Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Umhverfisráðherra gerði milljónasamning við McKinsey: Áhugi innlendra aðila ekki kannaður

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra samdi beint við Kaup­manna­hafn­ar­skrif­stofu McKins­ey um rýni á að­gerðaráætl­un í um­hverf­is­mál­um. Upp­hæð­in, 15,5 millj­ón­ir króna, er akkúrat und­ir við­mið­un­ar­mörk­um um út­boð. Ís­lensk­ur um­hverf­is­fræð­ing­ur hefði vilj­að vinna verk­efn­ið hér á landi.

Umhverfisráðherra gerði milljónasamning við McKinsey: Áhugi innlendra aðila ekki kannaður
Samdi beint við McKinsey Guðmundur Ingi umhverfisráðherra fékk samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir að semja við Kaupmannahafnarskrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins Mckinsey um rýni á aðgerðaráætlun í loftslagsmálum, fyrir 15,5 milljónir króna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra samdi beint við Kaupmannarhafnarskrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey um að rýna uppfærða aðgerðaáætlun um loftslagsmál án þess að bjóða verkið út eða leita til annarra aðila, innanlands eða utan. McKinsey fékk greiddar 15,5 milljónir króna fyrir vinnuna. Samkvæmt lögum um opinber innkaup ber að bjóða út innanlands þjónustusamninga sem eru yfir þeirri upphæð, 15,5 milljónum króna. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ekki svarað því hvað hafi ráðið því að samið var við McKinsey umfram önnur fyrirtæki.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur samþykkti á fundi 20. mars síðastliðinn að veita umræddum 15,5 milljónum af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að umhverfis- og auðlindaráðherra gæti gert samning við Kaupmannahafnarskrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey um að rýna uppfærða aðgerðaáætlun um loftslagsmál.

Í lögum að gera skuli samanburð milli fyrirtækja

Samkvæmt lögum um opinber innkaup, og reglugerð þar um, er viðmiðunarfjárhæð vegna útboðsskyldu innanlands 15,5 milljónir króna. Í 15. grein laganna segir enn fremur: „Gæta skal jafnræðis, …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár