Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrirtæki geta fengið uppsagnarstyrk en greitt út arð strax á næsta ári

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram laga­frum­varp sem Rík­is­skatt­sjóri seg­ir heim­ila arð­greiðsl­ur strax á næsta ári þrátt fyr­ir upp­sagn­ar­styrk.

Fyrirtæki geta fengið uppsagnarstyrk en greitt út arð strax á næsta ári

Fyrirtæki sem fá styrk frá ríkinu vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti munu geta greitt hluthöfum út arð strax á næsta ári samkvæmt frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Þetta er á meðal þess sem embætti ríkisskattstjóra bendir á í umsögn sinni um frumvarpið. „Vert er að benda á að ákvæði þessa frumvarps um bann við arðgreiðslum eru ekki sambærileg við ákvæði í lögum nr. 25/2020 að því er tekur til stuðningslána, en þar er m.a. gert ráð fyrir því að arður verði ekki greiddur að lágmarki í 30 mánuði, þ.e. á lánstímanum. Í því úrræði sem hér er til umfjöllunar getur komið til arðgreiðslu strax á næsta ári,“ segir í umsögninni.

Skilyrði laganna um bann við arðgreiðslum og kaupum á eigin hlutafé gilda allt þar til fjárstuðningur hefur að fullu verið tekjufærður. Ber atvinnurekenda að telja fjárstuðning vegna launakostnaðar á uppsagnarfresti til tekna í skattskilum sínum fyrir það rekstrarár þegar stuðningurinn er veittur og allt þar til tap þess árs og yfirfæranlegt tap frá fyrri árum hefur að fullu verið jafnað. Hér er um að ræða skuldbindingu sem getur mest varað í mest sjö ár, en einnig geta fyrirtæki losað sig undan skuldbindingunni með því að endurgreiða ríkissjóði þann hluta fjárstuðnings sem hefur ekki verið tekjufærður. 

Bent er á það í greinargerð frumvarpsins að íslenska leiðin, að niðurgreiða uppsagnarkostnað fyrirtækja, sé frábrugðin þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í á hinum Norðurlöndunum. „Annars staðar á Norðurlöndunum er annarri útfærslu beitt til þess að gera fyrirtækjum kleift að draga úr starfsemi sinni ef tilefni er til, án þess að það hafi áhrif á gjaldfærni þeirra og ráðningarsamband við starfsfólk en lögð er til hér,“ segir í greinargerðinni. „Sem dæmi má nefna að í kjarasamningum, t.d. í Noregi og Danmörku, hafa fyrirtæki heimild til þess að setja starfsfólk í tímabundið, launalaust leyfi og fær það starfsfólk atvinnuleysisbætur á meðan leyfið varir. Starfsfólk sem fer í launalaust leyfi á þessum forsendum heldur ráðningarsambandi við fyrirtækið og á rétt til áframhaldandi starfa að leyfinu loknu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár