíkt honum, því hann var arkitekt og afar verklaginn. Hann hannaði húsið, en var ófær um að tileinka sér tölvuteikninguna og fékk því aðstoð við það. Þetta þótti honum erfitt, og hann leitaði til læknis vegna þess. Eftir einhverjar atrennur fékk hann loks þá greiningu að hann væri kominn með Alzheimer. Húsbyggingin hélt þó áfram en yfirsýninni tapaði Geirharður fljótt og átti erfitt með að koma hugmyndum sínum um húsið í orð og framkvæmd. Með hjálp fjölskyldunnar tókst þeim hjónum þó að búa sér til notalegan samastað í sveitinni, þar sem Geirharður naut þess að vera. Þegar sjúkdómurinn var langt genginn sat hann löngum stundum og naut útsýnisins, sem er ekki af verri endanum en þaðan sést meðal annars inn í Kerlingarfjöll, að Langjökli, Hofsjökli, Heklu og Lyngdalsheiði. 

Sorgmæddur yfir hlutskipti sínu

Geirharður var fæddur árið 1934 og var rúmlega sjötugur þegar hann fékk greininguna. Hann var því hættur að vinna og þau hjónin bæði heima við flesta daga. Mánuðirnir fyrst eftir að hann greindist voru þeim hjónum báðum erfiðir. „Ekki síst fyrir Geirharð sem var metnaðarfullur maður sem hafði alla tíð staðið fyrir sínu og borið ábyrgð frá unga aldri. Ég fann óskaplega mikið til með honum en sem betur fer var hann mjög meðvitaður um það framan af að standa sig og vera ekki byrði á neinum. Hann varð óskaplega sorgmæddur yfir þessu en gætti þess mjög vel að láta það ekki bitna á mér.“

Þau höfðu alla tíð verið aktív, stundað bæði hestamennsku og skíði og umgengist annað fólk mikið. Þau áttu stóra fjölskyldu og fjölda barnabarna. Breytingar á lífinu voru nú óumflýjanlegar og þær hræddu. Smám saman náðu þau þó einhvers konar jafnvægi og áttu ágæt ár áður en sjúkdómurinn náði fullum tökum á Geirharði. „Fyrst gekk þetta nú ágætlega. Við fórum í sveitina og mikið á tónleika, bíó og í leikhús. Hann vildi alltaf vera að gera eitthvað. Hann fór líka í sund á hverjum degi og ýmist hjólaði eða keyrði þangað. Síðustu þrjú árin áður en hann fór inn á Grund var hann svo í dagvistun í Hlíðabæ en vildi gjarnan hafa dagskrá þegar hann kom þaðan. „Hvað er nú fram undan?“ sagði hann alltaf, rifjar Guðný upp og er skemmt. 

Hjón af gamla skólanum

Guðný segir þau hjónin hafa verið „af gamla skólanum“ að því leyti að hann leit á sig sem höfuð fjölskyldunnar. Þau höfðu verið saman frá því hún var sextán og hann tvítugur og hann leit svo á að hann ætti að stjórna. „Hann var í rauninni bara karlremba,“ segir hún og hlær. „Það reyndist honum því hreint ekki auðvelt að missa tökin á daglegu lífi en hann treysti mér og varð háðari mér með allt daglegt umstang eftir því sem sjúkdómurinn náði meiri tökum á honum. Allt nema að keyra, þar sagði hann stopp! Hann naut þess að keyra og vildi halda því áfram.“

 „Það reyndist honum því hreint ekki auðvelt að missa tökin á daglegu lífi“ 

Oft sköpuðust spennustundir þeirra á milli í bílnum og hún var þeirri stund fegnust þegar læknirinn hans tók formlega fyrir það að hann mætti keyra því það væri orðið of hættulegt. „Geirharður samþykkti það en sagði svo á heimleiðinni: „Þessi læknir hefur ekki hundsvit á því hvernig almennilegir bílstjórar eru, þetta er tómt rugl í honum.“ Hann hlýddi þó og keyrði ekki eftir það.

Húsnæðið óásættanlegt

Að því kom að nauðsynlegt var fyrir Geirharð að flytja alfarið á hjúkrunarheimili, meðal annars vegna þess að hann var farinn að sýna af sér talsverða skapbresti, sem er algengt einkenni hjá heilabiluðum. „Hann varð mér oft reiður og ég var orðin hrædd við það, svo ég var farin að tipla aðeins of mikið á tánum í kringum hann,“ segir hún. Hann hafi þar að auki verið orðinn fullkomlega háður henni og helst viljað hafa hana hjá sér öllum stundum. Síðustu þrjú ár ævi sinnar bjó Geirharður því á Grund. Hann var samvinnuþýður með að flytja þangað en henni þóttu skrefin þung. 

Skrefin voru þungAð því kom að nauðsynlegt var fyrir Geirharð að flytja alfarið á hjúkrunarheimili, meðal annars vegna þess að hann var farinn að sýna af sér talsverða skapbresti, sem er algengt einkenni hjá heilabiluðum.

Guðný segir marga hafa verið feimna við að ræða veikindi Geirharðs og sumir hafi veigrað sér við að heimsækja hann þegar hann var kominn á Grund. Það hafi hún sjálf skilið vel og hvatt þá sem fannst það óþægilegt  að sleppa því bara. „Það er ekkert auðvelt að heimsækja vin í svona aðstæðum,“ segir hún. 

Guðný segir starfsfólkið á Grund hafa verið faglegt og elskulegt upp til hópa og fyrir það er hún afar þakklát. „Ég dáðist oft að þessu unga fólki. Aftur á móti fannst mér húsnæðið afar erfitt. Þetta er risloft sem búið er að gera eins huggulegt og hægt er miðað við aðstæður, en þar vantar allt andrými. Þar eru þakgluggar alls staðar sem ekki sést út um nema upp í heiðan himin og yfir þök nærliggjandi húsa. Herbergin eru lítil og erfitt að gera þau vistleg. Mér fannst kaldhæðnislegt fyrir minn mann, að enda í nær gluggalausu rými undir súð, maður sem elskaði að leika sér með gluggasetningar til að fanga fallegasta útsýnið. Maður sem var hugfanginn af litanotkun og því að finna rétta tóninn. Ég fékk oft köfnunartilfinningu að koma inn í herbergið til hans. Þetta var alltof stór maður í alltof litlu rými.“

Falleg samvera

Hún kaus því oft heldur að vera með honum í sameiginlega rýminu. „Þar má segja að lítið rýmið hafi haldið vel utan um fólkið og oft fannst mér fallegt að sjá það sitja saman í litlu setustofunni í sínum lazy boy-stólum, misáttað og misveikt, sumt ekki fært um að tjá sig, annað með óstöðvandi málæði og allt þar á milli.“

„Það er ekkert auðvelt að heimsækja vin í svona aðstæðum“

Henni finnst að meiri afþreying mætti vera fyrir heilabilaða inni á hjúkrunarheimilum. „Það kom harmonikkuleikari einu sinni í viku sem spilaði og söng. Það hefði ég viljað sjá oftar í viku, eða bara að það væri sungið eða dansað eða bara spiluð falleg tónlist. Það var alltaf einhver þarna sem hefði notið þess. Einhver svona hressilegur stormsveipur sem vekur fólkið held ég að gæti verið skemmtilegur, og gagnlegur.“ 

Erfitt og falið álag 

Guðný lýsir veikindaárum Geirharðs sem þokukenndum að mörgu leyti og segir að henni hafi oft fundist erfitt að heimsækja hann á Grund, sem hún gerði þó samviskusamlega á hverjum degi. „Það að sjá ástvin sinn hverfa smátt og smátt og geta ekki með nokkru móti vitað hvort eitthvað bærist innra með honum er bara mjög erfitt. Þetta er mikið og falið álag. Og þú gerir þér enga grein fyrir því hversu mikið álagið er fyrr en löngu seinna, þegar þú áttar þig á að tómleiki og sorg hefur staðið yfir í mörg ár.“

Hún hafi ekki áttað sig á því sjálf fyrr en eftir að hann var látinn að hún hafði í raun sett í 0 gír í eigin lífi. Það hafi verið hennar leið til að horfa framhjá erfiðleikunum. Þá hafi hún ekki sótt sér neina hjálp, hvorki hjá fagfólki né hjá fólki í svipaðri stöðu. „Þetta er svo persónulegt fyrir hvern og einn og ég hef aldrei verið í þeirri deild að leita mér aðstoðar.“ 

Hún er hins vegar smám saman að átta sig betur á því hversu mikil áhrif veikindi hans höfðu á hana. „Maður er svo sem af þeirri kynslóð sem er ekki með neitt vesen en núorðið finn ég fyrir reiði yfir þessum örlögum, þó ég sé á sama tíma reynslunni ríkari, auðmýkri gagnvart lífinu. Alzheimer er ömurlegur sjúkdómur. Stór manneskja leysist upp í ekki neitt. Fólk missir allt, alla sína fallegu eiginleika, allt sem það kunni og gat og allt sem það stóð fyrir í lífinu. Allt. Mér fannst ég missa hann löngu áður en hann dó. Þá var ég búin að syrgja hann í mörg ár og var í raun farin að óska þess að hann fengi hvíldina. Þetta var ekkert líf.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Faraldur 21. aldarinnar

Starfsfólk hjúkrunarheimila þarf meiri fræðslu um heilabilun
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

Starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila þarf meiri fræðslu um heila­bil­un

Sam­ræma þarf þjón­ustu við ein­stak­linga með heila­bil­un á hjúkr­un­ar­heim­il­um, þannig að jafn­ræð­is sé gætt. Þá þarf að bæta að­stöðu á þeim hjúkr­un­ar­heim­il­um þar sem enn er þröng­býlt. Þetta er með­al þess sem stefnt er að og lesa má úr að­gerðaráætl­un stjórn­valda í þjón­ustu við fólk með heila­bil­un.
„Þetta er eins og að missa hann rosalega hægt“
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

„Þetta er eins og að missa hann rosa­lega hægt“

Pabbi systr­anna Pálínu Mjall­ar og Guð­rún­ar Huldu greind­ist með Alzheimer fyr­ir sjö ár­um en þær segja erfitt að segja til um hvenær fyrstu ein­kenna sjúk­dóms­ins varð vart. Síð­an þá hef­ur fjöl­skyld­an tek­ist á við sjúk­dóm­inn í ferli sem syst­urn­ar lýsa sem af­ar lýj­andi. Þær eru þakk­lát­ar fyr­ir kær­leiks­ríka umönn­un pabba síns en segja af­ar brýnt að bæta stuðn­ing við nán­ustu að­stand­end­ur.
Brýnt að bæta þjónustu við ungt fólk með heilabilun
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

Brýnt að bæta þjón­ustu við ungt fólk með heila­bil­un

Í bí­gerð er að opna mið­stöð fyr­ir ungt fólk sem greinst hef­ur með heila­bil­un. Á hverju ári grein­ast um 20 manns und­ir 65 ára aldri með heila­bil­un á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Áætl­að er að rúm­lega hundrað manns auk að­stand­enda myndu á hverj­um tíma geta nýtt sér þjón­ustumið­stöð­ina, sótt þar með­al ann­ars fé­lags­skap, jafn­ingj­astuðn­ing, þjón­ustu sál­fræð­ings og annarra sér­fræð­inga.
„Lífið er rólegra núna en við njótum þess“
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

„Líf­ið er ró­legra núna en við njót­um þess“

Tæp­lega fjög­ur ár eru frá því að Ellý Katrín Guð­munds­dótt­ir greind­ist með Alzheimer, að­eins 51 árs. Ný­ver­ið hófst nýr kafli í henn­ar lífi, þeg­ar hún hætti að vinna hjá Reykja­vík­ur­borg og sneri sér al­far­ið að dag­þjálf­un í Hlíða­bæ. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar, Magnús Karl Magnús­son, standa nú sem fyrr þétt sam­an og hafa ein­sett sér að njóta ein­földu og kunn­ug­legu hlut­anna í líf­inu.
Pabbi þeirra varð bráðkvaddur skömmu eftir að mamma þeirra fór á hjúkrunarheimili
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

Pabbi þeirra varð bráð­kvadd­ur skömmu eft­ir að mamma þeirra fór á hjúkr­un­ar­heim­ili

For­eldr­ar systkin­anna Ernu Rún­ar, Berg­lind­ar Önnu og Hjalta., þau Hjört­fríð­ur og Magnús Andri, lét­ust með tveggja ára milli­bili áð­ur en þau náðu sex­tugu. Hjört­fríð­ur hafði glímt við Alzheimer frá ár­inu 2012 og naut stuðn­ings Magnús­ar, sem sinnti henni dag og nótt. Að­eins fá­ein­um mán­uð­um eft­ir að hún flutti á hjúkr­un­ar­heim­ili varð hann bráð­kvadd­ur. Systkin­in eru þakk­lát stuðn­ingi sam­fé­lags­ins í Grinda­vík og segja áföll­in hafa þjapp­að þeim sam­an og breytt af­stöðu þeirra til lífs­ins. Þeim þyki líf­ið ekki leng­ur vera sjálfsagt.
„Fólk heldur að maður sé orðinn alveg kexruglaður“
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

„Fólk held­ur að mað­ur sé orð­inn al­veg kexrugl­að­ur“

Skip­stjór­inn Jón­as Jónas­son var ekki nema 53 ára þeg­ar hann greind­ist með Alzheimer fyr­ir tveim­ur ár­um. Grein­ing­in var hon­um og fjöl­skyld­unni högg, ekki síst vegna þess að hon­um var um­svifa­laust sagt upp vinn­unni og marg­ir fé­lag­ar hans hættu að hafa sam­band. „Hann var alltaf í sím­an­um, það var aldrei hægt að ná í hann,“ seg­ir dótt­ir hans. „En svo bara hætti sím­inn að hringja.“

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár