Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrirtæki geta fengið uppsagnarstyrk en greitt út arð strax á næsta ári

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram laga­frum­varp sem Rík­is­skatt­sjóri seg­ir heim­ila arð­greiðsl­ur strax á næsta ári þrátt fyr­ir upp­sagn­ar­styrk.

Fyrirtæki geta fengið uppsagnarstyrk en greitt út arð strax á næsta ári

Fyrirtæki sem fá styrk frá ríkinu vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti munu geta greitt hluthöfum út arð strax á næsta ári samkvæmt frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Þetta er á meðal þess sem embætti ríkisskattstjóra bendir á í umsögn sinni um frumvarpið. „Vert er að benda á að ákvæði þessa frumvarps um bann við arðgreiðslum eru ekki sambærileg við ákvæði í lögum nr. 25/2020 að því er tekur til stuðningslána, en þar er m.a. gert ráð fyrir því að arður verði ekki greiddur að lágmarki í 30 mánuði, þ.e. á lánstímanum. Í því úrræði sem hér er til umfjöllunar getur komið til arðgreiðslu strax á næsta ári,“ segir í umsögninni.

Skilyrði laganna um bann við arðgreiðslum og kaupum á eigin hlutafé gilda allt þar til fjárstuðningur hefur að fullu verið tekjufærður. Ber atvinnurekenda að telja fjárstuðning vegna launakostnaðar á uppsagnarfresti til tekna í skattskilum sínum fyrir það rekstrarár þegar stuðningurinn er veittur og allt þar til tap þess árs og yfirfæranlegt tap frá fyrri árum hefur að fullu verið jafnað. Hér er um að ræða skuldbindingu sem getur mest varað í mest sjö ár, en einnig geta fyrirtæki losað sig undan skuldbindingunni með því að endurgreiða ríkissjóði þann hluta fjárstuðnings sem hefur ekki verið tekjufærður. 

Bent er á það í greinargerð frumvarpsins að íslenska leiðin, að niðurgreiða uppsagnarkostnað fyrirtækja, sé frábrugðin þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í á hinum Norðurlöndunum. „Annars staðar á Norðurlöndunum er annarri útfærslu beitt til þess að gera fyrirtækjum kleift að draga úr starfsemi sinni ef tilefni er til, án þess að það hafi áhrif á gjaldfærni þeirra og ráðningarsamband við starfsfólk en lögð er til hér,“ segir í greinargerðinni. „Sem dæmi má nefna að í kjarasamningum, t.d. í Noregi og Danmörku, hafa fyrirtæki heimild til þess að setja starfsfólk í tímabundið, launalaust leyfi og fær það starfsfólk atvinnuleysisbætur á meðan leyfið varir. Starfsfólk sem fer í launalaust leyfi á þessum forsendum heldur ráðningarsambandi við fyrirtækið og á rétt til áframhaldandi starfa að leyfinu loknu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár