Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Pabbi þeirra varð bráðkvaddur skömmu eftir að mamma þeirra fór á hjúkrunarheimili

For­eldr­ar systkin­anna Ernu Rún­ar, Berg­lind­ar Önnu og Hjalta., þau Hjört­fríð­ur og Magnús Andri, lét­ust með tveggja ára milli­bili áð­ur en þau náðu sex­tugu. Hjört­fríð­ur hafði glímt við Alzheimer frá ár­inu 2012 og naut stuðn­ings Magnús­ar, sem sinnti henni dag og nótt. Að­eins fá­ein­um mán­uð­um eft­ir að hún flutti á hjúkr­un­ar­heim­ili varð hann bráð­kvadd­ur. Systkin­in eru þakk­lát stuðn­ingi sam­fé­lags­ins í Grinda­vík og segja áföll­in hafa þjapp­að þeim sam­an og breytt af­stöðu þeirra til lífs­ins. Þeim þyki líf­ið ekki leng­ur vera sjálfsagt.

Pabbi þeirra varð bráðkvaddur skömmu eftir að mamma þeirra fór á hjúkrunarheimili
Berglind og Arna Þær voru 22 og 25 ára þegar mamma þeirra var greind með Alzheimer, rétt rúmlega fimmtug. Þær höfðu aldrei heyrt að fólk á þessum aldrei gæti fengið heilabilun.

Að morgni 23. október ársins 2017 urðu systkinin Berglind, Erna og Hjalti fyrir áfalli sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Mamma þeirra hafði um nokkurra ára skeið verið veik af Alzheimer og þau voru farin að undirbúa sig andlega fyrir að hún yrði ekki lengi þeirra á meðal. Það var aftur á móti pabbi þeirra sem varð bráðkvaddur þennan morgun. Andlát hans var reiðarslag, enda var hann ekki nema 59 ára, í góðu líkamlegu formi og hafði nokkrum mánuðum fyrr hlaupið 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Alzheimersamtökunum. Hann gekk meira að segja á fjall daginn áður en hann lést. 

Magnús var hraustur maður en hafði búið við mikið álag undanfarin ár, ekki síst eftir að Hjörtfríður greindist með Alzheimer árið 2012. Systurnar segja hann hafa tekist á við það verkefni eins og önnur, af krafti og elju. „Þetta er ekkert mál, þetta er allt spurning um hugarfar“ var viðkvæðið. Þær telja líklegt að álagið sem hlaust af veikindum móður þeirra hafi haft áhrif á heilsu hans. „Það er erfitt að setja beint samasemmerki þarna á milli en ég held það séu vissulega tengsl þarna á milli. Hann hafði búið við mikla streitu í mörg ár,“ segir yngri systirin, Berglind. Eldri systir hennar tekur undir það. „Já, undir það síðasta, áður en mamma fór á hjúkrunarheimili, fékk hann til dæmis bara tveggja til þriggja tíma svefn í senn á hverri nóttu. Það þurfti að sjá um hana á nóttunni því hún vaknaði oft.“

Gat ekki lengur þrætt saumavélina

Það var skömmu eftir fimmtugsafmæli Hjörtfríðar, árið 2011, sem fjölskyldan fór að taka eftir því að ekki væri allt með felldu. Hún svaf mikið, var ólík sér, fjarræn og þung. Þau voru nokkuð lengi að átta sig, héldu jafnvel að hún væri orðin þunglynd. Hún fór nokkrum sinnum til læknis en loks kom að því að ungur, glöggur læknir tengdi saman punktana og sendi hana á minnismóttökuna á Landakoti. Þá fór greiningarferli í gang og um það bil ári síðar kom niðurstaðan: Hún var með Alzheimer. 

„Hann hafði búið við mikla streitu í mörg ár“

Berglind: „Við höfðum aldrei heyrt um ungt fólk með Alzheimer. Við sáum bara fyrir okkur gamalt fólk á hjúkrunarheimili sem væri farið að gleyma. Við leituðum  til Alzheimersamtakanna, sem þá hétu FAAS, sem voru ekki orðin eins öflug samtök og þau eru í dag. Við fengum því miður ekki nægilega aðstoð þar. Aðalstuðningurinn kom frá öðru fólki í svipuðum sporum.“ 

Erna: „Það hjálpaði okkur líka að búa í litlu samfélagi þar sem allir standa saman. Fólk var búið að sjá að það væri eitthvað að gerast með mömmu en fyrst um sinn máttum við ekki tala um þetta. Þau voru sammála um það, mamma og pabbi, svo þetta var leyndarmál í svona hálft ár. En um leið og þau sögðu frá þessu tók samfélagið utan um okkur. Þá skildi fólk af hverju mamma hafði verið svona ólík sjálfri sér. Það var léttir fyrir okkur að geta talað um veikindi mömmu.“

Samfélagið stóð með þeimFjölskyldan býr í Grindavík og systkinin fengu mikinn stuðning þar, ekki síst eftir að veikindi mömmu þeirra hættu að vera leyndarmál.

Berglind: „Það eru átta ár liðin síðan hún greindist og í dag er einhvern veginn allt opnara. Ég sé mikinn mun á því fólki sem er að ganga í gegnum þetta núna og þá. Ég held að það megi meðal annars rekja til þess að Alzheimersamtökin stokkuðu upp í starfseminni og réðu til sín mjög öflugan ráðgjafa. Síðan hefur umræðan opnast mikið. Frumkvöðlahópurinn sem er nú starfandi er líka alveg ótrúlega flottur, þau eiga öll hrós skilið. Það er ótrúlegt hvað mikið hefur unnist á nokkrum árum. Ég myndi segja að Alzheimersamtökin væru ein öflugustu samtök á landinu.“ 

Þær vona líka að þeir sem greinist með heilabilun eigi greiðari aðgang að sálrænni aðstoð en var þegar mamma þeirra greindist og að fólk eigi greiðari leið að mikilvægum upplýsingum. 

Berglind: „Mér finnst skrýtið og erfitt að hugsa til þess núna, að mamma fékk enga aðstoð, til dæmis hjá sálfræðingi. Hún talaði aldrei um þetta við neinn nema sína nánustu. Lagaleg mál flæktust líka fyrir hjá okkur, eins og til dæmis þegar þurfti umboð til að sjá um fjármál mömmu.“ 

Erna: „Það hefði verið gott að fá einhvers konar leiðarvísi í upphafi. Við fréttum bara að við þyrftum að gera þessa hluti í gegnum aðra sem höfðu gengið í gegnum það sama.“ 

Berglind: „Við lentum líka í flækju eftir að pabbi dó, því þá þurfti Erna Rún að gerast fjárráðamaður mömmu og það var mjög flókið ferli og erfitt fyrir okkur að standa í því, þrjú systkini í sorg.“ 

Gleymdi þeim aldrei

Hjörtfríður var grunnskólakennari og hætti ekki að vinna strax eftir greiningu, heldur

fékk þægilegri verkefni til að vinna að í skólanum. Samstarfskonur hennar fylgdu henni heim á daginn og þannig gekk það í nokkurn tíma. Systurnar segja sjúkdóminn helst hafa lýst sér með verkstoli en hafi minni áhrif haft á minni mömmu þeirra. Raunar hafi það aldrei farið og þeim finnst hún hafa munað eftir sér fram á hinstu stund. 

Berglind: „Hún var kjólameistari að mennt og allt í einu gat hún ekki þrætt vélina. Það hringdi viðvörunarbjöllum.“

Erna: „Já, hún var kannski að leggja á borð og setti hnífana og gafflana bara einhvers staðar í kringum diskinn, eins og hún hefði aldrei lagt á borð áður.“ 

Berglind: „Hún hélt oft á hlutum og gerði sér ekki grein fyrir því hvernig hún ætti að nota þá.“

Þær systurnar lýsa því að mamma þeirra hafi gengið í gegnum mikla sorg við að greinast með Alzheimer og lengi hafi hún sjálf sagt að henni fyndist hún ekki vera veik. Raunar finnst þeim henni almennt ekki hafa liðið illa í gegnum veikindin, nema þá helst á ákveðnum vendipunktum, svo sem þegar hún fór að fara í dagvist. Fljótlega hafi hún hins vegar farið að una sér vel þar. 

„Hún var kjólameistari að mennt og allt í einu gat hún ekki þrætt vélina“

Berglind er læknir og þegar hún var við nám við Háskóla Íslands gerði hún BS-ritgerðina sína um hvernig það væri að greinast með Alzheimer-sjúkdóminn. Hún vann með spurningalista sem lagðir voru bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Niðurstaðan úr því var að sjúklingar upplifðu sig betur en aðstandendur þeirra gerðu. Það rímar að mörgu leyti við reynsluna af móður hennar. „Það er ekki alveg ljóst hvort þetta þýði að þeim líði betur en við höldum, eða hvort ástæðan fyrir þeirra mati sé skert innsæi. Kannski hvort tveggja. En mér fannst áhugavert að við vorum kannski að meta sjúklinga verr en þeim leið sjálfum.“

Önnur erfið umskipti hjá Hjörtfríði voru þegar hún flutti alfarið á hjúkrunarheimili. „Við vorum búin að kvíða þeim degi lengi en þegar að því kom var þetta skárra fyrir hana en við höfðum búist við. Fyrir okkur var þetta hins vegar erfitt, því þetta var ákveðinn endapunktur. En þetta var það besta fyrir hana, því hún var orðin óörugg og farin að þurfa mikla aðstoð við alla hluti heima. Þarna var hún örugg,“ segir Berglind. 

Dýrmæt Ítalíuferð

Skömmu áður en Hjörtfríður flutti á hjúkrunarheimilið tók Magnús ákvörðun um að þau skyldu fara með allri fjölskyldunni til Sikileyjar. Þetta þótti einhverjum vera glapræði, enda þykir mörgu fólki með heilabilun óþægilegt að vera í ókunnugum aðstæðum. Magnús hlustaði ekki á það, sagðist þekkja sína konu og var staðráðinn í að þau ætluðu að njóta lífsins þrátt fyrir veikindin.

Berglind: „Þau ferðuðust talsvert mikið eftir að hún veiktist og voru alsæl með það.“  

Erna: „Þetta var heljarinnar ferðalag. Við fórum á afvikinn stað á Sikiley, keyrðum hana um alla eyjuna í hjólastól og fundum að hún naut þess að vera í hitanum og sólinni, fá sinn bjór og svona. Þetta var alveg ofboðslega dýrmætt.“

Þurfti að læra að þiggja hjálp

Líkt og algengt er með nánustu aðstandendur fólks með heilabilun þá mæddi mest á Magnúsi þegar kom að því að annast Hjörtfríði.

Berglind: „Við reyndum að skiptast á að aðstoða og létta undir með honum en hann vildi svolítið mikið taka þetta á sig, allavega fyrst um sinn. Það kom að því að við héldum fund með fjölskyldu og vinum og gerðum honum ljóst hversu margir vildu hjálpa. Hann þurfti að læra að þiggja hjálpina. Þegar hún var komin í dagvistun í Drafnarhús skiptumst við á að sækja hana og vera með þeim á kvöldin. Þetta voru dýrmætir tímar fyrir okkur, fjölskyldu og vini þeirra. Einnig bjó bróðir okkar, Hjalti, heima hjá þeim á tímabili sem létti talsvert undir. Pabbi þurfti svolítið að átta sig á því að fólk vildi koma.“

Nánari eftir áföllin

Þegar Magnús, pabbi þeirra, lést svona skyndilega brugðust systkinin við með því að þjappa sér enn betur saman. Áfallið var mikið en þau urðu að halda áfram og hugsa vel um mömmu sína, sem var langt leidd af sjúkdómnum, meðal annars hætt að ganga og að tala að mestu leyti. 

Berglind: „Við bara höfðum ekkert val, við bara urðum að hugsa um mömmu. Við erum samrýnd systkini og höfðum orðið það enn frekar í kringum veikindi mömmu. Það hjálpaði okkur þegar pabbi dó. Við vorum líka heppin að hafa mikið af góðu fólki í kringum okkur.“

Erna: „Mamma og pabbi áttu líka marga góða vini, svo það má segja að á þessari stundu uppskárum við það sem þau sáðu. “ 

Eitt af verkefnunum sem þau stóðu frammi fyrir var að segja mömmu sinni frá því að pabbi þeirra væri dáinn. Það vafðist fyrir þeim og þau þáðu aðstoð við það, því þau vissu ekki hvort og hvernig hún myndi meðtaka fréttirnar. Viðbrögð mömmu þeirra komu þeim á óvart. 

„Við bara höfðum ekkert val, við bara urðum að hugsa um mömmu“

Erna: „Eftir jarðarförina svaf hún út í eitt og hrakaði mjög mikið. Hún var greinilega sorgmædd. Eftir nokkra mánuði hresstist hún þó aftur. Þetta var hennar sorgarferli.“ 

Berglind: „Það var skrýtið að ganga í gegnum þetta. Þótt hún gæti ekki komið frá sér orðum fannst okkur hún skilja hvað hafði gerst. Þannig var hún reyndar fram á síðustu stundu. Hún hafði alltaf verið mjög stríðin og það var bæði húmor og stríðni í henni fram á síðustu stundu.“ 

Sorg og léttir á sama tíma

Hjörtfríður lést 27. október síðastliðinn, tveimur árum eftir að maðurinn hennar fór. 

Erna: „Það var eins með hana og pabba, gerðist skyndilega. Hún bara sofnaði og dó. Starfsmenn hjúkrunarheimilisins höfðu kíkt inn til hennar aðeins fyrir sjö um morguninn og þá var hún glaðvakandi og brosandi. Þegar þeir komu svo með morgunmatinn til hennar var hún bara farin.“ 

Berglind: „Okkur fannst mikið áfall að enginn hafi verið hjá henni þegar hún dó. Við vorum búin að búa okkur undir þetta, því þetta var ekki lengur mikið líf hjá henni. Við vissum alveg að hún hefði ekki viljað vera svona. Þetta var sorg en líka ákveðinn léttir, fyrir hana.“

Erna: „Og líka fyrir okkur. Það var alltaf erfitt að fara að heimsækja hana, því maður var alltaf sorgmæddur þegar maður kom til baka, eftir að hafa séð hana liggja í rúminu og horfa út í loftið.“ 

Berglind: „Það var skrýtið að finna fyrir sorg og létti á sama tíma.“ 

FjölskyldanSysturnar ásamt foreldrum sínum, bróðurnum Hjalta og börnum Ernu Rúnar, þeim Hjörtfríði og Árna Jakobi.

Skemmtileg fjölskylda

Þær Erna og Berglind horfa til æsku sinnar og sambandsins sem þær áttu við foreldra sína með þakklæti, þrátt fyrir að tíminn með þeim hafi verið allt of stuttur. 

Erna: „Við vorum skemmtileg fjölskylda og það var alltaf þægileg stemning heima. Við gerðum mjög mikið saman og pabbi frestaði oft verkum við húsið, bara til að geta farið með okkur út til Spánar. Við ólumst öll upp í íþróttum og hann fylgdi okkur út um allt land. Mamma og pabbi voru flott fólk, heilsteypt og hugsuðu vel um sig.“  

Þær segja áföllin hafa mótað þau systkini mikið og breytt viðhorfi þeirra til lífsins. 

Berglind: „Lífið er ekki sjálfsagt. Það er margt sem mér fannst mikilvægt áður sem er það ekki lengur. Á meðan mamma var veik var ég til dæmis í mjög erfiðu námi sem þurfti oft að sitja á hakanum svo ég gæti verið heima hjá henni og mér fannst það líka bara allt í lagi. Maður fór að forgangsraða öðruvísi. Ef ég ætti að ráðleggja öðrum í sömu stöðu þá er það þetta, að gefa sér tíma. Eftir á er það dýrmætt, að hafa getað verið með þeim og aðstoðað þau, þótt það hafi verið erfitt þá gaf það mér mikið.“

Erna: „Maður kann betur að meta það núna, að vera bara heima hjá fjölskyldunni sinni og að umgangast fólkið sitt. Við reynum að gera sem mest af því. Og við erum hætt að geyma hlutina. Við til dæmis ákváðum um síðustu jól að stökkva til Havaí öll systkinin, með maka okkar og börn.“ 

Berglind: „Hún er lík pabba, do-er eins og hann var og sagði bara: „Við förum.“

Erna: „Nú er þetta bara þannig. Við reynum að framkvæma það sem við getum, á meðan við getum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Faraldur 21. aldarinnar

Starfsfólk hjúkrunarheimila þarf meiri fræðslu um heilabilun
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

Starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila þarf meiri fræðslu um heila­bil­un

Sam­ræma þarf þjón­ustu við ein­stak­linga með heila­bil­un á hjúkr­un­ar­heim­il­um, þannig að jafn­ræð­is sé gætt. Þá þarf að bæta að­stöðu á þeim hjúkr­un­ar­heim­il­um þar sem enn er þröng­býlt. Þetta er með­al þess sem stefnt er að og lesa má úr að­gerðaráætl­un stjórn­valda í þjón­ustu við fólk með heila­bil­un.
„Þetta er eins og að missa hann rosalega hægt“
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

„Þetta er eins og að missa hann rosa­lega hægt“

Pabbi systr­anna Pálínu Mjall­ar og Guð­rún­ar Huldu greind­ist með Alzheimer fyr­ir sjö ár­um en þær segja erfitt að segja til um hvenær fyrstu ein­kenna sjúk­dóms­ins varð vart. Síð­an þá hef­ur fjöl­skyld­an tek­ist á við sjúk­dóm­inn í ferli sem syst­urn­ar lýsa sem af­ar lýj­andi. Þær eru þakk­lát­ar fyr­ir kær­leiks­ríka umönn­un pabba síns en segja af­ar brýnt að bæta stuðn­ing við nán­ustu að­stand­end­ur.
Brýnt að bæta þjónustu við ungt fólk með heilabilun
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

Brýnt að bæta þjón­ustu við ungt fólk með heila­bil­un

Í bí­gerð er að opna mið­stöð fyr­ir ungt fólk sem greinst hef­ur með heila­bil­un. Á hverju ári grein­ast um 20 manns und­ir 65 ára aldri með heila­bil­un á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Áætl­að er að rúm­lega hundrað manns auk að­stand­enda myndu á hverj­um tíma geta nýtt sér þjón­ustumið­stöð­ina, sótt þar með­al ann­ars fé­lags­skap, jafn­ingj­astuðn­ing, þjón­ustu sál­fræð­ings og annarra sér­fræð­inga.
„Lífið er rólegra núna en við njótum þess“
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

„Líf­ið er ró­legra núna en við njót­um þess“

Tæp­lega fjög­ur ár eru frá því að Ellý Katrín Guð­munds­dótt­ir greind­ist með Alzheimer, að­eins 51 árs. Ný­ver­ið hófst nýr kafli í henn­ar lífi, þeg­ar hún hætti að vinna hjá Reykja­vík­ur­borg og sneri sér al­far­ið að dag­þjálf­un í Hlíða­bæ. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar, Magnús Karl Magnús­son, standa nú sem fyrr þétt sam­an og hafa ein­sett sér að njóta ein­földu og kunn­ug­legu hlut­anna í líf­inu.
„Fólk heldur að maður sé orðinn alveg kexruglaður“
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

„Fólk held­ur að mað­ur sé orð­inn al­veg kexrugl­að­ur“

Skip­stjór­inn Jón­as Jónas­son var ekki nema 53 ára þeg­ar hann greind­ist með Alzheimer fyr­ir tveim­ur ár­um. Grein­ing­in var hon­um og fjöl­skyld­unni högg, ekki síst vegna þess að hon­um var um­svifa­laust sagt upp vinn­unni og marg­ir fé­lag­ar hans hættu að hafa sam­band. „Hann var alltaf í sím­an­um, það var aldrei hægt að ná í hann,“ seg­ir dótt­ir hans. „En svo bara hætti sím­inn að hringja.“

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
2
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
4
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.
„Ég sakna þess að stinga fólk“
9
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
7
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
10
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu