Nýtt skáldverk eftir prófessor í heimspeki um stöðu okkar í samtímanum er komið út hjá bókaútgáfunni Sæmundi. Annáll um líf í annasömum heimi fjallar um líf einnar manneskju, líf sem er bæði sérstakt og engu öðru líkt, en einnig hversdagslegt svo allir þekkja.
Í tólf köflum og jafn mörgum kvæðum tekst höfundurinn Ólafur Páll Jónsson á við lágstemmdan hversdagsleikann og grimmustu áskoranir samtímans. Bókin er skreytt vatnslitamyndum eftir Ásu Ólafsdóttur, sem er dóttir höfundar.
Athugasemdir