Heimsfaraldurinn hefur undangengna mánuði rutt öðrum málum út af vettvangi dagsins. Kórónuveiran á hug okkar næstum allan og þá einkum lífshættan af völdum veirunnar. Við rýnum varla í hagtölur af sömu árvekni og áður ef við hefjum hvern dag á því að telja fjölda fallinna síðasta sólarhring líkt og í stríði.
Blaðamenn, hagfræðingar og aðrir liggja því ekki sem skyldi yfir bókhaldi banka og lífeyrissjóða til að athuga hversu mikið af útistandandi lánum þeirra til hótelbyggjenda og annarra muni líklega þurfa að afskrifa af völdum faraldursins og hvaða afleiðingar það getur haft. Enda er að svo stöddu engin leið að vita hversu rætast mun úr ferðaþjónustu þegar faraldrinum lýkur. Svo gæti farið að mörg okkar hafi nú þegar vanizt því að vinna heima frekar en á vinnustað og viljum halda því áfram. Fari svo mun draga úr þörf fyrir vinnustaði og húsnæði handa þeim. Svo gæti einnig farið að mörg …
Athugasemdir