Hjúkrunarfræðingur sem starfað hefur með heimilislausum segist munu sniðganga Kaffitár vegna afstöðu þeirra til smáhýsa sem reisa á í Grafarvogi. Fjármálastjóri Kaffitárs sagði í umsögn um málið að nærvera skýlanna og íbúa þeirra gæti rýrt verðgildi fasteignar Kaffitárs og haft truflandi áhrif á starfsemi kaffihússins.
Reykjavíkurborg hyggst breyta deiliskipulagi við Stórhöfða þar sem er fyrirhugað að reisa þrjú smáhýsi fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs borgarinnar. Morgunblaðið greindi frá því á miðvikudag að allar nema ein af 19 umsögnum sem bárust skipulagsfulltrúa vegna málsins hafi verið neikvæðar. Íbúar telji að áformin komi niður á notkun á vinsælum göngustíg meðfram Stórhöfða, en fyrirtækin óttast truflun frá skjólstæðingunum.
Kaffitár á fasteignina að Stórhöfða 17 þar sem eru tvö rými. Í öðru er rekið kaffihús en í hinu stendur til að opna nýja verslun. „Að okkar mati gæti það rýrt verðgildi eignarinnar og haft truflandi áhrif á starfsemi kaffihússins,“ segir Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir fjármálastjóri í umsögn …
Athugasemdir