Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kallar stjórn Árvakurs til ábyrgðar

Hall­grím­ur Helga­son rit­höf­und­ur seg­ir stjórn­ar­fólk út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins bera ábyrgð á rasísk­um og meið­andi skrif­um Dav­íðs Odd­son­ar rit­stjóra.

Kallar stjórn Árvakurs til ábyrgðar

Ótækt er að þurfa að þola að í Morgunblaðinu, sem dreift er óumbeðið í frídreifingu inn á heimili stórs hluta Íslendinga, sé ítrekað dreift rasískum áróðri og þjóðernishyggju. Þetta segir Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaður, í tilefni af skrifum Staksteina blaðsins, ritstjórnarefni sem er á ábyrgð ritstjóra blaðsins, Davíðs Oddssonar. Í Staksteinum blaðsins í gær er hæðst að því að engin mótmæli hafi farið fram, hvorki í Bandaríkjunum né á Austurvelli, vegna mikils fjölda skotárása í Chicago um liðna helgi. Er augljóst af skrifunum að þau eru sett í samhengi við útbreidd og fjölmenn mótmæli í Bandaríkjunum síðustu daga vegna morðsins á George Floyd, og gert lítið úr þeim.

Hallgrímur segir að þetta sé annar rasíski pistill ritstjórans á stuttum tíma. „Sættum við okkur við það? Getur starfsfólkið á Mogganum starfað undir þessu? Erum við til í að taka við slíku inn á heimilin okkar á hverjum fimmtudegi? Er þetta bara yfir höfuð í boði?“ spyr Hallgrímur og kallar stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, til ábyrgðar. „Ábyrgð á rasískum og meiðandi skrifum Davíðs Oddssonar sem dreift er óumbeðið inn á heimili þorra landsmanna liggur ekki síst hjá stjórn Árvakurs. Í henni sitja: Ásdís Halla Bragadóttir, Sigurbjörn Magnússon, Bjarni Þórður Bjarnason, Sigurjón Rúnar Rafnsson og Katrín Pétursdóttir. Ég „kalla þau út“ hér með. Og mættu fleiri gera.“

Fjöldi fólks hefur fordæmt skrifin og meðal þeirra sem það gera á þræði Hallgríms er fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins, Óðinn Jónsson, sem segir að í Staksteinum birtist „Ömurlegur þvættingur – eins og oft áður“. Þá lýsir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, því að skrif af þessum toga séu ástæðan fyrir því að hún muni aldrei skrifa greinar í blaðið meðan því er ritstýrt af Davíð. „Viðbjóður. Hreinn og klár“, skrifar Rósa um Staksteinana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár