Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Drífa: „Mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt“

For­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, Drífa Snæ­dal, seg­ir að veit­inga­stað­ur­inn Mess­inn þurfi að svara fyr­ir ým­is­legt gagn­vart starfs­fólki sínu og hvet­ur starfs­menn til að leita eft­ir stuðn­ingi stétt­ar­fé­lags.

Drífa: „Mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt“

Forseti Alþýðusambands Íslands, Drífa Snædal, segir að forsvarsmenn veitingastaðarins Messans þurfi að svara fyrir ýmislegt varðandi framkomu gagnvart starfsfólki. Starfsfólkið lýsti aðstæðum sínum í umfjöllun Stundarinnar og þar sagðist það hafa verið snuðað um laun auk þess sem því hefði ekki verið greint frá því þegar starfsmenn á vakt smitaðist af Covid-19. Framkvæmdastjórinn svaraði því til að starfsfólkinu kæmi staða fyrirtækisins ekki við, hann ætti sjálfur ekki peninga fyrir mat, reikningum eða afborgunum af húsnæðisláni. „Þetta er svakaleg staða sem þau greina frá og mér sýnist fyrirtækið þurfi að svara fyrir ýmislegt,“ segir Drífa. 

Þrátt fyrir einróma lof matgæðinga allt frá því að veitingastaðurinn opnaði árið 2016 lýsir starfsfólkið erfiðum aðstæðum. Frá því í mars hefur það aðeins fengið útborgað hluta af laununum. Nú segjast sumir af því erlenda starsfólki sem starfað hefur fyrir fyrirtækið vera launalausir og fastir á Íslandi. 

Fyrrverandi trúnaðarmaður greinir jafnframt frá því að honum hafi verið vikið úr starfi eftir að hafa barist fyrir því að starfsfólkið fengi greitt samkvæmt kjarasamningum. Efling stefndi Messanum fyrir vangoldin laun trúnaðarmannsins og tveggja samstarfsmanna. Dómsátt náðist í apríl síðastliðnum þar sem Messinn sættist á að greiða rúmar þrjár milljónir í vangoldin laun. 

Staða Messans „örugglega ekki einsdæmi“

Drífa segir því að lítið komi á óvart í umfjölluninni: „Þetta eru ekki nýjar fréttir með þennan veitingastað,“ segir hún. „Hann hefur verið rekinn á því að halda starfsfólki á lágmarkskjörum og jafnvel undir því um árabil. Þetta starfsfólk þarf að leita réttar síns í gegnum stéttarfélagið sitt og ég vísa á Eflingu varðandi framhaldið.“

Innt eftir því hvort hún telji að þessi staða sé lýsandi fyrir stöðuna víða í samfélaginu segir að Drífa að það þurfi að hafa eftirlit með því. „Þetta er örugglega ekki einsdæmi.“

Á síðustu árum hefur ASÍ ítrekað gripið til varna fyrir erlent starfsfólk á íslenskum atvinnumarkaði sem er talið líklegra til þess að verða fyrir kjarasamningsbrotum en íslenskt starfsfólk. Í yfirlýsingu sem birtist á vef sambandsins þann 3. október 2018 var tekið fram að erlent starfsfólk leggi mikið til samfélagsins og að stór hluti hagvaxtar landsins sé tilkominn vegna vinnuframlags þess, en að það sé engu að síður berskjaldað fyrir „mannfyrirlitningu og brotastarfsemi sem viðgengst á vinnumarkaði“.

Í rannsókn ASÍ sem birt var í ágúst kom fram að um helmingurinn af öllum launakröfum vegna vangoldinna launa kemur frá erlendum launþegum, en kröfur þeirra eru að jafnaði 80 þúsund krónum hærri en kröfur frá íslenskum launþegum. Erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru á Íslandi eru aðeins um 12 prósent af heildarmannfjölda landsins. Þeir eru því margfalt líklegri til þess að verða fyrir mismunun og réttindabrotum en íslenskir launþegar.

Í janúar lagði samstarfshópur sem var skipaður af félags- og barnamálaráðherra til víðtækar aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Fulltrúar ASÍ í hópnum lögðu fram tillögu um að gera kjarasamningsbrot refsiverð, en ekki náðist einhugur um þá tillögu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Aldrei verið í boði að gefast upp“
4
SkýringHjólhýsabyggðin

„Aldrei ver­ið í boði að gef­ast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
4
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár