Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Helgi Hrafn sagðist finna fyrir rasisma: „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“

Þing­mað­ur Pírata mætti miklu mót­læti á Twitter í um­ræð­um um kyn­þátta­for­dóma á Ís­landi. Hann baðst af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um um upp­lif­un svartr­ar ís­lenskr­ar konu, sem lýsti of­beldi og for­dóm­um sem hún hef­ur orð­ið fyr­ir vegna húðlitar síns.

Helgi Hrafn sagðist finna fyrir rasisma: „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“
Helgi Hrafn Gunnarsson Þingmaður Pírata sagði ekki uppbyggilegt að „benda og híja á fólk“. Mynd: piratar.is

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, baðst afsökunar á ummælum sínum á Twitter í gærkvöldi eftir langa umræðu um kynþáttafordóma á Íslandi. Sagðist hann vilja bæta sig, fylgjast með og hlusta á upplifanir svartra Íslendinga eftir að hann hafði lýst því að hafa fundið fyrir rasisma sjálfur þar sem sumir hafi haldið að hann sé múslimi.

Umræðurnar hóf Edda Sigurlaug Ragnarsdóttir, sem er svartur Íslendingur. Sagði hún jafn mikinn rasisma á Íslandi og í öðrum löndum. „Hvítir íslendingar vita bara ekki af því, því það er ekki á yfirborðinu,“ bætti hún við.

„Ég trúi því alveg, enda engin ástæða til að ætla annað,“ svaraði Helgi Hrafn. „Hvítir vita ekki af því vegna þess að þeir finna það sjaldnast á eigin skinni. Reyndar finn ég hann óbeint því sumt fólk heldur að ég sé múslimi því ég kann smá arabísku, og heldur því að ég vilji sádí-arabískt stjórnarfar.“

Brugðust nokkrir Twitter notendur við ummælum Helga Hrafns og sögðu þarna ólíku saman að jafna. Benti Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, á að hvítir múslimar verði fyrir aðkasti vegna trúar sinnar óháð húðlit. „Við tvö höfum ekki hugmynd um hvernig upplifun POC er og munum aldrei gera, sama hve miklu aðkasti eða fordómum við verðum fyrir,“ skrifaði Una. POC er skammstöfun fyrir „people of color“, fólk af öðrum húðlit en hvítum.

Bætti þá Edda því við að hún hefði orðið fyrir ofbeldi vegna húðlitar síns í gegnum tíðina. Hún hefði verið lamin, hrækt á hana og fengið flösku í andlitið.

„Ég var hvorki að gera lítið úr þinni upplifun, né að bera hana saman við mína,“ svaraði þá Helgi. „Nefndi þetta bara því að sennilega kannast fæst hvítt fólk við það á Íslandi að verða fyrir þessari tegund fordóma. Var ekki að biðja um neina samúð.“

Edda sagði hann þá hrútskýra rasisma fyrir sér og hvatti hann til að dreifa frekar því sem svartir Íslendinga hefðu að segja þessa dagana. „Það bað enginn um þína skoðun,“ bætti hún við.

„En það er ekki uppbyggilega að bara benda og híja á fólk“

„Þú ákvaðst að taka þessu sem einhverjum samanburði, sem það var ekki,“ skrifaði þá Helgi Hrafn. „Ég skal alveg amplifya það sem svartir Íslendingar segja og hef einlægan áhuga á að heyra allt sem þú hefur að segja. En það er ekki uppbyggilega að bara benda og híja á fólk. Segðu mér meira um þína reynslu, ég vil læra og skilja, en ég segi ekki hluti eftir pöntunum og finnst svona benda-hlæja-híja viðbrögð engum til framdráttar. I can take it, sko, en þetta er bara óþarfi og þvælist í skásta falli bara fyrir. Tölum bara saman.“

Hildur Lilliendahl aðgerðasinni svaraði þá Helga Hrafni. „Helgi plís hættu, þetta er hræðilega vandræðalegt,“ sagði hún. „Hvítt forréttindafólk eins og ég og þú á að styðja og styrkja og hafa vit á að steinhalda kjafti og hlusta. Ekki bera eitt eða neitt saman, við höfum engan alvöru skilning á veruleika brúns fólks.“

„Hvítt forréttindafólk eins og ég og þú á að styðja og styrkja og hafa vit á að steinhalda kjafti og hlusta“

Helgi Hrafn bað Eddu afsökunar í kjölfar frekari umræðna og sagðist ekki hafa ætlað sér að gera lítið úr hennar upplifun. „Bið þig aftur afsökunar, @ekkiedda, áttaði mig ekki á samhenginu en mér er það ljóst núna,“ skrifaði hann að lokum. „Reyni að bæta mig, mun fylgjast með og hlusta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn misrétti, ofbeldi og niðurlægingu
Erlent#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn mis­rétti, of­beldi og nið­ur­læg­ingu

Mót­mæl­in vegna dauða Geor­ge Floyd hafa varp­að kast­ljósi á elsta og rót­grón­asta vanda­mál Banda­ríkj­anna. Að­gerða­sinn­ar og skipu­leggj­end­ur mót­mæla segja að kom­ið sé að löngu tíma­bæru upp­gjöri við þá kyn­þátta­hyggju sem gegn­sýr­ir allt dag­legt líf og póli­tík vest­an­hafs. Banda­ríska lög­regl­an er sögð órjúf­an­leg­ur hluti af kerfi sem hef­ur frá upp­hafi nið­ur­lægt blökku­fólk og beitt það skipu­lögðu póli­tísku of­beldi fyr­ir hönd hvíta meiri­hlut­ans.
Elliði varar við því að íslenska lögreglan gæti þurft að vígbúast
Fréttir#BlackLivesMatter

Elliði var­ar við því að ís­lenska lög­regl­an gæti þurft að víg­bú­ast

Um­mæli Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra Ölfuss, um of­beldi al­mennra borg­ara gegn lög­regl­unni vöktu hörð við­brögð. Hann árétt­ar áhyggj­ur sín­ar af stöðu ís­lensku lög­regl­unn­ar og var­ar við því að hún gæti þurft að vopn­bú­ast enn frek­ar. Af­brota­fræð­ing­ur bend­ir á að ekk­ert styðji full­yrð­ing­ar Ell­iða um vax­andi nei­kvæðni í garð lög­reglu, sem þurfi að fara var­lega í vald­beit­ingu gagn­vart minni­hluta­hóp­um.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
5
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
10
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár