Margir vilja bera saman núverandi átök í borgum Bandaríkjanna og þau sem áttu sér stað fyrir hálfri öld eða svo. Er það skynsamlegt eða gagnlegt? Bæði og. Því að þráðurinn á milli er óslitinn. Og púðrið í tunnunni meira. En sagan er flókin.
Hið flókna réttlæti
Á sjöunda áratug síðustu aldar var gerð tilraun til þjóðfélagsbyltingar í Bandaríkjunum. Henni lauk samt aldrei og því standa átökin enn. Að sumu leyti harkalegri en áður.
Í byltingunni fólst að tryggja skyldi fólki frelsi og réttindi, sem það hafði ekki notið áður.
Mikilvægust voru réttindi blökkumanna, sem höfðu þó að nafninu til verið frelsaðir úr ánauð tæpri öld áður eftir ótrúlega blóðuga borgarastyrjöld.
Í suðurríkjunum, þar sem efnahagslífið hafði byggzt á þrælahaldi, fengu hinir nýfrjálsu fangar samt fá réttindi í reynd, þótt lög segðu annað. Langt fram eftir tuttugustu öld var þeim til dæmis meinað að kjósa, með ýmsum heimasmíðuðum aðferðum. Fyrir …
Athugasemdir