Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ríkisendurskoðun: Fyrirtæki nýttu sér hlutabótaleiðina án þess að þurfa það

Tryggja þarf virkt eft­ir­lit með fram­kvæmd hluta­bóta­leið­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar nú þeg­ar að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. At­hygli vek­ur að op­in­ber­ir að­il­ar og sveit­ar­fé­lög hafa nýtt sér leið­ina þvert á vilja lög­gjaf­ans.

Ríkisendurskoðun: Fyrirtæki nýttu sér hlutabótaleiðina án þess að þurfa það
Segir stjórnvöld þurfa að bregðast við Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi en Ríkisendurskoðun birti í dag úttekt á hlutabótaleið stjórnvalda. Mynd: MBL / Eggert Jóhannesson

Ljóst er að hlutastarfaleið ríkisstjórnarinnar hefur verið verið nýtt af fyrirtækjum sem ekki eiga í bráðum rekstrar- eða greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða Ríkisendurskoðunar en stofnunin birti í dag úttekt sína á hlutabótaleiðinni. Þá er það mat stofnunarinnar að þegar í stað þurfi að tryggja virkt eftirlit með framkvæmdinni. Fram til þessa hefur áhersla Vinnumálastofnunar verið á að tryggja framkvæmd úrræðisins, umfram eftirlit. Tryggja þarf stofnunin geti haft eftirlit með því að þeir vinnuveitendur sem nýta sér hlutastarfaleiðina uppfylli skilyrði sem sett eru fram í nýju frumvarpi um framlengingu úrræðisins.

„Ríkisendurskoðun telur að fullt tilefni hafi verið fyrir stjórnvöld að endurskoða framkvæmd hlutastarfaleiðarinnar og bregðast við, enda sé þannig leitast við að úrræðið sé eingöngu nýtt af þeim aðilum sem því er ætlað að aðstoða,“ segir í úttektinni og bent er á að fyrirtæki hafi nýtt sér leiðina án þess að hafa þurft á því að halda.

Nýttu sér úrræðið þvert á vilja löggjafarvaldsins

Þá vekur það athygli Ríkisendurskoðunar að sveitarfélög og opinberir aðilar hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, „þrátt fyrir að lögskýringargögn beri með sér að úrræðið hafi verið ætlað fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra,“ eins og segir í úttektinni. Þar er einnig bent á að um all nokkuð frjálsræði hafi verið í túlkun laganna, og það þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lagt áherslu á að hlutastarfaleiðin væri stuðningur við lífvænleg fyrirtæki sem misst hafi miklar tekjur. „Í hópi þeirra aðila sem hafa nýtt sér hlutastarfaleiðina eru fyrirtæki og fyrirtækjasamstæður sem búa að öflugum rekstri og traustum efnahag en ekki verður séð af lögunum og lögskýringargögnum að slíkt hafi verið ætlunin.“

Ríkisendurskoðun bendir þá enn fremur á að þó dæmi séu um að fyrirtæki hafi tilkynnt að þau hyggist endurgreiða frmalag Atvinnuleysistryggingasjóðs þá sé ekki ljóst hvort, og þá hvernig, sú endurgreiðsla eigi að eiga sér stað. Þrátt fyrir að fordæmalausar efnahagsaðstæður hafi kallað á skjót viðbrögð stjórnvalda þá sé brýnt að haft sé eftirlit með nýtingu ríkistjár, að staðinn sé vörður um hagsmuni ríkissjóðs og að útgreiðslur úr honum taki mið af vilja löggjafans.

Þann 15. maí höfðu 37 þúsund launamenn og 6.436 vinnuveitendur nýtt sér hlutabótaleiðina frá því hún var lögfest 20. mars. Í mars og apríl voru greiddar 11,6 milljarðar króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna úrræðisins og gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir að útgreiðslur vegna hlutabóta geti numið 30,7 milljörðum króna á þessu ári. Eitt fyrirtæki sker sig úr í þessum efnum, Icelandair ehf. Í mars og apríl greiddi Atvinnuleysistryggingasjóður 926 milljónir króna í hlutabætur vegna starfsmanna fyrirtækisins. Heildargreiðsla vegna hlutabóta til starfsmanna móðurfélags flugfélagsins, Icelandair Group hf., nam 1.116 milljörðum króna vegna 3.318 starfsmanna. 

 Þá kemur enn fremur fram í úttektinni að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóa hafi um 160 launagreiðendur óskað eftir hækkun á áður tilkynntum launum í janúar og febrúar, svo nemur 114 milljónum króna. Eru það væði hærri hækkunarbeiðnir og fleiri en vani er til í venjulegu árferði og telur Ríkisendurskoðun að kanna þurfi nánar ástæður fyrir þeim hækkunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár